Hætt'essu bara Friðrik Agni Árnason skrifar 16. janúar 2020 08:00 Það er sagt að maður skuli bera virðingu fyrir þeim sem eldri eru. Ég man sem unglingur að hafa dregið það oft í efa. Sérstaklega þegar mér fannst eldra fólk einstaklega dónalegt og dómhart þá skyldi ég ekki alveg af hverju það fólk ætti frekar virðingu mína skilið en einhver annar. Á maður bara að bera virðingu fyrir aldri fólks? Ég trúði og trúi því enn að virðing verði að vera gagnkvæm. Ég virði þig og þú virðir mig, skilyrðislaust. Stundum er samt augljóst þegar einhver hreinlega veit betur því hann/hún hefur lifað tímana tvenna. Góðar ömmur eru gott dæmi. Ég treysti ömmum. Ég þekki ömmu sem algerlega að henni óaðvitandi hefur dreift lífsleikni sinni víða út af mér. Því ég tala svo mikið við vini mína. Og með þessum skrifum hugsanlega enn víðar. Kvíði, kulnun og þunglyndi hrjáir okkar nútímasamfélag og ráðin liggja á hverju strái. Jákvæð sálfræði, Oprah, núvitund og hugleiðsla hefur t.a.m. sennilega aldrei verið meira stunduð en nú til að vinna á þessum andlegu meinum. Góða og lifaða amman getur ómögulega skilið af hverju það er verið að hafa svona miklar áhyggjur af öllu alltaf hreint. HVERJU ÞARFT ÞÚ AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF? Það er til mun auðveldari leið en að lesa bók um nýaldarheimspeki eða hlusta á endalaus hlaðvörp um hvernig þú verður besta útgáfan af sjálfum/ri þér. Við öllum þessum áhyggjum segir krullu amma: HÆTT´ESSU BARA, JÁ BARA STEIN HÆTT´ESSU. Þar höfum við lausnina kæru samlandar. Þótt ótrúlegt sé að þá virka þessi ömmu orð samt eins og svona kjaftshögg. Þegar niðurrifið sækir á hugann og neikvæðu raddirnar eru að ná yfirtökum þá getur amman bankað upp á og hellt þessum viskubrunni yfir þig. Það fyndna er er að ég veit að fólk í kringum mig hefur í alvörunni tekið ömmuna á sig þegar illa stendur á í huga þeirra. OG ÞAÐ VIRKAR. Það sem þessi ákveðnu, reiðu orð ömmunnar gera er nefnilega að færa mann út fyrir kollinn aðeins og spyrja sjálfan sig af hverju maður sé að hafa svona miklar áhyggjur, svona án gríns. Amman hleypir líka smá húmor inn í erfiða stund. Hún bara skilur ekkert í þér að vera í þessu volæði alltaf hreint. Hún hefur nú lifað í gegnum stríðsraunir og er bara að slaka á og prjóna en ekki velta sér upp úr; hvað ef hún hefði eða hvað ef hún ætti. Hættum´essu bara. Hættum að dæma okkur. Hættum að dæma aðra. Hættum að hafa áhyggjur af fortíðinni og framtíðinni þegar allt sem við höfum er þessi andardráttur. Já bara STEINHÆTTUM´ESSU. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Skoðun Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er sagt að maður skuli bera virðingu fyrir þeim sem eldri eru. Ég man sem unglingur að hafa dregið það oft í efa. Sérstaklega þegar mér fannst eldra fólk einstaklega dónalegt og dómhart þá skyldi ég ekki alveg af hverju það fólk ætti frekar virðingu mína skilið en einhver annar. Á maður bara að bera virðingu fyrir aldri fólks? Ég trúði og trúi því enn að virðing verði að vera gagnkvæm. Ég virði þig og þú virðir mig, skilyrðislaust. Stundum er samt augljóst þegar einhver hreinlega veit betur því hann/hún hefur lifað tímana tvenna. Góðar ömmur eru gott dæmi. Ég treysti ömmum. Ég þekki ömmu sem algerlega að henni óaðvitandi hefur dreift lífsleikni sinni víða út af mér. Því ég tala svo mikið við vini mína. Og með þessum skrifum hugsanlega enn víðar. Kvíði, kulnun og þunglyndi hrjáir okkar nútímasamfélag og ráðin liggja á hverju strái. Jákvæð sálfræði, Oprah, núvitund og hugleiðsla hefur t.a.m. sennilega aldrei verið meira stunduð en nú til að vinna á þessum andlegu meinum. Góða og lifaða amman getur ómögulega skilið af hverju það er verið að hafa svona miklar áhyggjur af öllu alltaf hreint. HVERJU ÞARFT ÞÚ AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF? Það er til mun auðveldari leið en að lesa bók um nýaldarheimspeki eða hlusta á endalaus hlaðvörp um hvernig þú verður besta útgáfan af sjálfum/ri þér. Við öllum þessum áhyggjum segir krullu amma: HÆTT´ESSU BARA, JÁ BARA STEIN HÆTT´ESSU. Þar höfum við lausnina kæru samlandar. Þótt ótrúlegt sé að þá virka þessi ömmu orð samt eins og svona kjaftshögg. Þegar niðurrifið sækir á hugann og neikvæðu raddirnar eru að ná yfirtökum þá getur amman bankað upp á og hellt þessum viskubrunni yfir þig. Það fyndna er er að ég veit að fólk í kringum mig hefur í alvörunni tekið ömmuna á sig þegar illa stendur á í huga þeirra. OG ÞAÐ VIRKAR. Það sem þessi ákveðnu, reiðu orð ömmunnar gera er nefnilega að færa mann út fyrir kollinn aðeins og spyrja sjálfan sig af hverju maður sé að hafa svona miklar áhyggjur, svona án gríns. Amman hleypir líka smá húmor inn í erfiða stund. Hún bara skilur ekkert í þér að vera í þessu volæði alltaf hreint. Hún hefur nú lifað í gegnum stríðsraunir og er bara að slaka á og prjóna en ekki velta sér upp úr; hvað ef hún hefði eða hvað ef hún ætti. Hættum´essu bara. Hættum að dæma okkur. Hættum að dæma aðra. Hættum að hafa áhyggjur af fortíðinni og framtíðinni þegar allt sem við höfum er þessi andardráttur. Já bara STEINHÆTTUM´ESSU.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar