Gunnhildur Arna á eftir að ákveða hvort hún krefjist bóta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. janúar 2020 13:15 Stefán Rafn Sigurbjörnsson var ráðinn í starfið. Gunnhildur Arna kærði ráðninguna þar sem hún taldi brotið á jafnréttislögum. Vísir Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála um að bankinn hafi brotið jafnréttislög þegar hann réð í starf upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaða-og dagskrárgerðarmaður sem kærði ráðninguna hefur ekki ákveðið hvort hún fari fram á bætur, mestu skipti að bankinn fari að lögum. Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem var birt í gær. Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn hefur gerst sekur um að brjóta jafnréttislög frá árinu 2012. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, kærði ráðninguna. Stefán Rafn var ráðinn í stöðuna í júní á síðasta ári en hann starfaði þá sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 51 sótti um starfið en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nægar líkur hafa verið leiddar að því að kæranda hafi verið mismunað á grundvelli kyns. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála kemur meðal annars fram fram að Gunnhildur sé með meiri menntun og reynslu af fjölmiðlum og kynningarstarfi en sá sem var ráðinn. Seðlabankinn hafi ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf upplýsingafulltrúa. Hins vegar er kröfu Gunnhildar um að Seðlabankinn greiði henni kostnað við kæruna hafnað þar sem ekki liggi að hún hafi orðið fyrir kostnaði vegna hennar. Í samtali við Fréttastofu sagðist Gunnhildur Arna vona að faglegt ráðningarferli verði tekið upp innan bankans og honum vegni betur í þeim málum undir nýrri yfirstjórn. Í jafnréttislögum kemur fram að sá sem brýtur gegn þeim sé skaðabótaskyldur samkvæmt almennum reglum. Þá megi dæma hlutaðeigandi til að greiða þeim sem misgert sé við, auk bóta fyrir fjártjón ef því sé að skipta, bætur vegna miska. Gunnhildur Arna sagði í morgun að hún hefði ekki tekið ákvörðun um hvort hún fari fram á bætur, það sem mestu máli skipti sé að bankinn vinni faglega og fari að lögum. Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála og er að fara yfir málið samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Jafnréttismál Seðlabankinn Vistaskipti Tengdar fréttir Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 13. janúar 2020 22:07 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála um að bankinn hafi brotið jafnréttislög þegar hann réð í starf upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaða-og dagskrárgerðarmaður sem kærði ráðninguna hefur ekki ákveðið hvort hún fari fram á bætur, mestu skipti að bankinn fari að lögum. Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem var birt í gær. Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn hefur gerst sekur um að brjóta jafnréttislög frá árinu 2012. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, kærði ráðninguna. Stefán Rafn var ráðinn í stöðuna í júní á síðasta ári en hann starfaði þá sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 51 sótti um starfið en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nægar líkur hafa verið leiddar að því að kæranda hafi verið mismunað á grundvelli kyns. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála kemur meðal annars fram fram að Gunnhildur sé með meiri menntun og reynslu af fjölmiðlum og kynningarstarfi en sá sem var ráðinn. Seðlabankinn hafi ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf upplýsingafulltrúa. Hins vegar er kröfu Gunnhildar um að Seðlabankinn greiði henni kostnað við kæruna hafnað þar sem ekki liggi að hún hafi orðið fyrir kostnaði vegna hennar. Í samtali við Fréttastofu sagðist Gunnhildur Arna vona að faglegt ráðningarferli verði tekið upp innan bankans og honum vegni betur í þeim málum undir nýrri yfirstjórn. Í jafnréttislögum kemur fram að sá sem brýtur gegn þeim sé skaðabótaskyldur samkvæmt almennum reglum. Þá megi dæma hlutaðeigandi til að greiða þeim sem misgert sé við, auk bóta fyrir fjártjón ef því sé að skipta, bætur vegna miska. Gunnhildur Arna sagði í morgun að hún hefði ekki tekið ákvörðun um hvort hún fari fram á bætur, það sem mestu máli skipti sé að bankinn vinni faglega og fari að lögum. Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála og er að fara yfir málið samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Jafnréttismál Seðlabankinn Vistaskipti Tengdar fréttir Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 13. janúar 2020 22:07 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 13. janúar 2020 22:07