Hugur Ármanns hjá vinabænum Wuhan Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. janúar 2020 09:39 Ómar Stefánsson, Liam Peng og Gunnar I. Birgisson ásamt öðrum fulltrúm Kópavogs og Wuhan við undirritunina árið 2007. Kópavogsbær Bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir hug sinn hafa verið hjá Wuhan-borg að undanförnu. Kópavogur og Wuhan undirrituðu vinabæjarsamband haustið 2007 og hafa sveitarfélögin sent fulltrúa sín á milli, síðast árið 2017. Wuhan er nú í eldlínunni vegna skæðrar kórónaveiru sem kennd er við borgina og segist bæjarstjóri Kópavogs vona að þarlendum stjórnvöldum takist að ráða niðurlögum faraldursins, sem dregið hefur rúmlega 100 manns til dauða. Gunnar I. Birgisson og Ómar Stefánsson, þáverandi bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Kópavogs, undirrituðu vinabæjarsambandið við Wuhan-borg ásamt Peng Lemin, sem þá gegndi stöðu aðalframkvæmdastjóra fastanefndar kínversku borgarinnar. Undirritunin fór fram í Gerðasafni í september 2007 en þá stóð yfir kínversk menningarhátíð í Kópavogi og gátu gestir hátíðarinnar meðal annars séð hinar ýmsu minjar frá nýja vinabænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.Vísir/Vilhelm Tilgangur vinabæjarsambandsins var að efla „gagnkvæman skilning og vináttu þjóða Kína og Íslands“ og var ætlunin að koma á reglulegum samskiptum milli sveitarfélaganna tveggja - „til að greiða fyrir viðræðum um samstarf og heimsóknir auk sameiginlegra hagsmuna og hugðarefna.“ Það er þó ekki hægt að segja að samgangurinn milli borganna hafi verið mikill frá undirrituninni í Gerðasafni. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hafa fulltrúar Wuhan-borgar tvívegis heimsótt Kópavog, árið 2013 og 2017, auk þess sem fulltrúi Bæjarstjórnar Kópavogs fór til Wuhan árið 2008. Þrátt fyrir stopult samband segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, að hugur hans hafi leitað til vinabæjarins í austri síðustu daga. Fjölmiðlar hafa verið undirlagðir fréttum af skæðri veiru sem átti upptök sín í Wuhan, borgin er í hálfgerðri einangrun og hefur verið tekin ákvörðun um að reisa þar tvo nýja spítala til að hlúa að hinum sjúku. „Ég hef hugsað til Wuhan undanfarið, borgin er okkar vinabær og ástandið þar er alvarlegt,“ segir Ármann. „Vonandi tekst stjórnvöldum að ná tökum á þessari skæðu pest.“ Kína Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan verður vinabær Kópavogs Vinabæjarsamband var í dag undirritað milli Wuhan borg í Hubei héraði í Kína. Stefnt er að því að auka gagnkvæman skilning og vináttu þjóðanna tveggja. 29. september 2007 15:34 Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir hug sinn hafa verið hjá Wuhan-borg að undanförnu. Kópavogur og Wuhan undirrituðu vinabæjarsamband haustið 2007 og hafa sveitarfélögin sent fulltrúa sín á milli, síðast árið 2017. Wuhan er nú í eldlínunni vegna skæðrar kórónaveiru sem kennd er við borgina og segist bæjarstjóri Kópavogs vona að þarlendum stjórnvöldum takist að ráða niðurlögum faraldursins, sem dregið hefur rúmlega 100 manns til dauða. Gunnar I. Birgisson og Ómar Stefánsson, þáverandi bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Kópavogs, undirrituðu vinabæjarsambandið við Wuhan-borg ásamt Peng Lemin, sem þá gegndi stöðu aðalframkvæmdastjóra fastanefndar kínversku borgarinnar. Undirritunin fór fram í Gerðasafni í september 2007 en þá stóð yfir kínversk menningarhátíð í Kópavogi og gátu gestir hátíðarinnar meðal annars séð hinar ýmsu minjar frá nýja vinabænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.Vísir/Vilhelm Tilgangur vinabæjarsambandsins var að efla „gagnkvæman skilning og vináttu þjóða Kína og Íslands“ og var ætlunin að koma á reglulegum samskiptum milli sveitarfélaganna tveggja - „til að greiða fyrir viðræðum um samstarf og heimsóknir auk sameiginlegra hagsmuna og hugðarefna.“ Það er þó ekki hægt að segja að samgangurinn milli borganna hafi verið mikill frá undirrituninni í Gerðasafni. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hafa fulltrúar Wuhan-borgar tvívegis heimsótt Kópavog, árið 2013 og 2017, auk þess sem fulltrúi Bæjarstjórnar Kópavogs fór til Wuhan árið 2008. Þrátt fyrir stopult samband segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, að hugur hans hafi leitað til vinabæjarins í austri síðustu daga. Fjölmiðlar hafa verið undirlagðir fréttum af skæðri veiru sem átti upptök sín í Wuhan, borgin er í hálfgerðri einangrun og hefur verið tekin ákvörðun um að reisa þar tvo nýja spítala til að hlúa að hinum sjúku. „Ég hef hugsað til Wuhan undanfarið, borgin er okkar vinabær og ástandið þar er alvarlegt,“ segir Ármann. „Vonandi tekst stjórnvöldum að ná tökum á þessari skæðu pest.“
Kína Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan verður vinabær Kópavogs Vinabæjarsamband var í dag undirritað milli Wuhan borg í Hubei héraði í Kína. Stefnt er að því að auka gagnkvæman skilning og vináttu þjóðanna tveggja. 29. september 2007 15:34 Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Wuhan verður vinabær Kópavogs Vinabæjarsamband var í dag undirritað milli Wuhan borg í Hubei héraði í Kína. Stefnt er að því að auka gagnkvæman skilning og vináttu þjóðanna tveggja. 29. september 2007 15:34
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20