Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2020 23:00 Átakshópur verður skipaður. Vísir/Vilhelm Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir að á fundinum hafi verið fjallað um aðstæður á bráðamóttöku Landspítalans, vandamálin sem þar er helst við að etja og aðgerðir til að leysa vandann til skemmri og lengri tíma. Í gær afhenti landlæknir í heilbrigðisráðherra minnisblað varðandi stöðuna á bráðamóttöku Landspítala og var efni þess kynnt fyrir forstjóra sjúkrahússins og þeim stjórnendum sjúkrahússins sem sátu fundinn í dag auk hans. Þar segir að þrátt fyrir fjölda aðgerða sem gripið hafi verið til af hálfu heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans hafi staðan á bráðamóttökunni ekki batnað. Allt of margir sjúklingar bíði þar eftir innlögn á deildir spítalans. Telur embætti Landlæknis meginvandann vera skort á hjúkrunarrýmum og vöntun á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á legudeildum spítalans. Alls eru nú 40 rúm lokuð á bráðalegudeildum spítalans vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en voru 35 fyrir ári. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Lést úr blóðtappa stuttu eftir að hafa verið sendur heim af bráðamóttöku Krabbameinsveikur maður með blóðtappa var í nóvember sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu eftir það. 5. janúar 2020 22:16 Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00 Aðeins færri sjúklingar á göngum bráðamóttökunnar Vandi bráðamóttökunnar er ekkert annað en birtingarmynd vandans í heilbrigðiskerfinu í heild að sögn forstjóra Landspítalans. 14. janúar 2020 20:00 Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir að á fundinum hafi verið fjallað um aðstæður á bráðamóttöku Landspítalans, vandamálin sem þar er helst við að etja og aðgerðir til að leysa vandann til skemmri og lengri tíma. Í gær afhenti landlæknir í heilbrigðisráðherra minnisblað varðandi stöðuna á bráðamóttöku Landspítala og var efni þess kynnt fyrir forstjóra sjúkrahússins og þeim stjórnendum sjúkrahússins sem sátu fundinn í dag auk hans. Þar segir að þrátt fyrir fjölda aðgerða sem gripið hafi verið til af hálfu heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans hafi staðan á bráðamóttökunni ekki batnað. Allt of margir sjúklingar bíði þar eftir innlögn á deildir spítalans. Telur embætti Landlæknis meginvandann vera skort á hjúkrunarrýmum og vöntun á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á legudeildum spítalans. Alls eru nú 40 rúm lokuð á bráðalegudeildum spítalans vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en voru 35 fyrir ári.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Lést úr blóðtappa stuttu eftir að hafa verið sendur heim af bráðamóttöku Krabbameinsveikur maður með blóðtappa var í nóvember sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu eftir það. 5. janúar 2020 22:16 Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00 Aðeins færri sjúklingar á göngum bráðamóttökunnar Vandi bráðamóttökunnar er ekkert annað en birtingarmynd vandans í heilbrigðiskerfinu í heild að sögn forstjóra Landspítalans. 14. janúar 2020 20:00 Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Lést úr blóðtappa stuttu eftir að hafa verið sendur heim af bráðamóttöku Krabbameinsveikur maður með blóðtappa var í nóvember sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu eftir það. 5. janúar 2020 22:16
Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00
Aðeins færri sjúklingar á göngum bráðamóttökunnar Vandi bráðamóttökunnar er ekkert annað en birtingarmynd vandans í heilbrigðiskerfinu í heild að sögn forstjóra Landspítalans. 14. janúar 2020 20:00
Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38
Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30
Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06