Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 10:49 Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, og Sunna Jónína Sigurðardóttir, eiginkona hans, eru við öllu búin ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. Þau eru búin að pakka í ferðatösku og koma henni úti í bíl og eru líka með lítinn poka tilbúinn með helstu nauðsynjum. Hjalti segir að sér og fjölskyldu hafi liðið talsvert betur eftir íbúafundinn í bænum í gær þar sem farið yfir allar mögulegar sviðsmyndir og íbúar gátu spurt út í það sem þeim liggur á hjarta og hafa áhyggjur af vegna óvissustigsins sem lýst hefur verið yfir. Það var á sunnudag sem ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu fjallið og gerir versta mögulega sviðsmyndin ráð fyrir hraungosi á nokkurra kílómetra langri sprungu. Rætt var við Hjalta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður að því hvort hann væri órólegur vegna ástandsins. „Bæði og. Það er meiri afneitun í gangi en eitthvað annað. Ég stend út í bílskúr núna að rífa niður kassana sem ég var að klára að tæma eftir að vera nýfluttur hingað inn en að svona að mestu leyti þá er erfitt að átta sig nákvæmlega á hvað þetta þýðir eða þýðir ekki,“ sagði Hjalti. Frá íbúafundinum í Grindavík í gær þar sem það var fullt út úr dyrum.Vísir/Egill Sniðugt að vera í það minnsta með listann tilbúinn Hann sagði að það hefði verið minnst á það á íbúafundinum í gær að það væri sniðugt að vera með í það minnsta lista tilbúinn með nauðsynjahlutum sem vilja gleymast, eins og lyf, gleraugu og fleira. „Konan mín er nefnilega mjög dugleg að útbúa lista þannig að hún var búin að gera þetta fyrir fram og búin að pakka í töskurnar og senda mig út í bíl með þær,“ sagði Hjalti. Hann sagði gott að vita að væri frekar von á hraungosi heldur en annars konar gosi. „Það er gott að vita. Þeir telja sig fá talsverðan viðvörunartíma eða aðdraganda áður en gosið verður. Sömuleiðis áætla þeir að það sé hinu megin við Þorbjörninn þar sem stærstu sprungurnar myndast þannig að það er gott að vita af því. Það eru þrjár leiðir út úr bænum. Ein af þeim er í gegnum gosstöðvarnar, hin út á Reykjanesið og ein er Suðurstrandarvegurinn. Við tækjum þá leið.“ Þá hefði honum og fjölskyldu liðið talsvert betur eftir íbúafundinn. „Vegna þess það var farið vel yfir gosmöguleikana og það var róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos heldur yrði þetta þá bara hraungos. Vitandi það þá líður manni strax betur.“ Hjalti og Sunna réðust í það verkefni ásamt foreldrum Hjalta og systkinum að byggja sex einbýlishús í Grindavík. Fylgst var með í ferlinu í þættinum Gulli byggir á Stöð 2 og má hér fyrir neðan sjá klippu úr þættinum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, og Sunna Jónína Sigurðardóttir, eiginkona hans, eru við öllu búin ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. Þau eru búin að pakka í ferðatösku og koma henni úti í bíl og eru líka með lítinn poka tilbúinn með helstu nauðsynjum. Hjalti segir að sér og fjölskyldu hafi liðið talsvert betur eftir íbúafundinn í bænum í gær þar sem farið yfir allar mögulegar sviðsmyndir og íbúar gátu spurt út í það sem þeim liggur á hjarta og hafa áhyggjur af vegna óvissustigsins sem lýst hefur verið yfir. Það var á sunnudag sem ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu fjallið og gerir versta mögulega sviðsmyndin ráð fyrir hraungosi á nokkurra kílómetra langri sprungu. Rætt var við Hjalta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður að því hvort hann væri órólegur vegna ástandsins. „Bæði og. Það er meiri afneitun í gangi en eitthvað annað. Ég stend út í bílskúr núna að rífa niður kassana sem ég var að klára að tæma eftir að vera nýfluttur hingað inn en að svona að mestu leyti þá er erfitt að átta sig nákvæmlega á hvað þetta þýðir eða þýðir ekki,“ sagði Hjalti. Frá íbúafundinum í Grindavík í gær þar sem það var fullt út úr dyrum.Vísir/Egill Sniðugt að vera í það minnsta með listann tilbúinn Hann sagði að það hefði verið minnst á það á íbúafundinum í gær að það væri sniðugt að vera með í það minnsta lista tilbúinn með nauðsynjahlutum sem vilja gleymast, eins og lyf, gleraugu og fleira. „Konan mín er nefnilega mjög dugleg að útbúa lista þannig að hún var búin að gera þetta fyrir fram og búin að pakka í töskurnar og senda mig út í bíl með þær,“ sagði Hjalti. Hann sagði gott að vita að væri frekar von á hraungosi heldur en annars konar gosi. „Það er gott að vita. Þeir telja sig fá talsverðan viðvörunartíma eða aðdraganda áður en gosið verður. Sömuleiðis áætla þeir að það sé hinu megin við Þorbjörninn þar sem stærstu sprungurnar myndast þannig að það er gott að vita af því. Það eru þrjár leiðir út úr bænum. Ein af þeim er í gegnum gosstöðvarnar, hin út á Reykjanesið og ein er Suðurstrandarvegurinn. Við tækjum þá leið.“ Þá hefði honum og fjölskyldu liðið talsvert betur eftir íbúafundinn. „Vegna þess það var farið vel yfir gosmöguleikana og það var róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos heldur yrði þetta þá bara hraungos. Vitandi það þá líður manni strax betur.“ Hjalti og Sunna réðust í það verkefni ásamt foreldrum Hjalta og systkinum að byggja sex einbýlishús í Grindavík. Fylgst var með í ferlinu í þættinum Gulli byggir á Stöð 2 og má hér fyrir neðan sjá klippu úr þættinum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15
Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38
Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31