Umboðsmaður krefur dómsmálaráðherra um svör Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2020 18:52 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um hvort ráðuneyti hennar hafi eða ætli sér að grípa til aðgerða til að bregðast við „þeim vanda er lýtur að meðferð fjölskyldumála hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“Í tilkynningu á vef umboðsmanns kemur fram að tilefni fyrirspurnarinnar sé kvörtun sem embættinu hafi borist vegna máls sem hefur verið til meðferðar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í meira ein tvö og hálft ár. „Að mati sýslumannsembættisins sjálfs er óviðunandi bið eftir því að ágreiningsmál fái umfjöllun þar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að í bréfi umboðsmanns til ráðherra sé meðal annars bent á að málaflokkurinn varði mannréttindi og verulega persónulega hagsmuni barna og foreldra. Tafir á málum sem slíkum geti, eftir atvikum, falið í sér brot á réttinum til fjölskyldulífs, en sá réttur er stjórnarskrárvarinn. „Hyggist ráðuneytið ekki grípa til einhverra aðgerða vegna stöðu mála óskar umboðsmaður eftir að það skýri ástæður þess og lýsi afstöðu sinni til þess hvort það samrýmist yfirstjórnar- og eftirlitshlutverki ráðherra gagnvart sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir einnig í tilkynningunni að óskað hafi verið eftir því að ráðuneytið upplýsi um hvort brugðist hafi verið við kvörtunum vegna tafa á þinglýsingum og skráningu skjala hjá sama sýslumannsembætti. Beiðnin er sett fram til þess að geta metið hvort tilefni sé til þess að taka fyrrnefnda þætti í stjórnsýslu sýslumannsembættisins til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar umboðsmanns. Svara frá ráðuneytinu er óskað eigi síðar en 7. febrúar næstkomandi.Hér má nálgast bréf umboðsmanns til dómsmálaráðherra í heild sinni. Fjölskyldumál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um hvort ráðuneyti hennar hafi eða ætli sér að grípa til aðgerða til að bregðast við „þeim vanda er lýtur að meðferð fjölskyldumála hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“Í tilkynningu á vef umboðsmanns kemur fram að tilefni fyrirspurnarinnar sé kvörtun sem embættinu hafi borist vegna máls sem hefur verið til meðferðar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í meira ein tvö og hálft ár. „Að mati sýslumannsembættisins sjálfs er óviðunandi bið eftir því að ágreiningsmál fái umfjöllun þar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að í bréfi umboðsmanns til ráðherra sé meðal annars bent á að málaflokkurinn varði mannréttindi og verulega persónulega hagsmuni barna og foreldra. Tafir á málum sem slíkum geti, eftir atvikum, falið í sér brot á réttinum til fjölskyldulífs, en sá réttur er stjórnarskrárvarinn. „Hyggist ráðuneytið ekki grípa til einhverra aðgerða vegna stöðu mála óskar umboðsmaður eftir að það skýri ástæður þess og lýsi afstöðu sinni til þess hvort það samrýmist yfirstjórnar- og eftirlitshlutverki ráðherra gagnvart sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir einnig í tilkynningunni að óskað hafi verið eftir því að ráðuneytið upplýsi um hvort brugðist hafi verið við kvörtunum vegna tafa á þinglýsingum og skráningu skjala hjá sama sýslumannsembætti. Beiðnin er sett fram til þess að geta metið hvort tilefni sé til þess að taka fyrrnefnda þætti í stjórnsýslu sýslumannsembættisins til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar umboðsmanns. Svara frá ráðuneytinu er óskað eigi síðar en 7. febrúar næstkomandi.Hér má nálgast bréf umboðsmanns til dómsmálaráðherra í heild sinni.
Fjölskyldumál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira