Dæmi um að fólk neyðist til að láta brenna jarðneskar leifar barns síns Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 4. janúar 2020 07:00 Helena Rós Sigmarsdóttir og Elín Björg Birgisdóttir. Vísir/Egill Dæmi eru um að fólk neyðist til að láta brenna jarðneskar leifar barns síns sem lætur lífið erlendis þar sem kostnaðurinn við að flytja líkið heim sé gríðarlegur. Birta, landssamtök foreldra sem misst hafa börn eða ungmenni skyndilega, standa fyrir styrktartónleikum í Lindakirkju í dag og rennur allur ágóði til foreldra sem missa barn sitt erlendis. Formaður Birtu segir að kostnaðurinn sem því fylgir að flytja líkið heim sé gríðarlegur. „Við fáum þessa foreldra oft til okkar og við vitum alveg hvað þetta er gríðarlegur fjárhagslegur baggi ofan á allt annað,“ segir Helena Rós Sigmarsdóttir formaður Birtu. Áfallið og sorgin að missa barn séu gríðarleg. Bera harm sinn í hljóði „Ég missi son inn fyrir níu árum þegar hann verður fyrir lest í Noregi og það var náttúrulega gríðarlegur kostnaður að koma honum heim,“ segir Elín Björg Birgisdóttir. „Kostnaður hjá okkur var sjálfsagt í kringum tvær milljónir.“ Fjölskylda Elínar kemur úr litlu bæjarfélagi og fór af stað söfnun til að styðja fjölskylduna fjárhagslega. Hún veit þó að það eru ekki allir í þeim sporum. Helena segir að það gerist reglulega að Íslendingar missi börn sín erlendis. „Þetta er yfirleitt ekki herskár hópur foreldra og þeir bera yfirleitt harm sinn í hljóði en þetta eru alveg nokkur skipti á ári.“ Dæmi séu um að fólk neyðist til að brenna jarðneskar leifar barns síns. „Til þess að komast hjá þessum kannski ókljúfanlega kostnaði sem fylgir því að fá útfararþjónustu erlendis til að sjá um kistuna og jafnvel að smyrja líkið og þann frágang sem þarf áður en það er flutt til Íslands. Þetta er bara svo sorglegt að það er ekki hægt að tala um þetta.“ Elín segir að hún hefði ekki geta hugsað sér að þurfa að brenna lík sonar síns. „Við höfðum ekki rætt um þetta, hvort að hann hefði viljað láta brenna sig, og það var allavega okkar tilfinning þá að við vildum ekki gera það.“ Það er frítt inn á tónleikana í dag og er tekið við frjálsum framlögum á staðnum. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína. Á meðal þeirra sem koma fram eru Gréta Salóme og stjörnur framtíðarinnar, Elsa Waage, Þóra Gísladóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Margrét Hrafnsdóttir, Vígþór Sjafnar Zóphóníasson, Björn Kristinsson og Fjarðartónar. Tónlistarstjóri er Keith Reed. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í Lindakirkju en nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook. Íslendingar erlendis Kirkjugarðar Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Dæmi eru um að fólk neyðist til að láta brenna jarðneskar leifar barns síns sem lætur lífið erlendis þar sem kostnaðurinn við að flytja líkið heim sé gríðarlegur. Birta, landssamtök foreldra sem misst hafa börn eða ungmenni skyndilega, standa fyrir styrktartónleikum í Lindakirkju í dag og rennur allur ágóði til foreldra sem missa barn sitt erlendis. Formaður Birtu segir að kostnaðurinn sem því fylgir að flytja líkið heim sé gríðarlegur. „Við fáum þessa foreldra oft til okkar og við vitum alveg hvað þetta er gríðarlegur fjárhagslegur baggi ofan á allt annað,“ segir Helena Rós Sigmarsdóttir formaður Birtu. Áfallið og sorgin að missa barn séu gríðarleg. Bera harm sinn í hljóði „Ég missi son inn fyrir níu árum þegar hann verður fyrir lest í Noregi og það var náttúrulega gríðarlegur kostnaður að koma honum heim,“ segir Elín Björg Birgisdóttir. „Kostnaður hjá okkur var sjálfsagt í kringum tvær milljónir.“ Fjölskylda Elínar kemur úr litlu bæjarfélagi og fór af stað söfnun til að styðja fjölskylduna fjárhagslega. Hún veit þó að það eru ekki allir í þeim sporum. Helena segir að það gerist reglulega að Íslendingar missi börn sín erlendis. „Þetta er yfirleitt ekki herskár hópur foreldra og þeir bera yfirleitt harm sinn í hljóði en þetta eru alveg nokkur skipti á ári.“ Dæmi séu um að fólk neyðist til að brenna jarðneskar leifar barns síns. „Til þess að komast hjá þessum kannski ókljúfanlega kostnaði sem fylgir því að fá útfararþjónustu erlendis til að sjá um kistuna og jafnvel að smyrja líkið og þann frágang sem þarf áður en það er flutt til Íslands. Þetta er bara svo sorglegt að það er ekki hægt að tala um þetta.“ Elín segir að hún hefði ekki geta hugsað sér að þurfa að brenna lík sonar síns. „Við höfðum ekki rætt um þetta, hvort að hann hefði viljað láta brenna sig, og það var allavega okkar tilfinning þá að við vildum ekki gera það.“ Það er frítt inn á tónleikana í dag og er tekið við frjálsum framlögum á staðnum. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína. Á meðal þeirra sem koma fram eru Gréta Salóme og stjörnur framtíðarinnar, Elsa Waage, Þóra Gísladóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Margrét Hrafnsdóttir, Vígþór Sjafnar Zóphóníasson, Björn Kristinsson og Fjarðartónar. Tónlistarstjóri er Keith Reed. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í Lindakirkju en nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook.
Íslendingar erlendis Kirkjugarðar Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira