Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. janúar 2020 13:56 Íbúar í Grindavík hafa áhyggjur af stöðu mála að sögn bæjarstjórans. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík, virkjun HS Orku í Svartsengi og Bláa lóninu. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.Grindavík „Við vorum að ljúka samráðsfundi í Björgunarsveitarhúsinu í Grindavik þar sem komu saman bæjarstjórnin, lykilstarfsmenn í bæjarfélaginu, björgunarsveitin, almannavarnanefndin, lögreglan, fulltrúar frá Bláa lóninu og HS Orku og fleiri aðilar þar sem við vorum að stilla saman strengi og ræða viðbragðsáætlanir og það sem við þurfum að undirbúa betur. Þetta fór strax í gang í gær og allur gærdagurinn var lagður undir og þeirri vinnu verður haldið áfram. Þannig að okkar vinna hér, inn á við, er að undirbúa það sem kann að gerast í framtíðinni og verstu mögulegu niðurstöðu, en auðvitað vonumst við til þess að til þess komi ekki,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Aðspurður um líðan íbúa segir Fannar. „Það er auðvitað þannig að það er bæði ótti og kvíði hjá fólki, sérstaklega þegar það veit ekki við hverju má búast. Upplýsingarnar skipta gríðarlega miklu máli og upplýsingarnar frá okkar færustu vísindamönnum og þess vegna erum við með íbúafund í dag þar sem þessir aðilar koma frá veðurstofunni, lögreglunni, almannavörnum og fleiri aðilum til þess að fara yfir stöðuna, svara spurningum og reyna að sýna fram á það við hverju fólk getur búist, hvernig á að undirbúa sig og hvað þarf að gera til þess að geta mætt hugsanlegum afleiðingum þess sem nú er vísbendingum um að gæti gerst.“ Mikilvægt að hafa börn og unglinga með í ráðum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, var einnig viðstaddur samráðsfundinn í morgun. Hann var spurður hvort rýmingaráætlanir séu til reiðu komi til eldgoss. Ólafur Helgi Kjartansson, segir mikilvægt að vera við öllu búin.Vísir/Vilhelm „Það er verið að fara yfir þessi atriði núna sem getur skipt máli og það er auðvitað munur á því hvort það þarf að rýma einstaka hluta bæjarins eða flytja fólk brott og þetta vitum við ekki fyrr en eitthvað gerist sem við vonum að gerist ekki. En við treystum á vísindamenn í þessum efnum og erum að undirbúa okkur bæði undir fundinn á eftir og það sem síðar kann að gerast. Það er ekki ljóst, sem betur fer - ef til vill, hvort eitthvað slæmt muni gerast. En við viljum vera algjörlega undir það búin ef svo færi og það er mikilvægt að almenningur í Grindavík og reyndar alls staðar annars staðar fylgist með því sem verið er að gera og vinna að og við hverju megi búast. Eitt af því sem ég hef stundum sagt er að það er afar mikilvægt að hafa börn og unglinga með í þeirri vinnu því þau eru oft fljót að átta sig og það getur líka skipt máli að ræða þessi mál innan fjölskyldunnar.“ Íbúar ánægðir með viðbragðssnerpuna Sigurður Enoksson, bakarameistari Hérastubbs í Grindavík, var spurður hvernig hljóðið hafi verið í viðskiptavinum hans í bakaríinu þar sem af er degi. Sigurður Enoksson er áberandi í bæjarlífinu í Grindavík, hvort sem er í íþróttunum eða bakaríinu.Grindavík.is „Fólk er smá skelkað en ég held það sé einróma álit hjá fólki sem kom í bakaríið, hversu ánægt fólk var með hvað viðbragðsaðilar eru fljótir að láta til sín taka og maður skorar á Grindvíkinga að mæta á íbúafundinn í dag klukkan fjögur.“ Aðspurður hvort hann viti til þess að fólk sé farið að huga að því hvað það hygðist taka með sér ef til eldgoss kæmi segir Sigurður. „Það eru ýmsar sögur, einhverjir eru byrjaðir að pakka niður en við skulum vera bara róleg og sjá hvað gerist og treysta þessum mönnum fyrir því sem verið er að gera.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík, virkjun HS Orku í Svartsengi og Bláa lóninu. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.Grindavík „Við vorum að ljúka samráðsfundi í Björgunarsveitarhúsinu í Grindavik þar sem komu saman bæjarstjórnin, lykilstarfsmenn í bæjarfélaginu, björgunarsveitin, almannavarnanefndin, lögreglan, fulltrúar frá Bláa lóninu og HS Orku og fleiri aðilar þar sem við vorum að stilla saman strengi og ræða viðbragðsáætlanir og það sem við þurfum að undirbúa betur. Þetta fór strax í gang í gær og allur gærdagurinn var lagður undir og þeirri vinnu verður haldið áfram. Þannig að okkar vinna hér, inn á við, er að undirbúa það sem kann að gerast í framtíðinni og verstu mögulegu niðurstöðu, en auðvitað vonumst við til þess að til þess komi ekki,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Aðspurður um líðan íbúa segir Fannar. „Það er auðvitað þannig að það er bæði ótti og kvíði hjá fólki, sérstaklega þegar það veit ekki við hverju má búast. Upplýsingarnar skipta gríðarlega miklu máli og upplýsingarnar frá okkar færustu vísindamönnum og þess vegna erum við með íbúafund í dag þar sem þessir aðilar koma frá veðurstofunni, lögreglunni, almannavörnum og fleiri aðilum til þess að fara yfir stöðuna, svara spurningum og reyna að sýna fram á það við hverju fólk getur búist, hvernig á að undirbúa sig og hvað þarf að gera til þess að geta mætt hugsanlegum afleiðingum þess sem nú er vísbendingum um að gæti gerst.“ Mikilvægt að hafa börn og unglinga með í ráðum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, var einnig viðstaddur samráðsfundinn í morgun. Hann var spurður hvort rýmingaráætlanir séu til reiðu komi til eldgoss. Ólafur Helgi Kjartansson, segir mikilvægt að vera við öllu búin.Vísir/Vilhelm „Það er verið að fara yfir þessi atriði núna sem getur skipt máli og það er auðvitað munur á því hvort það þarf að rýma einstaka hluta bæjarins eða flytja fólk brott og þetta vitum við ekki fyrr en eitthvað gerist sem við vonum að gerist ekki. En við treystum á vísindamenn í þessum efnum og erum að undirbúa okkur bæði undir fundinn á eftir og það sem síðar kann að gerast. Það er ekki ljóst, sem betur fer - ef til vill, hvort eitthvað slæmt muni gerast. En við viljum vera algjörlega undir það búin ef svo færi og það er mikilvægt að almenningur í Grindavík og reyndar alls staðar annars staðar fylgist með því sem verið er að gera og vinna að og við hverju megi búast. Eitt af því sem ég hef stundum sagt er að það er afar mikilvægt að hafa börn og unglinga með í þeirri vinnu því þau eru oft fljót að átta sig og það getur líka skipt máli að ræða þessi mál innan fjölskyldunnar.“ Íbúar ánægðir með viðbragðssnerpuna Sigurður Enoksson, bakarameistari Hérastubbs í Grindavík, var spurður hvernig hljóðið hafi verið í viðskiptavinum hans í bakaríinu þar sem af er degi. Sigurður Enoksson er áberandi í bæjarlífinu í Grindavík, hvort sem er í íþróttunum eða bakaríinu.Grindavík.is „Fólk er smá skelkað en ég held það sé einróma álit hjá fólki sem kom í bakaríið, hversu ánægt fólk var með hvað viðbragðsaðilar eru fljótir að láta til sín taka og maður skorar á Grindvíkinga að mæta á íbúafundinn í dag klukkan fjögur.“ Aðspurður hvort hann viti til þess að fólk sé farið að huga að því hvað það hygðist taka með sér ef til eldgoss kæmi segir Sigurður. „Það eru ýmsar sögur, einhverjir eru byrjaðir að pakka niður en við skulum vera bara róleg og sjá hvað gerist og treysta þessum mönnum fyrir því sem verið er að gera.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira