Ólína hellir sér yfir Pál Magnússon Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2020 09:19 Ólína segir að Páll geti trútt um talað þegar hann hneykslast á bótum sem henni voru dæmdar. Sjálfur hafi hann þegið 22 milljónir fyrir að hætta sem útvarpsstjóri á sínum tíma. Ólína Þorvarðardóttir, sem á dögunum hlaut 20 milljónir króna í bætur vegna brots Þingvallanefndar á jafnréttislögum varðandi ráðningu stöðu þjóðgarðsvarðar, hellir sér yfir Pál Magnússon alþingismann á Facebooksíðu sinni. „Þetta segir maðurinn sem fyrir þremur árum fékk sjálfur 22 milljónir króna fyrir að hætta störfum hjá RÚV, eins og frægt varð (sjá tengil hér neðar). „Himinhrópandi“ hlýtur sú upphæð að teljast svo notuð séu hans eigin orð,“ skrifar Ólína á Facebooksíðu sína í nótt. Hraksmánarlegt klúður Páls Tilefni skrifanna er frétt Vísis frá í gærkvöldi þar sem greint er frá orðum Páls í Reykjavík síðdegis, sem sagðist skilja reiði fólks vegna samanburðar á bótagreiðslu ríkisins vegna þeirrar greiðslu og svo bótagreiðslu vegna mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem tengjast svo andláti nýfædds barns. Páll á sæti í Þingvallanefnd en formaður þar er Ari Trausti Guðmundsson, sem hafði það sér til varna í málinu að hann hefði enga reynslu af ráðningum á vegum ríksins og hafi lagt allt sitt hald og traust á Capacent sem var nefndinni innan handar við ráðninguna. Framkvæmdastjóri Capacent furðaði sig síðar á útskýringur Ara Trausta. „Páll Magnússon, maður sem ber ábyrgð á hraksmánarlegu klúðri Þingvallanefndar sem kostaði ríkissjóð 11 milljónir í skaðabætur til mín (að nafninu til 20 mkr en 11 mkr í reynd). Hann stekkur eins og gammur yfir ólýsanlegan harm fólks sem misst hefur barnið sitt og hlotið þar af miska (sem ríkið mætti sannarlega bæta betur en raun er á, en engir fjármunir fá þó nokkru sinni bætt). Þeim þunga og óbætanlega harmi stillir hann upp við hliðina á hans eigin klúðri sem leiddi til greiðslu skaðabóta til mín og reynir þar með að slá pólitíska keilu í einstaklega ósmekklegri tilraun til þess að breiða yfir sína eigin skömm,“ segir Ólína í pistli sínum. Sök og skömm sem lengi verður í minnum höfð Hún segir að hvorki hann né aðrir sem hafa haldið þessum samanburði á lofti að undanförnu tali um tæpra 60 milljóna króna greiðslu úr ríkissjóði vegna Haraldar Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra, „fyrir að hætta“ eins og Ólína orðar það. Né sé talað um 150 milljónirnar sem Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion, hlaut í starfslokagreiðslu. „Nú eða um þær 22 milljónir sem Páll Magnússon sjálfur þáði þarna um árið fyrir að hætta sem útvarpsstjóri. Nei, nú er hann bara heilagur í framan þar sem hann heldur á lofti myndum af mér. Reynir þar með að lappa upp á pólitíska ásýnd og varpa frá sér sök og skömm sem lengi verður í minnum höfð. Sannast hér hið fornkveðna að margur sér flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin. Já, margur heldur mig sig.“ Alþingi Dómsmál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þjóðgarðar Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Páll um bæturnar: „Svo himinhrópandi að þetta tekur eiginlega engu tali“ Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist skilja reiði fólks varðandi samanburð á bótagreiðslu ríkisins vegna brots á jafnréttislögum annars vegar og dauða ungabarns vegna mistaka hins vegar. 27. janúar 2020 17:41 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, sem á dögunum hlaut 20 milljónir króna í bætur vegna brots Þingvallanefndar á jafnréttislögum varðandi ráðningu stöðu þjóðgarðsvarðar, hellir sér yfir Pál Magnússon alþingismann á Facebooksíðu sinni. „Þetta segir maðurinn sem fyrir þremur árum fékk sjálfur 22 milljónir króna fyrir að hætta störfum hjá RÚV, eins og frægt varð (sjá tengil hér neðar). „Himinhrópandi“ hlýtur sú upphæð að teljast svo notuð séu hans eigin orð,“ skrifar Ólína á Facebooksíðu sína í nótt. Hraksmánarlegt klúður Páls Tilefni skrifanna er frétt Vísis frá í gærkvöldi þar sem greint er frá orðum Páls í Reykjavík síðdegis, sem sagðist skilja reiði fólks vegna samanburðar á bótagreiðslu ríkisins vegna þeirrar greiðslu og svo bótagreiðslu vegna mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem tengjast svo andláti nýfædds barns. Páll á sæti í Þingvallanefnd en formaður þar er Ari Trausti Guðmundsson, sem hafði það sér til varna í málinu að hann hefði enga reynslu af ráðningum á vegum ríksins og hafi lagt allt sitt hald og traust á Capacent sem var nefndinni innan handar við ráðninguna. Framkvæmdastjóri Capacent furðaði sig síðar á útskýringur Ara Trausta. „Páll Magnússon, maður sem ber ábyrgð á hraksmánarlegu klúðri Þingvallanefndar sem kostaði ríkissjóð 11 milljónir í skaðabætur til mín (að nafninu til 20 mkr en 11 mkr í reynd). Hann stekkur eins og gammur yfir ólýsanlegan harm fólks sem misst hefur barnið sitt og hlotið þar af miska (sem ríkið mætti sannarlega bæta betur en raun er á, en engir fjármunir fá þó nokkru sinni bætt). Þeim þunga og óbætanlega harmi stillir hann upp við hliðina á hans eigin klúðri sem leiddi til greiðslu skaðabóta til mín og reynir þar með að slá pólitíska keilu í einstaklega ósmekklegri tilraun til þess að breiða yfir sína eigin skömm,“ segir Ólína í pistli sínum. Sök og skömm sem lengi verður í minnum höfð Hún segir að hvorki hann né aðrir sem hafa haldið þessum samanburði á lofti að undanförnu tali um tæpra 60 milljóna króna greiðslu úr ríkissjóði vegna Haraldar Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra, „fyrir að hætta“ eins og Ólína orðar það. Né sé talað um 150 milljónirnar sem Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion, hlaut í starfslokagreiðslu. „Nú eða um þær 22 milljónir sem Páll Magnússon sjálfur þáði þarna um árið fyrir að hætta sem útvarpsstjóri. Nei, nú er hann bara heilagur í framan þar sem hann heldur á lofti myndum af mér. Reynir þar með að lappa upp á pólitíska ásýnd og varpa frá sér sök og skömm sem lengi verður í minnum höfð. Sannast hér hið fornkveðna að margur sér flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin. Já, margur heldur mig sig.“
Alþingi Dómsmál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þjóðgarðar Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Páll um bæturnar: „Svo himinhrópandi að þetta tekur eiginlega engu tali“ Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist skilja reiði fólks varðandi samanburð á bótagreiðslu ríkisins vegna brots á jafnréttislögum annars vegar og dauða ungabarns vegna mistaka hins vegar. 27. janúar 2020 17:41 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Sjá meira
Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Páll um bæturnar: „Svo himinhrópandi að þetta tekur eiginlega engu tali“ Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist skilja reiði fólks varðandi samanburð á bótagreiðslu ríkisins vegna brots á jafnréttislögum annars vegar og dauða ungabarns vegna mistaka hins vegar. 27. janúar 2020 17:41
Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05