Ekki alltaf unnt að eyða hálku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2020 20:00 G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar Skjáskot úr frétt Vegagerðinni barst ábending um hættulegar aðstæður skömmu áður en að alvarlegt slys varð á Skeiðarársandi í vikunni. Víðast hvar er ástandið um þessar mundir með því móti að ekki er unnt að eyða hálku á vegum. Vegfarendur verði því oft á tíðum að búast við hálku og fara varlega. Þetta segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Varað er við flughálku víða um land.Á mbl.is í gær var greint frá atvinnubílstjóra sem gerði Vegagerðinni viðvart um mikla hálku á þjóðveginum við Skeiðarársand á föstudag. Lýsti hann hálkunni sem manndrápshálku. Nokkrum klukkustundum eftir að hann gerði Vegagerðinni viðvart um hálkuna miklu varð alvarlegt bílslys á sama vegi. Sjö manns slösuðust þar af tvö börn alvarlega. Bílsjórinn segist ekki efast um að orsök slyssins hafi verið flughálka á veginum. Kom bílstjórinn að slysinu og undrar hann sig á því hvers vegna Vegagerðin hafi ekki brugðist við ábendingu hans. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að tæki Vegagerðarinnar hafi farið á svæðið um morguninn og hálkuvarið veginn. „Síðan greinilega gerist það mjög snöggt að hálkan breytist í flughálku og það er það sem bílstjórinn verður var við. Það er einfaldlega þannig að þetta er gríðarlega langur kafli sem verður í því ástandi að það er flughálka og við ráðum ekki við að lagfæra það ástand eða breyta því ástandi á mjög skömmum tíma,“ Sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vegakerfið er þrettán þúsund kílómetrar. Þar af eru rúmlega fimm þúsund kílómetrar í vetrarþjónustu. Af þessum fimm þúsund kílómetrum eru á milli tólf og þrettán hundruð hálkuvarðir, mest megnis í Reykjavík þar sem umferðin er hvað þéttust og er því reynt að hafa hálkulaust ástand. „Víða úti á landi er ástandið þannig að við getum ekki eytt allri hálku. Vegfarendur þurfa því að búast við að það sé oft á tíðum hálka. Við tökum mark á því sem fólk segir þegar það hringir inn, sérstaklega þegar það er að lýsa ástandi sem er öðruvísi en við höfum skráð. Þá athugum við þær ábendingar eins og við getum,“ sagði G. Pétur. Hann segir að ferðamenn geri sér ekki grein fyrir færðinni hér á landi. „Ég held að Íslendingar séu mjög vel meðvitaðir um hálku og einfaldlega að keyra eftir aðstæðum. Okkar vandamál er að ferðamenn þekkja ekki þetta ástand og þeir gera sér alls ekki grein fyrir því að á mjög stuttum tíma getur ástandið breyst úr því að vera þokkalegt í að vera hættulegt. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Vegagerðinni barst ábending um hættulegar aðstæður skömmu áður en að alvarlegt slys varð á Skeiðarársandi í vikunni. Víðast hvar er ástandið um þessar mundir með því móti að ekki er unnt að eyða hálku á vegum. Vegfarendur verði því oft á tíðum að búast við hálku og fara varlega. Þetta segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Varað er við flughálku víða um land.Á mbl.is í gær var greint frá atvinnubílstjóra sem gerði Vegagerðinni viðvart um mikla hálku á þjóðveginum við Skeiðarársand á föstudag. Lýsti hann hálkunni sem manndrápshálku. Nokkrum klukkustundum eftir að hann gerði Vegagerðinni viðvart um hálkuna miklu varð alvarlegt bílslys á sama vegi. Sjö manns slösuðust þar af tvö börn alvarlega. Bílsjórinn segist ekki efast um að orsök slyssins hafi verið flughálka á veginum. Kom bílstjórinn að slysinu og undrar hann sig á því hvers vegna Vegagerðin hafi ekki brugðist við ábendingu hans. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að tæki Vegagerðarinnar hafi farið á svæðið um morguninn og hálkuvarið veginn. „Síðan greinilega gerist það mjög snöggt að hálkan breytist í flughálku og það er það sem bílstjórinn verður var við. Það er einfaldlega þannig að þetta er gríðarlega langur kafli sem verður í því ástandi að það er flughálka og við ráðum ekki við að lagfæra það ástand eða breyta því ástandi á mjög skömmum tíma,“ Sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vegakerfið er þrettán þúsund kílómetrar. Þar af eru rúmlega fimm þúsund kílómetrar í vetrarþjónustu. Af þessum fimm þúsund kílómetrum eru á milli tólf og þrettán hundruð hálkuvarðir, mest megnis í Reykjavík þar sem umferðin er hvað þéttust og er því reynt að hafa hálkulaust ástand. „Víða úti á landi er ástandið þannig að við getum ekki eytt allri hálku. Vegfarendur þurfa því að búast við að það sé oft á tíðum hálka. Við tökum mark á því sem fólk segir þegar það hringir inn, sérstaklega þegar það er að lýsa ástandi sem er öðruvísi en við höfum skráð. Þá athugum við þær ábendingar eins og við getum,“ sagði G. Pétur. Hann segir að ferðamenn geri sér ekki grein fyrir færðinni hér á landi. „Ég held að Íslendingar séu mjög vel meðvitaðir um hálku og einfaldlega að keyra eftir aðstæðum. Okkar vandamál er að ferðamenn þekkja ekki þetta ástand og þeir gera sér alls ekki grein fyrir því að á mjög stuttum tíma getur ástandið breyst úr því að vera þokkalegt í að vera hættulegt.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira