Þjálfari Conors McGregor, John Kavanagh, er mjög spenntur fyrir komandi bardaga McGregor og Donald „Cowboy“ Cerrone.
Í gær fór fram síðasta æfingin hjá honum með Conor áður en þeir halda til Las Vegas þar sem Conor berst við Cerrone þann 18. janúar.
Jan 1st, last heavy spar today before going to Vegas. Can honestly say this is the best i've seen him and i wasn't sure that was possible to do 6 months ago. You guys are in for a real treat, i'm just glad to have a good seat! #UFC246
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 1, 2020
Kavanagh, sem einnig þjálfar Gunnar Nelson, segist aldrei hafa séð Conor í svona góðu formi og viðurkennir að hafa efast um að það væri hægt fyrir hálfu ári síðan.
Stór orð enda er McGregor æfingaóður og mætir alltaf í algjöru toppstandi í sína bardaga.
Þetta verður fyrsti bardagi Írans kjaftfora síðan hann tapaði gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov í október árið 2018.
No better way to open a decade!
— UFC (@ufc) January 1, 2020
@TheNotoriousMMA vs @CowboyCerrone
DAYS AWAY! #UFC246pic.twitter.com/vxdXo0w08C