Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2020 21:00 Bráðamóttakan hefur verið í brennidepli að undanförnu. Vísir/Vilhelm Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum „fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa „eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði.Í færslu á Facebook-lýsir Hafrún upplifun sinni af ástandinu á bráðamóttökunni. Þar sé ástandið ekki boðlegt fyrir neinn sem þangað komi, hvorki sjúklinga, aðstandendur né starfsfólkið sem þar starfar. Erfitt sé að benda á eitthvað eitt sem orsaki ástandið, heldur sé það „bara alveg rosalega margt.“ Í samtali við Vísi segir Hafrún að ástæða þess að hún hafi ritað færsluna sé sú að eftir síðustu heimsóknina á bráðamóttökuna, í upphafi nýs árs, hafi hún einfaldlega fengið nóg. „Maður er bara þreyttur á því að þetta sé svona. Ég fékk bara nóg og langaði að koma þessu á framfæri,“ segir Hafrún. Sat fyrir uppgefnum lækninum sem skoðaði gamlar niðurstöður Í færslunni, sem sjá má hér að neðan, nefnir hún dæmi um langa bið eftir niðurstöðum rannsókna og það hvernig tíma- og aðstöðuskortur hafi áhrif á starfsfólkið. Þannig hafi hún þurft að sitja fyrir lækni tíu tímum eftir komuna á bráðamóttöku til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá ættingjanum.„Ég sat fyrir lækninum (sem var ágætis maður b.t.w.) og bað hann vinsamlegast að upplýsa mig um stöðu mála. Hann opnaði tölvu þar sem ég gat séð niðurstöður rannsókna hjá fullt af fólki ef ég kærði mig um. Hann kíkti á niðurstöðunar og sagði mér sjúkdómsgreiningu. Ég vissi að sú sjúkdómsgreining var ekki rétt, einkennin voru bara alls ekki í takt við þann sjúkdóm og benti lækninum á það. Júbb, þetta var rétt hjá mér, hann var að skoða prufur sem tekar voru 4 mánuðum fyrr. Alveg uppgefinn bað hann mig afsökunar. Starfsfólk virðist ekki hafa tíma til að skoða sjúkrasögu fólks almennilega, upplýsingaflæðið milli starfsfólks virðist vera mjög ábótavant á köflum sem lýsir sér m.a. í því að upplýsingar sem aðstandendur og sjúklingar fá stangast stundum á í megin atriðum,“ skrifar Hafrún.Í þessu ástandi treysti hún ekki alveg starfseminni og finni hjá sér þörf til þess að vera „á vaktinni“ og athuga allt. Í samtali við Vísi ítrekar Hafrún það sem hún segir í færslunni, að hún sé ekki að setja út á starfsfólk bráðamóttökunnar, hún sé að setja út á hvernig kerfið virki sem skapað hafi þessar aðstæður. „Svo er það aðstaðan“ Skrif Hafrúnar ríma við það sem undanfarið hefur komið fram í ályktunum vaktstjóra á bráðamóttökunni, lækna og læknaráðs eftir að yirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum sagði að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við, til að mynda vegna þess hversu yfirfull bráðamóttakan væri. Hafrún kemur inn á plássleysið í færslunni og hvernig það hafi birst henni. „Svo er það aðstaðan, fárveikt fólk liggur á göngnum, fyrir allra augum undir skærum ljósum á sínum verstu stundum. Ein sjúkrastofan þarna er 9 manna og hún rúmar alla 9 bara alls ekki vel. Þar er fárveikt fólk í einni klessu og sjaldan eru ljósin slökt og eðlilega mikill umgangur, það þarf að sinna og tala við veikt fólk og aðstandendur líka á nóttunni. Þarna liggur fólk jafnvel í marga sólahringa. Engin gluggi, ekkert. Inn á þessari stofu eru persónuverndarlög margoft brotin. Ég hef oftar en ég kæri mig um heyrt samtal læknis og sjúklings þar sem læknir er að gefa sjúklingi sjúkdómsgreiningu, oft er verið að færa sjúklingi og jafnvel aðstandendum slæmar fréttir, slæmar fréttir sem aðrir heyra,“ skrifar Hafrún. Sumir sjúklingar þurfa að sætta sig við það að vera á göngunu,.Vísir/Vilhelm Eins og að bíða í tvö ár eftir nýjum slökkvibíl til að slökkva eld sem brennur Hafrún þekkir ágætlega til á Landspítalanum enda starfaði hún þar í fjölmörg ár. Þá segist hún heyrt allar mögulegar skýringar á því af hverju ástandið sé eins og það er. Þar á meðal þá sem gefin hefur verið að undanförnu sé sá að spítalinn sé fullur, það sé fráflæðisvandi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur meðal annars sagt að lausnin við því sé meðal annar sú að byggja fleiri hjúkrunarheimili sem geti tekið á móti sjúklingum sem liggja inni á Landspítalanum.Hafrún gefur hins vegar lítið fyrir þessar skýringar og segir að þær dugi einfaldlega ekki til.„Ég veit að það eru allir að gera sitt besta en þegar maður heyrir umræðu um hvernig eigi að laga þetta þá er það að byggja hjúkrunarheimili en þau verða ekki tilbúin fyrir einhver ár,“ segir hún í samtali við Vísi en í færslunni á Facebook líkti hún þessari lausn við slökkvistarf.„Húsið er byrjað að brenna og við horfum á og ætlum að hefja slökkvustörf þegar nýji brunabílinn kemur til landsins, eftir tvö ár! Við eigum ekki og getum ekki sætt okkur við þetta. Landspítalinn er eini staðurinn sem getur sinnt bráðveikum, gjörgæslu og slíku. Það verður bara að vera í lagi með þessa þjónustu. Það er hægt að sinna allskonar hlutum annarstaðar í kerfinu, fókusinn hlýtur að vera á þessa þætti. Þetta er bara fullkomlega óboðlegt,“ skrifar Hafrún sem brýnir fyrir þeim sem hafi eitthvað um málin að segja að gera eitthvað, og það sem fyrst.„Fullt af vinum mínum hér á Facebook hafa á einhvern hátt með málefni LSH að gera. Við ykkur segi ég, hysjið upp um ykkur og gerið eitthvað í þessu... núna, ekki eftir 2 ár.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. 13. janúar 2020 12:45 Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum „fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa „eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði.Í færslu á Facebook-lýsir Hafrún upplifun sinni af ástandinu á bráðamóttökunni. Þar sé ástandið ekki boðlegt fyrir neinn sem þangað komi, hvorki sjúklinga, aðstandendur né starfsfólkið sem þar starfar. Erfitt sé að benda á eitthvað eitt sem orsaki ástandið, heldur sé það „bara alveg rosalega margt.“ Í samtali við Vísi segir Hafrún að ástæða þess að hún hafi ritað færsluna sé sú að eftir síðustu heimsóknina á bráðamóttökuna, í upphafi nýs árs, hafi hún einfaldlega fengið nóg. „Maður er bara þreyttur á því að þetta sé svona. Ég fékk bara nóg og langaði að koma þessu á framfæri,“ segir Hafrún. Sat fyrir uppgefnum lækninum sem skoðaði gamlar niðurstöður Í færslunni, sem sjá má hér að neðan, nefnir hún dæmi um langa bið eftir niðurstöðum rannsókna og það hvernig tíma- og aðstöðuskortur hafi áhrif á starfsfólkið. Þannig hafi hún þurft að sitja fyrir lækni tíu tímum eftir komuna á bráðamóttöku til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá ættingjanum.„Ég sat fyrir lækninum (sem var ágætis maður b.t.w.) og bað hann vinsamlegast að upplýsa mig um stöðu mála. Hann opnaði tölvu þar sem ég gat séð niðurstöður rannsókna hjá fullt af fólki ef ég kærði mig um. Hann kíkti á niðurstöðunar og sagði mér sjúkdómsgreiningu. Ég vissi að sú sjúkdómsgreining var ekki rétt, einkennin voru bara alls ekki í takt við þann sjúkdóm og benti lækninum á það. Júbb, þetta var rétt hjá mér, hann var að skoða prufur sem tekar voru 4 mánuðum fyrr. Alveg uppgefinn bað hann mig afsökunar. Starfsfólk virðist ekki hafa tíma til að skoða sjúkrasögu fólks almennilega, upplýsingaflæðið milli starfsfólks virðist vera mjög ábótavant á köflum sem lýsir sér m.a. í því að upplýsingar sem aðstandendur og sjúklingar fá stangast stundum á í megin atriðum,“ skrifar Hafrún.Í þessu ástandi treysti hún ekki alveg starfseminni og finni hjá sér þörf til þess að vera „á vaktinni“ og athuga allt. Í samtali við Vísi ítrekar Hafrún það sem hún segir í færslunni, að hún sé ekki að setja út á starfsfólk bráðamóttökunnar, hún sé að setja út á hvernig kerfið virki sem skapað hafi þessar aðstæður. „Svo er það aðstaðan“ Skrif Hafrúnar ríma við það sem undanfarið hefur komið fram í ályktunum vaktstjóra á bráðamóttökunni, lækna og læknaráðs eftir að yirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum sagði að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við, til að mynda vegna þess hversu yfirfull bráðamóttakan væri. Hafrún kemur inn á plássleysið í færslunni og hvernig það hafi birst henni. „Svo er það aðstaðan, fárveikt fólk liggur á göngnum, fyrir allra augum undir skærum ljósum á sínum verstu stundum. Ein sjúkrastofan þarna er 9 manna og hún rúmar alla 9 bara alls ekki vel. Þar er fárveikt fólk í einni klessu og sjaldan eru ljósin slökt og eðlilega mikill umgangur, það þarf að sinna og tala við veikt fólk og aðstandendur líka á nóttunni. Þarna liggur fólk jafnvel í marga sólahringa. Engin gluggi, ekkert. Inn á þessari stofu eru persónuverndarlög margoft brotin. Ég hef oftar en ég kæri mig um heyrt samtal læknis og sjúklings þar sem læknir er að gefa sjúklingi sjúkdómsgreiningu, oft er verið að færa sjúklingi og jafnvel aðstandendum slæmar fréttir, slæmar fréttir sem aðrir heyra,“ skrifar Hafrún. Sumir sjúklingar þurfa að sætta sig við það að vera á göngunu,.Vísir/Vilhelm Eins og að bíða í tvö ár eftir nýjum slökkvibíl til að slökkva eld sem brennur Hafrún þekkir ágætlega til á Landspítalanum enda starfaði hún þar í fjölmörg ár. Þá segist hún heyrt allar mögulegar skýringar á því af hverju ástandið sé eins og það er. Þar á meðal þá sem gefin hefur verið að undanförnu sé sá að spítalinn sé fullur, það sé fráflæðisvandi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur meðal annars sagt að lausnin við því sé meðal annar sú að byggja fleiri hjúkrunarheimili sem geti tekið á móti sjúklingum sem liggja inni á Landspítalanum.Hafrún gefur hins vegar lítið fyrir þessar skýringar og segir að þær dugi einfaldlega ekki til.„Ég veit að það eru allir að gera sitt besta en þegar maður heyrir umræðu um hvernig eigi að laga þetta þá er það að byggja hjúkrunarheimili en þau verða ekki tilbúin fyrir einhver ár,“ segir hún í samtali við Vísi en í færslunni á Facebook líkti hún þessari lausn við slökkvistarf.„Húsið er byrjað að brenna og við horfum á og ætlum að hefja slökkvustörf þegar nýji brunabílinn kemur til landsins, eftir tvö ár! Við eigum ekki og getum ekki sætt okkur við þetta. Landspítalinn er eini staðurinn sem getur sinnt bráðveikum, gjörgæslu og slíku. Það verður bara að vera í lagi með þessa þjónustu. Það er hægt að sinna allskonar hlutum annarstaðar í kerfinu, fókusinn hlýtur að vera á þessa þætti. Þetta er bara fullkomlega óboðlegt,“ skrifar Hafrún sem brýnir fyrir þeim sem hafi eitthvað um málin að segja að gera eitthvað, og það sem fyrst.„Fullt af vinum mínum hér á Facebook hafa á einhvern hátt með málefni LSH að gera. Við ykkur segi ég, hysjið upp um ykkur og gerið eitthvað í þessu... núna, ekki eftir 2 ár.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. 13. janúar 2020 12:45 Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38
Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30
Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54
Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00
Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. 13. janúar 2020 12:45
Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06