Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2020 18:30 Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum gagnrýnir ástandið á bráðamóttöku spítalans harðlega í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir stöðuna ómögulega og þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu þrjú ár geti bráðamóttakan ekki tekið við öllum þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Hann segir að deildin sé þegar yfirfull og gæti ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum til dæmi komi upp hópslys. Í greininni segir Már að skýrslu spítalans um starfsemina komi fram að skráðar innlagnir hafi verið 226 dagar í október 2017. 471 dagar á sama tíma, ári síðar og komnir í 573 daga í október í fyrra. Það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur fyrst og fremst áhyggjur af núna, um ástandið sem geti skapast á bráðamóttökunni þegar inflúensan sem mun leggjast yfir á næstu vikum og mánuðum. Óttast er að ef inflúensan nær sér á strik geti það haft alvarlegar afleiðingar á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Sigurjón Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítalans tekur undir gagnrýni „Ástandið er því miður ekki eins og við myndum vilja hafa það á bráðamóttökunni en ástæðurnar fyrir því liggja ekki innan bráðamóttökunnar sjálfrar. Þetta er stórt vandamál sem hefur byggst upp yfir langan tíma og það mun taka langan tíma að vinda ofan af því aftur,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum. Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum.Vísir/Sigurjón Áhyggjurnar nú snúa að því ef inflúensufaraldur leggst yfir á næstu vikum og mánuðum „Þá sjáum við gjarnan að það fjölgar hjá okkur um fjóra til fimm einstaklinga sem eru í bið eftir innlögn hjá okkur á bráðamóttökunni og það er vegna þess að það er skrotur á einangrunarrýmum á spítalanum. þegar það verður að þá verður ennþá erfiðara ástand hjá okkur,“ segir Jón Magnús. Már telur í grein sinni að stórslys sé í vændum og fyrirsjáanlegt að staðan sem uppi er geti ekki farið vel. Þróunin sé ógnvænleg og ástandið galið. Landspítalin hefur ráðist í miklar skipulagsbreytingar, meðal annars til þess að vinna á þessum vanda. Hvenær getum við farið að sjá árangur af þessum skipulagsbreytingum og þá betra ástandi innan bráðamóttökunnar?„Sumt að því sem er verið að gera innan spítalans mun hafa áhrif á þetta og við erum að vonast til þess að sjá það á næstu mánuðum. Hins vegar eru aðrar breytingar sem eru utan spítalans sem eru að gerast líka og þurfa að koma til eins og uppbygging hjúkrunarheimila, kjarasamningar við hjúkrunarstarfsfólk og efling heimaþjónustu. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. 16. desember 2019 10:23 Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27. desember 2019 20:45 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum gagnrýnir ástandið á bráðamóttöku spítalans harðlega í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir stöðuna ómögulega og þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu þrjú ár geti bráðamóttakan ekki tekið við öllum þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Hann segir að deildin sé þegar yfirfull og gæti ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum til dæmi komi upp hópslys. Í greininni segir Már að skýrslu spítalans um starfsemina komi fram að skráðar innlagnir hafi verið 226 dagar í október 2017. 471 dagar á sama tíma, ári síðar og komnir í 573 daga í október í fyrra. Það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur fyrst og fremst áhyggjur af núna, um ástandið sem geti skapast á bráðamóttökunni þegar inflúensan sem mun leggjast yfir á næstu vikum og mánuðum. Óttast er að ef inflúensan nær sér á strik geti það haft alvarlegar afleiðingar á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Sigurjón Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítalans tekur undir gagnrýni „Ástandið er því miður ekki eins og við myndum vilja hafa það á bráðamóttökunni en ástæðurnar fyrir því liggja ekki innan bráðamóttökunnar sjálfrar. Þetta er stórt vandamál sem hefur byggst upp yfir langan tíma og það mun taka langan tíma að vinda ofan af því aftur,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum. Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum.Vísir/Sigurjón Áhyggjurnar nú snúa að því ef inflúensufaraldur leggst yfir á næstu vikum og mánuðum „Þá sjáum við gjarnan að það fjölgar hjá okkur um fjóra til fimm einstaklinga sem eru í bið eftir innlögn hjá okkur á bráðamóttökunni og það er vegna þess að það er skrotur á einangrunarrýmum á spítalanum. þegar það verður að þá verður ennþá erfiðara ástand hjá okkur,“ segir Jón Magnús. Már telur í grein sinni að stórslys sé í vændum og fyrirsjáanlegt að staðan sem uppi er geti ekki farið vel. Þróunin sé ógnvænleg og ástandið galið. Landspítalin hefur ráðist í miklar skipulagsbreytingar, meðal annars til þess að vinna á þessum vanda. Hvenær getum við farið að sjá árangur af þessum skipulagsbreytingum og þá betra ástandi innan bráðamóttökunnar?„Sumt að því sem er verið að gera innan spítalans mun hafa áhrif á þetta og við erum að vonast til þess að sjá það á næstu mánuðum. Hins vegar eru aðrar breytingar sem eru utan spítalans sem eru að gerast líka og þurfa að koma til eins og uppbygging hjúkrunarheimila, kjarasamningar við hjúkrunarstarfsfólk og efling heimaþjónustu.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. 16. desember 2019 10:23 Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27. desember 2019 20:45 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. 16. desember 2019 10:23
Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27. desember 2019 20:45