Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2020 19:00 Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. vísir/bára Félögin á Íslandi verða af miklum tekjum við það að mega ekki hafa áhorfendur á leikjum hjá sér. Þetta segir Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta. „Þetta er mikið högg en félögin eru fyrst og fremst þakklát að fá að spila fótbolta aftur og fá þessa undanþágu sem nær til þeirra. En við fengum á okkur þungt högg í vor og gripum til mikilla ráðstafana. Nú fáum við annað högg á okkur með að spila næstu umferðir sem eru framundan án áhorfenda. Það er dálítið mikið tjón fyrir okkur,“ sagði Haraldur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Margir af stærstu leikjum sumarsins eru á næstu vikum, leikir sem skila alla jafna miklu í kassann fyrir félögin. „Þetta eru 3-4 af stærstu leikjum sumarsins; KR-FH, KR-Valur, FH-Stjarnan og Víkingur-Breiðablik. Þetta eru leikir sem væru að öllu jöfnu að skila félögum hátt í þremur milljónum,“ sagði Haraldur. „Við höfum miklar áhyggjur af rekstrinum framundan ef þetta er komið til með að vera. En vonandi verða þetta ekki mikið meira en tvær vikur. Það eru landsleikir framundan og þá verður hlé á deildinni og það vinnur aðeins með okkur.“ Allt hundrað manna samkomur eru leyfðar á Íslandi. Haraldur segir að það hefði skipt félögin all nokkru að mega vera með áhorfendur á leikjum, þótt fáir væru. „Það hefði breytt heilmiklu. Félögin eru með 100-400 ársmiða sem þau eru búin að selja. Þetta fólk fær ekki að koma á völlinn þótt það sé búið að borga fyrir leikina. Það hefði skipt miklu að koma þessu fólki að,“ sagði Haraldur og bætti við að ársmiðahafar hefðu ekki beðið um endurgreiðslu á leiki sem þeir geta ekki sótt. „Nei, ég held að í grunninn séu þetta gallharðir félagsmenn sem standa með félaginu sínu í gegnum súrt og sætt.“ Haraldur segir að rekstur félaganna á Íslandi hafi gengið bærilega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Það megi þó lítið út af bera. „Þetta hefur gengið betur en ég átti von á. Þetta var samstillt átak. En það sem var lagt upp með í vor var að geta spilað þessa leiki á eðlilegan máta,“ sagði Haraldur og benti á að hans félag, Víkingur, hefði orðið af tólf milljónum króna þegar blása þurfti Arion-mótið af. Haraldur segir ríki og sveitarfélög þurfi að rétta íþróttafélögunum hjálparhönd í þessu árferði. „Framlag ríkisins inn í íþróttahreyfinguna sem kom í vor, það er búið að loka á það. Þetta er samtal sem við þurfum að eiga við yfirvöld. Það er ljóst að íþróttafélögin þurfa meiri aðstoð,“ sagði Haraldur að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Áhorfendabannið setur strik í reikning félaganna Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Félögin á Íslandi verða af miklum tekjum við það að mega ekki hafa áhorfendur á leikjum hjá sér. Þetta segir Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta. „Þetta er mikið högg en félögin eru fyrst og fremst þakklát að fá að spila fótbolta aftur og fá þessa undanþágu sem nær til þeirra. En við fengum á okkur þungt högg í vor og gripum til mikilla ráðstafana. Nú fáum við annað högg á okkur með að spila næstu umferðir sem eru framundan án áhorfenda. Það er dálítið mikið tjón fyrir okkur,“ sagði Haraldur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Margir af stærstu leikjum sumarsins eru á næstu vikum, leikir sem skila alla jafna miklu í kassann fyrir félögin. „Þetta eru 3-4 af stærstu leikjum sumarsins; KR-FH, KR-Valur, FH-Stjarnan og Víkingur-Breiðablik. Þetta eru leikir sem væru að öllu jöfnu að skila félögum hátt í þremur milljónum,“ sagði Haraldur. „Við höfum miklar áhyggjur af rekstrinum framundan ef þetta er komið til með að vera. En vonandi verða þetta ekki mikið meira en tvær vikur. Það eru landsleikir framundan og þá verður hlé á deildinni og það vinnur aðeins með okkur.“ Allt hundrað manna samkomur eru leyfðar á Íslandi. Haraldur segir að það hefði skipt félögin all nokkru að mega vera með áhorfendur á leikjum, þótt fáir væru. „Það hefði breytt heilmiklu. Félögin eru með 100-400 ársmiða sem þau eru búin að selja. Þetta fólk fær ekki að koma á völlinn þótt það sé búið að borga fyrir leikina. Það hefði skipt miklu að koma þessu fólki að,“ sagði Haraldur og bætti við að ársmiðahafar hefðu ekki beðið um endurgreiðslu á leiki sem þeir geta ekki sótt. „Nei, ég held að í grunninn séu þetta gallharðir félagsmenn sem standa með félaginu sínu í gegnum súrt og sætt.“ Haraldur segir að rekstur félaganna á Íslandi hafi gengið bærilega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Það megi þó lítið út af bera. „Þetta hefur gengið betur en ég átti von á. Þetta var samstillt átak. En það sem var lagt upp með í vor var að geta spilað þessa leiki á eðlilegan máta,“ sagði Haraldur og benti á að hans félag, Víkingur, hefði orðið af tólf milljónum króna þegar blása þurfti Arion-mótið af. Haraldur segir ríki og sveitarfélög þurfi að rétta íþróttafélögunum hjálparhönd í þessu árferði. „Framlag ríkisins inn í íþróttahreyfinguna sem kom í vor, það er búið að loka á það. Þetta er samtal sem við þurfum að eiga við yfirvöld. Það er ljóst að íþróttafélögin þurfa meiri aðstoð,“ sagði Haraldur að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Áhorfendabannið setur strik í reikning félaganna
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn