Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 11:39 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra kveðst vona að Ísland komist af gráum peningaþvættislista í október. Það er nokkuð seinna en vonast var til í fyrstu. Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. Ísland var í október sett á gráan lista FATF-hópsins svokallaða, yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fór yfir stöðu málsins á ríkisstjórnarfundi í gær. „Við erum á leiðinni inn á fund í febrúar þar sem fyrsta úttekt fer fram eftir að við vorum grálistuð. Við erum auðvitað á fullu að vinna við þær athugasemdir sem gerðar voru, þær þrjár sem útaf stóðu þegar við erum sett á þennan gráa lista,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Hún segir áhrifin af veru Íslands á gráa listanum hafa verið óveruleg til þessa. „Þetta hefur ekki haft miklar afleiðingar fyrir okkur. Þær upplýsingar hafa komið núna frá Seðlabanka Íslands meðal annars, að þetta hefur ekki haft mikil áhrif sem betur fer hér á landi,“ segir Áslaug. Óveruleg áhrif enn sem komið er Í tilkynningu sem barst frá Seðlabanka Íslands í dag kemur fram að ákvörðun FATF um að setja Ísland á gráan lista hafi enn sem komið er ekki hafa áhrif á starfsemi vátryggingafélaga, lífeyrissjóða, Kauphallarinnar og Nasdaq verðbréfamiðstöðvar. Fréttir hafa þó borist af því að til að mynda hafi erlend verðbréfafyrirtæki slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna grálistunarinnar, líkt og Fréttablaðið greindi frá í nóvember. „Enn eru auðvitað ýmis verk fyrir höndum en við vorum að fá fyrstu niðurstöðu frá hópnum sem er jákvæður og segir þetta ganga vel að komast út úr þessum þremur atriðum sem útaf stóðu,“ segir Áslaug. FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári. Það er í febrúar, í júní og í október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Það hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, áður sagt óraunhæfar væntingar. Hún er framsögumaður frumkvæðisathugunar nefndarinnar sem stendur yfir vegna málsins. Áður fór Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fyrir málinu í nefndinni en hann situr ekki lengur í nefndinni eftir að breytingar voru gerðar á nefndaskipan eftir að Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna. Samherjamálið hafi ekki áhrif „Það eru þarna kerfi sem að þurfa að taka gildi og við munum ekki klára fyrr en um mánaðamótin kannski apríl maí eins og nýtt peningaþvættiskerfi fyrir lögregluna sem tekur bara tíma í innleiðingu. Þannig að ég bind vonir við það að það verði hægt að fara í vettvangsathugun hér í júní og síðan taka okkur af listanum í lok árs á fundinum í október,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún Samherjamálið ekki hafa áhrif á veru Íslands á listanum. „Það er verið að tala um hvernig kerfið okkar er byggt upp, hvaða reglur vantar, hvaða umgjörð og annað slíkt,“ segir Áslaug. Fyrst og fremst sé verið að bregðast við því. „Það er ekkert annað sem mun hafa áhrif á það. En í því máli sem þú nefnir þá virðist það nú af þeim myndum og þáttum sem maður hefur séð um það, að það eigi sér stað annars staðar en á Íslandi,“ segir Áslaug. Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Dómsmálaráðherra kveðst vona að Ísland komist af gráum peningaþvættislista í október. Það er nokkuð seinna en vonast var til í fyrstu. Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. Ísland var í október sett á gráan lista FATF-hópsins svokallaða, yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fór yfir stöðu málsins á ríkisstjórnarfundi í gær. „Við erum á leiðinni inn á fund í febrúar þar sem fyrsta úttekt fer fram eftir að við vorum grálistuð. Við erum auðvitað á fullu að vinna við þær athugasemdir sem gerðar voru, þær þrjár sem útaf stóðu þegar við erum sett á þennan gráa lista,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Hún segir áhrifin af veru Íslands á gráa listanum hafa verið óveruleg til þessa. „Þetta hefur ekki haft miklar afleiðingar fyrir okkur. Þær upplýsingar hafa komið núna frá Seðlabanka Íslands meðal annars, að þetta hefur ekki haft mikil áhrif sem betur fer hér á landi,“ segir Áslaug. Óveruleg áhrif enn sem komið er Í tilkynningu sem barst frá Seðlabanka Íslands í dag kemur fram að ákvörðun FATF um að setja Ísland á gráan lista hafi enn sem komið er ekki hafa áhrif á starfsemi vátryggingafélaga, lífeyrissjóða, Kauphallarinnar og Nasdaq verðbréfamiðstöðvar. Fréttir hafa þó borist af því að til að mynda hafi erlend verðbréfafyrirtæki slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna grálistunarinnar, líkt og Fréttablaðið greindi frá í nóvember. „Enn eru auðvitað ýmis verk fyrir höndum en við vorum að fá fyrstu niðurstöðu frá hópnum sem er jákvæður og segir þetta ganga vel að komast út úr þessum þremur atriðum sem útaf stóðu,“ segir Áslaug. FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári. Það er í febrúar, í júní og í október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Það hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, áður sagt óraunhæfar væntingar. Hún er framsögumaður frumkvæðisathugunar nefndarinnar sem stendur yfir vegna málsins. Áður fór Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fyrir málinu í nefndinni en hann situr ekki lengur í nefndinni eftir að breytingar voru gerðar á nefndaskipan eftir að Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna. Samherjamálið hafi ekki áhrif „Það eru þarna kerfi sem að þurfa að taka gildi og við munum ekki klára fyrr en um mánaðamótin kannski apríl maí eins og nýtt peningaþvættiskerfi fyrir lögregluna sem tekur bara tíma í innleiðingu. Þannig að ég bind vonir við það að það verði hægt að fara í vettvangsathugun hér í júní og síðan taka okkur af listanum í lok árs á fundinum í október,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún Samherjamálið ekki hafa áhrif á veru Íslands á listanum. „Það er verið að tala um hvernig kerfið okkar er byggt upp, hvaða reglur vantar, hvaða umgjörð og annað slíkt,“ segir Áslaug. Fyrst og fremst sé verið að bregðast við því. „Það er ekkert annað sem mun hafa áhrif á það. En í því máli sem þú nefnir þá virðist það nú af þeim myndum og þáttum sem maður hefur séð um það, að það eigi sér stað annars staðar en á Íslandi,“ segir Áslaug.
Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent