Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2020 17:06 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. Þetta kemur fram í færslu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Facebook í dag þar sem hún bregst við ummælum um meintan niðurskurð fjárframlaga til spítalans. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu en í morgun sendi þingflokkur Samfylkingarinnar meðal annars frá sér ályktun þar sem staðan er hörmuð og ríkisstjórnin hvött til að bregðast við ástandinu strax. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að íslensk stjórnvöld hafi tekið pólitíska ákvörðun um að setja ekki nægt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Svandís segir allt tal um niðurskurð fjárframlaga til Landspítalans í besta falli vera byggt á misskilningi. Engin niðurskurðarkrafa hefur verið gerð á Landspítala af minni hálfu á kjörtímabilinu. Landspítalinn hefur þó þurft að bregðast við hallarekstri til þess að hagræða eftir að rekstur spítalans fór verulega fram úr þeim stórauknu heimildum sem stofnunin hefur fengið undanfarin ár á fjárlögum,“ skrifar Svandís í færslu sinni. Ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að styrkja heilbrigðiskerfið með ýmsum ráðum. Þær áherslur endurspeglist meðal annars í nýrri heilbrigðisstefnu þar sem til að mynda er lögð áhersla á að efla heilsugæsluna. „Fjárframlög til þjónustunnar nemur 19.5% á kjörtímabilinu auk þess sem hlutverk og staða heilsugæslunnar í þjónustunni um allt land hefur verið styrkt og skilgreind enn betur en áður var,“ skrifar Svandís. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. Þetta kemur fram í færslu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Facebook í dag þar sem hún bregst við ummælum um meintan niðurskurð fjárframlaga til spítalans. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu en í morgun sendi þingflokkur Samfylkingarinnar meðal annars frá sér ályktun þar sem staðan er hörmuð og ríkisstjórnin hvött til að bregðast við ástandinu strax. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að íslensk stjórnvöld hafi tekið pólitíska ákvörðun um að setja ekki nægt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Svandís segir allt tal um niðurskurð fjárframlaga til Landspítalans í besta falli vera byggt á misskilningi. Engin niðurskurðarkrafa hefur verið gerð á Landspítala af minni hálfu á kjörtímabilinu. Landspítalinn hefur þó þurft að bregðast við hallarekstri til þess að hagræða eftir að rekstur spítalans fór verulega fram úr þeim stórauknu heimildum sem stofnunin hefur fengið undanfarin ár á fjárlögum,“ skrifar Svandís í færslu sinni. Ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að styrkja heilbrigðiskerfið með ýmsum ráðum. Þær áherslur endurspeglist meðal annars í nýrri heilbrigðisstefnu þar sem til að mynda er lögð áhersla á að efla heilsugæsluna. „Fjárframlög til þjónustunnar nemur 19.5% á kjörtímabilinu auk þess sem hlutverk og staða heilsugæslunnar í þjónustunni um allt land hefur verið styrkt og skilgreind enn betur en áður var,“ skrifar Svandís.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira