Nýju bakaríi á Selfossi líkt við að mæta á tónleika með Eagles Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. janúar 2020 19:30 Nýtt bakarí í eigu tveggja bakara hefur opnað í húsinu sem Guðna bakarí á Selfossi var rekið í tæp fimmtíu ár . Ungu bakararnir lærðu á sínum tíma hjá Guðna. Snúðar verða eitt af aðalmerkjum bakarísins. Það eru þeir Guðmundur Helgi Harðarson frá Haga í Grímsnesi og Kjartan Ásbjörnsson frá Selfossi, sem eiga og reka bakaríið, sem heitir G.K. bakarí og opnaði í gær, 2.janúar. Selfyssingar og nærsveitamenn hafa saknað gamla bakarísins síðustu misseri en Guðmundur og Kjartan, sem lærðu báðir að baka í Guðnabakarí hafa nú látið drauminn rætast og opnað nýtt bakarí í húsi síns gamla læriföðurs. „Við ætlum bara að gera sem okkur þykir gott og okkur þykir skemmtilegt enda verður þetta blanda af því sem við lærðum hér og blanda af því af þeirri vitneskju, sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin á þeim stöðum sem við höfum verið“, segir Guðmundur og bætir við; „Þetta verður eins og að koma á tónleika með Eagles, þú vilt alltaf heyra það klassíska, þau veist að Hotel California kemur í endann og svo kemur alltaf eitthvað á undan, stundum skemmtilegt og gott og annað er leiðinlegt, en það er alltaf eitthvað sem þú getur gengið að sé topp“. Snúðar verða eitt af aðalsmerkjum nýja bakarísins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan og Guðmundur munu leggja mikla áherslu á gæði snúðanna því þeir segja að ef snúðurinn er ekki góður þá er bakaríið ekki gott. „Við verðum bara með besta bakaríið, það er ekkert flókið, við ætlum bara að bjóða upp á góðar vörur og reyna að halda verði í lágmarki, halda öllum ánægðum líka“, segir Kjartan. Árborg Veitingastaðir Verslun Bakarí Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Nýtt bakarí í eigu tveggja bakara hefur opnað í húsinu sem Guðna bakarí á Selfossi var rekið í tæp fimmtíu ár . Ungu bakararnir lærðu á sínum tíma hjá Guðna. Snúðar verða eitt af aðalmerkjum bakarísins. Það eru þeir Guðmundur Helgi Harðarson frá Haga í Grímsnesi og Kjartan Ásbjörnsson frá Selfossi, sem eiga og reka bakaríið, sem heitir G.K. bakarí og opnaði í gær, 2.janúar. Selfyssingar og nærsveitamenn hafa saknað gamla bakarísins síðustu misseri en Guðmundur og Kjartan, sem lærðu báðir að baka í Guðnabakarí hafa nú látið drauminn rætast og opnað nýtt bakarí í húsi síns gamla læriföðurs. „Við ætlum bara að gera sem okkur þykir gott og okkur þykir skemmtilegt enda verður þetta blanda af því sem við lærðum hér og blanda af því af þeirri vitneskju, sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin á þeim stöðum sem við höfum verið“, segir Guðmundur og bætir við; „Þetta verður eins og að koma á tónleika með Eagles, þú vilt alltaf heyra það klassíska, þau veist að Hotel California kemur í endann og svo kemur alltaf eitthvað á undan, stundum skemmtilegt og gott og annað er leiðinlegt, en það er alltaf eitthvað sem þú getur gengið að sé topp“. Snúðar verða eitt af aðalsmerkjum nýja bakarísins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan og Guðmundur munu leggja mikla áherslu á gæði snúðanna því þeir segja að ef snúðurinn er ekki góður þá er bakaríið ekki gott. „Við verðum bara með besta bakaríið, það er ekkert flókið, við ætlum bara að bjóða upp á góðar vörur og reyna að halda verði í lágmarki, halda öllum ánægðum líka“, segir Kjartan.
Árborg Veitingastaðir Verslun Bakarí Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira