Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 10:49 Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, og Sunna Jónína Sigurðardóttir, eiginkona hans, eru við öllu búin ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. Þau eru búin að pakka í ferðatösku og koma henni úti í bíl og eru líka með lítinn poka tilbúinn með helstu nauðsynjum. Hjalti segir að sér og fjölskyldu hafi liðið talsvert betur eftir íbúafundinn í bænum í gær þar sem farið yfir allar mögulegar sviðsmyndir og íbúar gátu spurt út í það sem þeim liggur á hjarta og hafa áhyggjur af vegna óvissustigsins sem lýst hefur verið yfir. Það var á sunnudag sem ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu fjallið og gerir versta mögulega sviðsmyndin ráð fyrir hraungosi á nokkurra kílómetra langri sprungu. Rætt var við Hjalta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður að því hvort hann væri órólegur vegna ástandsins. „Bæði og. Það er meiri afneitun í gangi en eitthvað annað. Ég stend út í bílskúr núna að rífa niður kassana sem ég var að klára að tæma eftir að vera nýfluttur hingað inn en að svona að mestu leyti þá er erfitt að átta sig nákvæmlega á hvað þetta þýðir eða þýðir ekki,“ sagði Hjalti. Frá íbúafundinum í Grindavík í gær þar sem það var fullt út úr dyrum.Vísir/Egill Sniðugt að vera í það minnsta með listann tilbúinn Hann sagði að það hefði verið minnst á það á íbúafundinum í gær að það væri sniðugt að vera með í það minnsta lista tilbúinn með nauðsynjahlutum sem vilja gleymast, eins og lyf, gleraugu og fleira. „Konan mín er nefnilega mjög dugleg að útbúa lista þannig að hún var búin að gera þetta fyrir fram og búin að pakka í töskurnar og senda mig út í bíl með þær,“ sagði Hjalti. Hann sagði gott að vita að væri frekar von á hraungosi heldur en annars konar gosi. „Það er gott að vita. Þeir telja sig fá talsverðan viðvörunartíma eða aðdraganda áður en gosið verður. Sömuleiðis áætla þeir að það sé hinu megin við Þorbjörninn þar sem stærstu sprungurnar myndast þannig að það er gott að vita af því. Það eru þrjár leiðir út úr bænum. Ein af þeim er í gegnum gosstöðvarnar, hin út á Reykjanesið og ein er Suðurstrandarvegurinn. Við tækjum þá leið.“ Þá hefði honum og fjölskyldu liðið talsvert betur eftir íbúafundinn. „Vegna þess það var farið vel yfir gosmöguleikana og það var róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos heldur yrði þetta þá bara hraungos. Vitandi það þá líður manni strax betur.“ Hjalti og Sunna réðust í það verkefni ásamt foreldrum Hjalta og systkinum að byggja sex einbýlishús í Grindavík. Fylgst var með í ferlinu í þættinum Gulli byggir á Stöð 2 og má hér fyrir neðan sjá klippu úr þættinum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, og Sunna Jónína Sigurðardóttir, eiginkona hans, eru við öllu búin ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. Þau eru búin að pakka í ferðatösku og koma henni úti í bíl og eru líka með lítinn poka tilbúinn með helstu nauðsynjum. Hjalti segir að sér og fjölskyldu hafi liðið talsvert betur eftir íbúafundinn í bænum í gær þar sem farið yfir allar mögulegar sviðsmyndir og íbúar gátu spurt út í það sem þeim liggur á hjarta og hafa áhyggjur af vegna óvissustigsins sem lýst hefur verið yfir. Það var á sunnudag sem ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu fjallið og gerir versta mögulega sviðsmyndin ráð fyrir hraungosi á nokkurra kílómetra langri sprungu. Rætt var við Hjalta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður að því hvort hann væri órólegur vegna ástandsins. „Bæði og. Það er meiri afneitun í gangi en eitthvað annað. Ég stend út í bílskúr núna að rífa niður kassana sem ég var að klára að tæma eftir að vera nýfluttur hingað inn en að svona að mestu leyti þá er erfitt að átta sig nákvæmlega á hvað þetta þýðir eða þýðir ekki,“ sagði Hjalti. Frá íbúafundinum í Grindavík í gær þar sem það var fullt út úr dyrum.Vísir/Egill Sniðugt að vera í það minnsta með listann tilbúinn Hann sagði að það hefði verið minnst á það á íbúafundinum í gær að það væri sniðugt að vera með í það minnsta lista tilbúinn með nauðsynjahlutum sem vilja gleymast, eins og lyf, gleraugu og fleira. „Konan mín er nefnilega mjög dugleg að útbúa lista þannig að hún var búin að gera þetta fyrir fram og búin að pakka í töskurnar og senda mig út í bíl með þær,“ sagði Hjalti. Hann sagði gott að vita að væri frekar von á hraungosi heldur en annars konar gosi. „Það er gott að vita. Þeir telja sig fá talsverðan viðvörunartíma eða aðdraganda áður en gosið verður. Sömuleiðis áætla þeir að það sé hinu megin við Þorbjörninn þar sem stærstu sprungurnar myndast þannig að það er gott að vita af því. Það eru þrjár leiðir út úr bænum. Ein af þeim er í gegnum gosstöðvarnar, hin út á Reykjanesið og ein er Suðurstrandarvegurinn. Við tækjum þá leið.“ Þá hefði honum og fjölskyldu liðið talsvert betur eftir íbúafundinn. „Vegna þess það var farið vel yfir gosmöguleikana og það var róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos heldur yrði þetta þá bara hraungos. Vitandi það þá líður manni strax betur.“ Hjalti og Sunna réðust í það verkefni ásamt foreldrum Hjalta og systkinum að byggja sex einbýlishús í Grindavík. Fylgst var með í ferlinu í þættinum Gulli byggir á Stöð 2 og má hér fyrir neðan sjá klippu úr þættinum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15
Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38
Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31