Fróðleg fótboltaspá SI fyrir 2020: Gott ár fyrir Man. City, Holland og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 11:00 Virgil van Dijk, Pep Guardiola og Lionel Messi. Samsett/Getty Einn virtasti fótboltafjölmiðlamaður Bandaríkjanna hefur skellt í árlega spá sína og Grant Wahl spáir því meðal annars að á þessu ári muni þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gera upp hlutina í sér þætti á Netflix. Grant Wahl spáir líka fyrir hvaða lið munu fagna sigri í stærstu keppnunum á árinu 2020. Grant Wahl er auðvitað ekkert allt of alvarlegur í spádómum sínum og léttleikinn er þar í fyrirrúmi. Þetta er líka spá með bandarískum gleraugum og því snúast spárnar mikið til um bandaríska fótboltann. Það er engu að síður ýmislegt og um fótboltann utan Bandaríkjanna. Grant Wahl hefur samt mikla trú á bandaríska karlalandsliðinu í fótbolta sem hann telur að fari langt með að vinna sér sæti á HM 2022 með sannfærandi byrjun í undankeppninni á þessu ári. Hann spáir því líka að bandaríska kvennalandsliðið vinni Ólympíugull í Tókýó og verði um leið fyrstu heimsmeistararnir sem nái því. Grant Wahl sér einnig fyrir þær breytingar á Varsjánni að hún hætti að dæma menn rangstæða þegar þeir eru millimetra fyrir innan sem hefur því miður gerst alltof oft að undanförnu. Wahl spáir því að það verði gerð alþjóðlega reglubreyting í þessum málum. Happy new year! Here are my 10 soccer/football predictions for 2020: https://t.co/MnO48mTsy1— Grant Wahl (@GrantWahl) January 1, 2020 Hann sér fyrir sér viðburðaríkt ár fyrir lið Manchester City. Grant Wahl telur að Manchester City vinni loksins Meistaradeildina í vor en að Pep Guardiola hætti með liðið í framhaldinu af því að hann hafi með þessum sigri náð öllum sínum markmiðum á Ethiad. Grant Wahl spáir því jafnframt að Liverpool, hollenska landsliðið og argentínska landsliðið vinni öll stóra titla á árinu 2020. Hann er á því að Liverpool slái vissulega stigamet Manchester City en takist samt ekki að fara taplaust í gegnum allt tímabilið. Wahl er á því að Holland verði Evrópumeistari í sumar og að Lionel Messi vinni loksins stóran titil með argentínska landsliðinu þegar liðið vinnur Copa América í sumar. Hann er aftur á móti á því að það verði Spánverjar sem vinni Ólympíugullið í karlaflokki. Það má skoða alla spána með því að smella hér. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Einn virtasti fótboltafjölmiðlamaður Bandaríkjanna hefur skellt í árlega spá sína og Grant Wahl spáir því meðal annars að á þessu ári muni þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gera upp hlutina í sér þætti á Netflix. Grant Wahl spáir líka fyrir hvaða lið munu fagna sigri í stærstu keppnunum á árinu 2020. Grant Wahl er auðvitað ekkert allt of alvarlegur í spádómum sínum og léttleikinn er þar í fyrirrúmi. Þetta er líka spá með bandarískum gleraugum og því snúast spárnar mikið til um bandaríska fótboltann. Það er engu að síður ýmislegt og um fótboltann utan Bandaríkjanna. Grant Wahl hefur samt mikla trú á bandaríska karlalandsliðinu í fótbolta sem hann telur að fari langt með að vinna sér sæti á HM 2022 með sannfærandi byrjun í undankeppninni á þessu ári. Hann spáir því líka að bandaríska kvennalandsliðið vinni Ólympíugull í Tókýó og verði um leið fyrstu heimsmeistararnir sem nái því. Grant Wahl sér einnig fyrir þær breytingar á Varsjánni að hún hætti að dæma menn rangstæða þegar þeir eru millimetra fyrir innan sem hefur því miður gerst alltof oft að undanförnu. Wahl spáir því að það verði gerð alþjóðlega reglubreyting í þessum málum. Happy new year! Here are my 10 soccer/football predictions for 2020: https://t.co/MnO48mTsy1— Grant Wahl (@GrantWahl) January 1, 2020 Hann sér fyrir sér viðburðaríkt ár fyrir lið Manchester City. Grant Wahl telur að Manchester City vinni loksins Meistaradeildina í vor en að Pep Guardiola hætti með liðið í framhaldinu af því að hann hafi með þessum sigri náð öllum sínum markmiðum á Ethiad. Grant Wahl spáir því jafnframt að Liverpool, hollenska landsliðið og argentínska landsliðið vinni öll stóra titla á árinu 2020. Hann er á því að Liverpool slái vissulega stigamet Manchester City en takist samt ekki að fara taplaust í gegnum allt tímabilið. Wahl er á því að Holland verði Evrópumeistari í sumar og að Lionel Messi vinni loksins stóran titil með argentínska landsliðinu þegar liðið vinnur Copa América í sumar. Hann er aftur á móti á því að það verði Spánverjar sem vinni Ólympíugullið í karlaflokki. Það má skoða alla spána með því að smella hér.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira