Eru að reyna að skipuleggja bardaga á sama stað og „Rumble in the Jungle“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2020 16:30 George Foreman liggur á gólfinu eftir rothögg frá Muhammad Ali í „Rumble in the Jungle“ árið 1974. Getty/Tony Triolo Hnefaleikaskipuleggjandinn Eddie Hearn ætlar að bjóða upp á boxbardaga á sama stað og þeir Muhammad Ali og George Foreman mættust í sögulegum bardaga árið 1974. Eddie Hearn er í viðræðum um að Anthony Joshua berjist á þessum stað en bardagi Muhammad Ali og Foreman var kallaður „Rumble in the Jungle.“ Keppnisstaðurinn er í Kinshasa sem er höfuðborg Austur-Kongó í Afríku. "That's special, that's legacy. That's career defining." Eddie Hearn says they are in talks to organise an Anthony Joshua fight at the legendary site of Rumble in the Jungle.https://t.co/sQUFzENgw7pic.twitter.com/6yaMR47Xzu— BBC Sport (@BBCSport) January 28, 2020 Muhammad Ali kom öllum á óvart með því að rota George Foreman í bardagnum fræga fyrir að verða 46 árum síðan. „Þetta er líklega frægasti vettvangur og bardagi boxsögunnar,“ sagði Eddie Hearn við breska ríkisútvarpið. „Austur-Kongó ætlar sér að gera upp leikvanginn. Það væri sérstakt því þarna er arfleið. Þarna verða ferlar manna til,“ sagði Eddie Hearn. „Það hafa farið fram fundir um þetta. Hann [Joshua] vill búa til sína arfleið innan hnefaleikanna. Þegar við skoðum ferilskrá hans þá hefur hann barist alls staðar í heiminum eins og í Bretland, Madison Square Garden og í Sádí Arabíu,“ sagði Eddie Hearn og bætti við: „Ef hann bætir Afríku, Kína og Austurlöndum fjær á skrána sína þá er hann orðin stjarna á heimsvísu. Hann hefur engan áhuga á því en vill skrifa söguna,“ sagði Hearn. Anthony Joshua endurheimti heimsmeistaratitil sinn með sigri á Andy Ruiz Jr í Sádí Arabíu í desember. Næsti bardagi hans verður væntanlega í Bretlandi og Búlgarinn Kubrat Pulev er líklegur andstæðingur þar. Emirates Stadium, Tottenham Hotspur Stadium, Ólympíuleikvangurinn, Millennium Stadium og Twickenham eru sagðir vera kandídatar í að halda þann bardaga og það er því búist við miklum áhuga á næsta bardaga Anthony Joshua í heimalandi hans. Austur-Kongó Box Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Hnefaleikaskipuleggjandinn Eddie Hearn ætlar að bjóða upp á boxbardaga á sama stað og þeir Muhammad Ali og George Foreman mættust í sögulegum bardaga árið 1974. Eddie Hearn er í viðræðum um að Anthony Joshua berjist á þessum stað en bardagi Muhammad Ali og Foreman var kallaður „Rumble in the Jungle.“ Keppnisstaðurinn er í Kinshasa sem er höfuðborg Austur-Kongó í Afríku. "That's special, that's legacy. That's career defining." Eddie Hearn says they are in talks to organise an Anthony Joshua fight at the legendary site of Rumble in the Jungle.https://t.co/sQUFzENgw7pic.twitter.com/6yaMR47Xzu— BBC Sport (@BBCSport) January 28, 2020 Muhammad Ali kom öllum á óvart með því að rota George Foreman í bardagnum fræga fyrir að verða 46 árum síðan. „Þetta er líklega frægasti vettvangur og bardagi boxsögunnar,“ sagði Eddie Hearn við breska ríkisútvarpið. „Austur-Kongó ætlar sér að gera upp leikvanginn. Það væri sérstakt því þarna er arfleið. Þarna verða ferlar manna til,“ sagði Eddie Hearn. „Það hafa farið fram fundir um þetta. Hann [Joshua] vill búa til sína arfleið innan hnefaleikanna. Þegar við skoðum ferilskrá hans þá hefur hann barist alls staðar í heiminum eins og í Bretland, Madison Square Garden og í Sádí Arabíu,“ sagði Eddie Hearn og bætti við: „Ef hann bætir Afríku, Kína og Austurlöndum fjær á skrána sína þá er hann orðin stjarna á heimsvísu. Hann hefur engan áhuga á því en vill skrifa söguna,“ sagði Hearn. Anthony Joshua endurheimti heimsmeistaratitil sinn með sigri á Andy Ruiz Jr í Sádí Arabíu í desember. Næsti bardagi hans verður væntanlega í Bretlandi og Búlgarinn Kubrat Pulev er líklegur andstæðingur þar. Emirates Stadium, Tottenham Hotspur Stadium, Ólympíuleikvangurinn, Millennium Stadium og Twickenham eru sagðir vera kandídatar í að halda þann bardaga og það er því búist við miklum áhuga á næsta bardaga Anthony Joshua í heimalandi hans.
Austur-Kongó Box Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira