Hætt'essu bara Friðrik Agni Árnason skrifar 16. janúar 2020 08:00 Það er sagt að maður skuli bera virðingu fyrir þeim sem eldri eru. Ég man sem unglingur að hafa dregið það oft í efa. Sérstaklega þegar mér fannst eldra fólk einstaklega dónalegt og dómhart þá skyldi ég ekki alveg af hverju það fólk ætti frekar virðingu mína skilið en einhver annar. Á maður bara að bera virðingu fyrir aldri fólks? Ég trúði og trúi því enn að virðing verði að vera gagnkvæm. Ég virði þig og þú virðir mig, skilyrðislaust. Stundum er samt augljóst þegar einhver hreinlega veit betur því hann/hún hefur lifað tímana tvenna. Góðar ömmur eru gott dæmi. Ég treysti ömmum. Ég þekki ömmu sem algerlega að henni óaðvitandi hefur dreift lífsleikni sinni víða út af mér. Því ég tala svo mikið við vini mína. Og með þessum skrifum hugsanlega enn víðar. Kvíði, kulnun og þunglyndi hrjáir okkar nútímasamfélag og ráðin liggja á hverju strái. Jákvæð sálfræði, Oprah, núvitund og hugleiðsla hefur t.a.m. sennilega aldrei verið meira stunduð en nú til að vinna á þessum andlegu meinum. Góða og lifaða amman getur ómögulega skilið af hverju það er verið að hafa svona miklar áhyggjur af öllu alltaf hreint. HVERJU ÞARFT ÞÚ AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF? Það er til mun auðveldari leið en að lesa bók um nýaldarheimspeki eða hlusta á endalaus hlaðvörp um hvernig þú verður besta útgáfan af sjálfum/ri þér. Við öllum þessum áhyggjum segir krullu amma: HÆTT´ESSU BARA, JÁ BARA STEIN HÆTT´ESSU. Þar höfum við lausnina kæru samlandar. Þótt ótrúlegt sé að þá virka þessi ömmu orð samt eins og svona kjaftshögg. Þegar niðurrifið sækir á hugann og neikvæðu raddirnar eru að ná yfirtökum þá getur amman bankað upp á og hellt þessum viskubrunni yfir þig. Það fyndna er er að ég veit að fólk í kringum mig hefur í alvörunni tekið ömmuna á sig þegar illa stendur á í huga þeirra. OG ÞAÐ VIRKAR. Það sem þessi ákveðnu, reiðu orð ömmunnar gera er nefnilega að færa mann út fyrir kollinn aðeins og spyrja sjálfan sig af hverju maður sé að hafa svona miklar áhyggjur, svona án gríns. Amman hleypir líka smá húmor inn í erfiða stund. Hún bara skilur ekkert í þér að vera í þessu volæði alltaf hreint. Hún hefur nú lifað í gegnum stríðsraunir og er bara að slaka á og prjóna en ekki velta sér upp úr; hvað ef hún hefði eða hvað ef hún ætti. Hættum´essu bara. Hættum að dæma okkur. Hættum að dæma aðra. Hættum að hafa áhyggjur af fortíðinni og framtíðinni þegar allt sem við höfum er þessi andardráttur. Já bara STEINHÆTTUM´ESSU. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sagt að maður skuli bera virðingu fyrir þeim sem eldri eru. Ég man sem unglingur að hafa dregið það oft í efa. Sérstaklega þegar mér fannst eldra fólk einstaklega dónalegt og dómhart þá skyldi ég ekki alveg af hverju það fólk ætti frekar virðingu mína skilið en einhver annar. Á maður bara að bera virðingu fyrir aldri fólks? Ég trúði og trúi því enn að virðing verði að vera gagnkvæm. Ég virði þig og þú virðir mig, skilyrðislaust. Stundum er samt augljóst þegar einhver hreinlega veit betur því hann/hún hefur lifað tímana tvenna. Góðar ömmur eru gott dæmi. Ég treysti ömmum. Ég þekki ömmu sem algerlega að henni óaðvitandi hefur dreift lífsleikni sinni víða út af mér. Því ég tala svo mikið við vini mína. Og með þessum skrifum hugsanlega enn víðar. Kvíði, kulnun og þunglyndi hrjáir okkar nútímasamfélag og ráðin liggja á hverju strái. Jákvæð sálfræði, Oprah, núvitund og hugleiðsla hefur t.a.m. sennilega aldrei verið meira stunduð en nú til að vinna á þessum andlegu meinum. Góða og lifaða amman getur ómögulega skilið af hverju það er verið að hafa svona miklar áhyggjur af öllu alltaf hreint. HVERJU ÞARFT ÞÚ AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF? Það er til mun auðveldari leið en að lesa bók um nýaldarheimspeki eða hlusta á endalaus hlaðvörp um hvernig þú verður besta útgáfan af sjálfum/ri þér. Við öllum þessum áhyggjum segir krullu amma: HÆTT´ESSU BARA, JÁ BARA STEIN HÆTT´ESSU. Þar höfum við lausnina kæru samlandar. Þótt ótrúlegt sé að þá virka þessi ömmu orð samt eins og svona kjaftshögg. Þegar niðurrifið sækir á hugann og neikvæðu raddirnar eru að ná yfirtökum þá getur amman bankað upp á og hellt þessum viskubrunni yfir þig. Það fyndna er er að ég veit að fólk í kringum mig hefur í alvörunni tekið ömmuna á sig þegar illa stendur á í huga þeirra. OG ÞAÐ VIRKAR. Það sem þessi ákveðnu, reiðu orð ömmunnar gera er nefnilega að færa mann út fyrir kollinn aðeins og spyrja sjálfan sig af hverju maður sé að hafa svona miklar áhyggjur, svona án gríns. Amman hleypir líka smá húmor inn í erfiða stund. Hún bara skilur ekkert í þér að vera í þessu volæði alltaf hreint. Hún hefur nú lifað í gegnum stríðsraunir og er bara að slaka á og prjóna en ekki velta sér upp úr; hvað ef hún hefði eða hvað ef hún ætti. Hættum´essu bara. Hættum að dæma okkur. Hættum að dæma aðra. Hættum að hafa áhyggjur af fortíðinni og framtíðinni þegar allt sem við höfum er þessi andardráttur. Já bara STEINHÆTTUM´ESSU.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar