Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2020 15:17 Helga Björg Eiríksdóttir, húsmóðir og harðfiskverkandi á Borgarfirði eystra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Íbúar Borgarfjarðar máttu búa við það í tæpt ár fram á mitt ár 2018 að hafa enga matvöruverslun og þurftu þá að keyra sjötíu kílómetra vegalengd til Egilsstaða til að kaupa í matinn. En svo fóru aftur að berast vörusendingar. Búðin lifnaði við að nýju. Bryndís Snjólfsdóttir annast afgreiðslu í Búðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég held að það séu allir mjög ánægðir með það. Og vel sótt. Þetta var bara mjög lélegt að hafa ekki búð hérna í heilan vetur. Þurftum að fara í Egilsstaði til að versla,“ segir Bryndís Snjólfsdóttir, sem var við afgreiðslu í Búðinni. Opnunartími er venjulega bara tveir tímar síðdegis og bara þrjá daga í viku yfir háveturinn. „Það var stórsigur að fá aftur búð á staðinn. Mér fannst það alveg hræðilegur tími, - það var einn vetur sem var lokað og við höfðum enga búð. Það var alveg skelfilegur tími,“ segir Helga Björg Eiríksdóttir, húsmóðir á Borgarfirði. Jakob Sigurðsson oddviti kemur með vörur í Búðina en hann annast farþega- og vöruflutninga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búðin á Borgarfirði er ein sex verslana í strjálbýli sem ríkisvaldið ákvað að styðja með sérstöku framlagi en jafnframt kom til samhent átak sjötíu manna hóps. „Þetta var eitt verkefnið í Brothættum byggðum, sem hafðist í gegn, með bara stuðningi allra heimamanna og burtfluttra Borgfirðinga. Bara samhentur hópur sem stóð saman að þessu,“ segir Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri. Jakob oddviti: Samhent átak, jafn heimamanna sem brottfluttra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Og þetta er ekki bara búð. „Upplýsingamiðstöð. Og hér kemur fólkið saman og fær sér kaffisopa hérna fram í kaffihorninu og spjallar um lífið og tilveruna,“ segir Bryndís. „Svoleiðis að ég gleðst, var mjög glöð þegar var opnuð hérna búð, og versla allt hér,“ segir húsmóðirin Helga Björg, sem segist ekki einu sinni gera helgarinnkaupin á Egilsstöðum. „Né, ég er alveg trú búðinni hér, algjörlega bara.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Verslun Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Íbúar Borgarfjarðar máttu búa við það í tæpt ár fram á mitt ár 2018 að hafa enga matvöruverslun og þurftu þá að keyra sjötíu kílómetra vegalengd til Egilsstaða til að kaupa í matinn. En svo fóru aftur að berast vörusendingar. Búðin lifnaði við að nýju. Bryndís Snjólfsdóttir annast afgreiðslu í Búðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég held að það séu allir mjög ánægðir með það. Og vel sótt. Þetta var bara mjög lélegt að hafa ekki búð hérna í heilan vetur. Þurftum að fara í Egilsstaði til að versla,“ segir Bryndís Snjólfsdóttir, sem var við afgreiðslu í Búðinni. Opnunartími er venjulega bara tveir tímar síðdegis og bara þrjá daga í viku yfir háveturinn. „Það var stórsigur að fá aftur búð á staðinn. Mér fannst það alveg hræðilegur tími, - það var einn vetur sem var lokað og við höfðum enga búð. Það var alveg skelfilegur tími,“ segir Helga Björg Eiríksdóttir, húsmóðir á Borgarfirði. Jakob Sigurðsson oddviti kemur með vörur í Búðina en hann annast farþega- og vöruflutninga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búðin á Borgarfirði er ein sex verslana í strjálbýli sem ríkisvaldið ákvað að styðja með sérstöku framlagi en jafnframt kom til samhent átak sjötíu manna hóps. „Þetta var eitt verkefnið í Brothættum byggðum, sem hafðist í gegn, með bara stuðningi allra heimamanna og burtfluttra Borgfirðinga. Bara samhentur hópur sem stóð saman að þessu,“ segir Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri. Jakob oddviti: Samhent átak, jafn heimamanna sem brottfluttra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Og þetta er ekki bara búð. „Upplýsingamiðstöð. Og hér kemur fólkið saman og fær sér kaffisopa hérna fram í kaffihorninu og spjallar um lífið og tilveruna,“ segir Bryndís. „Svoleiðis að ég gleðst, var mjög glöð þegar var opnuð hérna búð, og versla allt hér,“ segir húsmóðirin Helga Björg, sem segist ekki einu sinni gera helgarinnkaupin á Egilsstöðum. „Né, ég er alveg trú búðinni hér, algjörlega bara.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Verslun Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30
Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40