Úrvalsdeildarlið vildu Björn en hann valdi Lilleström Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2020 16:45 Björn Bergmann Sigurðarson er orðinn leikmaður Lilleström á nýjan leik. mynd/lsk.no Björn Bergmann Sigurðarson var 17 ára gamall þegar hann skrifaði fyrst undir samning við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Nú snýr hann aftur til félagsins, 29 ára gamall. Björn hefur skrifað undir samning við Lilleström sem gildir til loka þessa árs. Hann mun því leika með liðinu í næstefstu deild Noregs eftir að hafa spilað með því í úrvalsdeildinni árin 2009-2012, en Lilleström féll með óhemju naumum hætti niður um deild í fyrra. Velkommen tilbake, Björn Bergmann Sigurdarson! https://t.co/uIcisNikTn pic.twitter.com/CmLJQb6EfV— Lillestrøm SK (@LillestromSK) August 14, 2020 Samkvæmt heimasíðu Lilleström var hópur félaga úr norsku úrvalsdeildinni og víðar í Evrópu á eftir Birni en hann vildi snúa aftur til félagsins sem hann þekkir svo vel. Björn hefur verið á mála hjá Rostov í Rússlandi frá árinu 2018, sama ári og hann lék með Íslandi á HM, en hann var að láni hjá APOEL í Kýpur framan af þessu ári. Hann hefur einnig leikið með Molde, FC Köbenhavn og Wolves á sínum ferli, eftir að hafa byrjað hjá ÍA. „Það voru nokkuð mörg félög sem höfðu samband en ég var búinn að ákveða að koma hingað. Það skiptir ekki máli fyrir mig hvort það er í efstu eða næstefstu deild. Það sem skiptir máli fyrir mig er Lilleström. Hér vil ég vera,“ sagði Björn við heimasíðu Lilleström. Björn verður því liðsfélagi annars Skagamanns, Arnórs Smárasonar: „Það verður mjög gaman. Ég þekki jú Arnór vel. Við ólumst upp á Akranesi og höfum spilað samna í landsliðinu. Ég er búinn að æfa með ÍA í tvær vikur núna og finnst ég vera í fínu formi. Vonand get ég hjálpað liðinu sem mest.“ Norski boltinn Rússneski boltinn Tengdar fréttir Björn gæti farið í næstefstu deild Noregs Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið á leið aftur til Lilleström í Noregi þar sem hann lék við góðan orðstír á árunum 2009-2012. 12. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson var 17 ára gamall þegar hann skrifaði fyrst undir samning við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Nú snýr hann aftur til félagsins, 29 ára gamall. Björn hefur skrifað undir samning við Lilleström sem gildir til loka þessa árs. Hann mun því leika með liðinu í næstefstu deild Noregs eftir að hafa spilað með því í úrvalsdeildinni árin 2009-2012, en Lilleström féll með óhemju naumum hætti niður um deild í fyrra. Velkommen tilbake, Björn Bergmann Sigurdarson! https://t.co/uIcisNikTn pic.twitter.com/CmLJQb6EfV— Lillestrøm SK (@LillestromSK) August 14, 2020 Samkvæmt heimasíðu Lilleström var hópur félaga úr norsku úrvalsdeildinni og víðar í Evrópu á eftir Birni en hann vildi snúa aftur til félagsins sem hann þekkir svo vel. Björn hefur verið á mála hjá Rostov í Rússlandi frá árinu 2018, sama ári og hann lék með Íslandi á HM, en hann var að láni hjá APOEL í Kýpur framan af þessu ári. Hann hefur einnig leikið með Molde, FC Köbenhavn og Wolves á sínum ferli, eftir að hafa byrjað hjá ÍA. „Það voru nokkuð mörg félög sem höfðu samband en ég var búinn að ákveða að koma hingað. Það skiptir ekki máli fyrir mig hvort það er í efstu eða næstefstu deild. Það sem skiptir máli fyrir mig er Lilleström. Hér vil ég vera,“ sagði Björn við heimasíðu Lilleström. Björn verður því liðsfélagi annars Skagamanns, Arnórs Smárasonar: „Það verður mjög gaman. Ég þekki jú Arnór vel. Við ólumst upp á Akranesi og höfum spilað samna í landsliðinu. Ég er búinn að æfa með ÍA í tvær vikur núna og finnst ég vera í fínu formi. Vonand get ég hjálpað liðinu sem mest.“
Norski boltinn Rússneski boltinn Tengdar fréttir Björn gæti farið í næstefstu deild Noregs Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið á leið aftur til Lilleström í Noregi þar sem hann lék við góðan orðstír á árunum 2009-2012. 12. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Sjá meira
Björn gæti farið í næstefstu deild Noregs Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið á leið aftur til Lilleström í Noregi þar sem hann lék við góðan orðstír á árunum 2009-2012. 12. ágúst 2020 14:30