Sjálfstæðisflokkurinn fær tvo starfsmenn til viðbótar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2020 16:24 Guðfinnur og Vigdís hafa þegar hafið störf. Sjálfstæðisflokkurinn Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur og Vigdís Häsler lögfræðingur hafa verið ráðin starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa þegar hafið störf eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að um hreina viðbót við starfslið flokksins sé að ræða og sé í samræmi við áætlun sem unnin hafi verið eftir á Alþingi undanfarin tvö ár varðandi að auka aðstoð við þingflokkana. Þannig hafi allir flokkar um síðustu áramót fengið einn starfsmann til viðbótar en um þessi áramót fari viðbótin eftir stærð flokkanna á þingi. Alls er um að ræða fjölgun um sautján starfsmenn fyrir þingflokkana sem bætast við á þriggja ára tímabili og nemur kostnaður ríkisins um 200 milljónum króna á ári. Verkefni Guðfinns og Vigdísar verða alhliðaraðstoð við þingmenn í þeirra störfum, til dæmis við undirbúning þingmála og aðstoð við nefndarstörf. Guðfinnur Sigurvinsson hefur starfað við almanna- og fjárfestatengsl og fjölmiðlun. Hann var síðast samskiptastjóri Sýnar hf. móðurfélags Vodafone, Stöðvar 2 og tengdra fjölmiðla. Þar áður starfaði hann sem upplýsingafulltrúi og teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Guðfinnur starfaði í áratug sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu. Guðfinnur lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2013 og MPA prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2018. Guðfinnur er fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og situr jafnframt í umhverfisnefnd. Vigdís Häsler var áður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra en undanfarið hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem hún hefur sinnt undirbúningi og gerð umsagna um lagafrumvörp og önnur þingmál og tók þátt í samskiptum við Alþingi. Einnig annaðist hún lögfræðilega ráðgjöf og upplýsingagjöf til sveitarstjórnarmanna. Vigdís starfaði áður sem lögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka. Hún lauk BA prófi í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2006, meistaraprófi 2008 og ári seinna hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Árið 2013 lauk hún LLM prófi í alþjóðlegum refsirétti frá University of Sussex í Bretlandi. Vigdís hefur setið í stjórn Félags kvenna í lögmennsku. Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur og Vigdís Häsler lögfræðingur hafa verið ráðin starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa þegar hafið störf eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að um hreina viðbót við starfslið flokksins sé að ræða og sé í samræmi við áætlun sem unnin hafi verið eftir á Alþingi undanfarin tvö ár varðandi að auka aðstoð við þingflokkana. Þannig hafi allir flokkar um síðustu áramót fengið einn starfsmann til viðbótar en um þessi áramót fari viðbótin eftir stærð flokkanna á þingi. Alls er um að ræða fjölgun um sautján starfsmenn fyrir þingflokkana sem bætast við á þriggja ára tímabili og nemur kostnaður ríkisins um 200 milljónum króna á ári. Verkefni Guðfinns og Vigdísar verða alhliðaraðstoð við þingmenn í þeirra störfum, til dæmis við undirbúning þingmála og aðstoð við nefndarstörf. Guðfinnur Sigurvinsson hefur starfað við almanna- og fjárfestatengsl og fjölmiðlun. Hann var síðast samskiptastjóri Sýnar hf. móðurfélags Vodafone, Stöðvar 2 og tengdra fjölmiðla. Þar áður starfaði hann sem upplýsingafulltrúi og teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Guðfinnur starfaði í áratug sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu. Guðfinnur lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2013 og MPA prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2018. Guðfinnur er fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og situr jafnframt í umhverfisnefnd. Vigdís Häsler var áður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra en undanfarið hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem hún hefur sinnt undirbúningi og gerð umsagna um lagafrumvörp og önnur þingmál og tók þátt í samskiptum við Alþingi. Einnig annaðist hún lögfræðilega ráðgjöf og upplýsingagjöf til sveitarstjórnarmanna. Vigdís starfaði áður sem lögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka. Hún lauk BA prófi í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2006, meistaraprófi 2008 og ári seinna hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Árið 2013 lauk hún LLM prófi í alþjóðlegum refsirétti frá University of Sussex í Bretlandi. Vigdís hefur setið í stjórn Félags kvenna í lögmennsku.
Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira