Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. janúar 2020 21:00 Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. Í dag starfa samanlagt 613 menntaðir lögreglumenn í fullu starfi á Íslandi. Umtalsvert færri en til að mynda árið 2004 þegar þeir voru 669, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi Lögreglumanna. Samt sem áður hefur íbúum fjölgað um tugþúsundir og ferðamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri. Varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglumenn færri og útköllin erfiðari og hættulegri.Vísir/Stöð 2 „Vinnan er orðin hættulegri“ „Álagið er meira, bæði út af hættulegri útköllum, vinnan er orðin hættulegri. Okkur hefur fækkað og íbúum fjölgað,“ segir Júlíana Bjarnadóttir, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í bráðabirðgðatölum ríkislögreglustjóra um afbrot á Íslandi á síðasta ári kemur fram að hegningarlagabrotum og sérrefsilagabrotum fjölgi á milli ára. Af hegningarlagabrotum fjölgaði kynferðisbrotum hlutfallslega mest og í sérrefsilögum, eins og neyslu og vörslu fíkniefna, fjölgaði einnig. Fram kemur þó að umferðarlagabrotum hafi fækkað. Sú fækkun getur verið í samræmi við að lögreglumenn geti í fáum tilfellum sinnt frumkvæðisverkefnum. „Við erum kannski meira í því að sinna því sem þarf að sinna og það sem við vorum að sinna meira áður eins og eftirliti, það situr meira á hakanum í kjölfarið,“ segir Júlíana. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Stöð 2 Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað á fimmta tug frá árinu 2008 Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um að aukin harka og ofbeldi einkenni þau útköll sem þeir sinna og er tíðrætt um hversu mikil skiplögð glæpastarfsemi er orðin á Íslandi. Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að vart verði með fullnægjandi hætti tekist á við þann vanda að óbreyttu skipulagi og mannafla. „Hjá þessu embætti hefur lögreglumönnum fækkað eitthvað á milli fjörutíu og fimmtíu frá árinu 2008. Á sama tíma hefur verkefnum fjölgað gífurlega, í tugum prósenta,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá kemur fram í skýrslu tölum ríkislögreglustjóra að haldlagt magn af fíkniefnum var töluvert meira árið 2019 en árið á undan, þrátt fyrir að málin hafi verið færri. Magn amfetamíns hefur ekki verið meira frá árinu 2009. Þá hefur aldrei verið lagt hald á jafn mikið af kókaíni og á síðasta ári. „Það er komin aukin krafa um betri og nákvæmari rannsóknir. Það má segja það að álagið hafi aukist til muna,“ segir Ásgeir Þór. Kompás birtir í fyrramálið sláandi myndband þar sem lögreglumenn veita ölvuðum ökumanni eftirför Þá kemur fram í skýrslu tölum ríkislögreglustjóra að haldlagt magn af fíkniefnum var töluvert meira árið 2019 en árið á undan, þrátt fyrir að málin hafi verið færri. Magn amfetamíns hefur ekki verið meira frá árinu 2009. Þá hefur aldrei verið lagt hald á jafn mikið af kókaíni og á síðasta ári. „Það er komin aukin krafa um betri og nákvæmari rannsóknir. Það má segja það að álagið hafi aukist til muna,“ segir Ásgeir Þór. Í Kompás á Vísi í fyrramálið verður ítarlega farið yfir starfsaðstæður og stöðuna í löggæslumálum á Íslandi og birt sláandi myndband frá aðgerðum lögreglumanna þar sem ölvuðum ökumanni er veitt eftirför. Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. Í dag starfa samanlagt 613 menntaðir lögreglumenn í fullu starfi á Íslandi. Umtalsvert færri en til að mynda árið 2004 þegar þeir voru 669, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi Lögreglumanna. Samt sem áður hefur íbúum fjölgað um tugþúsundir og ferðamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri. Varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglumenn færri og útköllin erfiðari og hættulegri.Vísir/Stöð 2 „Vinnan er orðin hættulegri“ „Álagið er meira, bæði út af hættulegri útköllum, vinnan er orðin hættulegri. Okkur hefur fækkað og íbúum fjölgað,“ segir Júlíana Bjarnadóttir, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í bráðabirðgðatölum ríkislögreglustjóra um afbrot á Íslandi á síðasta ári kemur fram að hegningarlagabrotum og sérrefsilagabrotum fjölgi á milli ára. Af hegningarlagabrotum fjölgaði kynferðisbrotum hlutfallslega mest og í sérrefsilögum, eins og neyslu og vörslu fíkniefna, fjölgaði einnig. Fram kemur þó að umferðarlagabrotum hafi fækkað. Sú fækkun getur verið í samræmi við að lögreglumenn geti í fáum tilfellum sinnt frumkvæðisverkefnum. „Við erum kannski meira í því að sinna því sem þarf að sinna og það sem við vorum að sinna meira áður eins og eftirliti, það situr meira á hakanum í kjölfarið,“ segir Júlíana. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Stöð 2 Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað á fimmta tug frá árinu 2008 Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um að aukin harka og ofbeldi einkenni þau útköll sem þeir sinna og er tíðrætt um hversu mikil skiplögð glæpastarfsemi er orðin á Íslandi. Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að vart verði með fullnægjandi hætti tekist á við þann vanda að óbreyttu skipulagi og mannafla. „Hjá þessu embætti hefur lögreglumönnum fækkað eitthvað á milli fjörutíu og fimmtíu frá árinu 2008. Á sama tíma hefur verkefnum fjölgað gífurlega, í tugum prósenta,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá kemur fram í skýrslu tölum ríkislögreglustjóra að haldlagt magn af fíkniefnum var töluvert meira árið 2019 en árið á undan, þrátt fyrir að málin hafi verið færri. Magn amfetamíns hefur ekki verið meira frá árinu 2009. Þá hefur aldrei verið lagt hald á jafn mikið af kókaíni og á síðasta ári. „Það er komin aukin krafa um betri og nákvæmari rannsóknir. Það má segja það að álagið hafi aukist til muna,“ segir Ásgeir Þór. Kompás birtir í fyrramálið sláandi myndband þar sem lögreglumenn veita ölvuðum ökumanni eftirför Þá kemur fram í skýrslu tölum ríkislögreglustjóra að haldlagt magn af fíkniefnum var töluvert meira árið 2019 en árið á undan, þrátt fyrir að málin hafi verið færri. Magn amfetamíns hefur ekki verið meira frá árinu 2009. Þá hefur aldrei verið lagt hald á jafn mikið af kókaíni og á síðasta ári. „Það er komin aukin krafa um betri og nákvæmari rannsóknir. Það má segja það að álagið hafi aukist til muna,“ segir Ásgeir Þór. Í Kompás á Vísi í fyrramálið verður ítarlega farið yfir starfsaðstæður og stöðuna í löggæslumálum á Íslandi og birt sláandi myndband frá aðgerðum lögreglumanna þar sem ölvuðum ökumanni er veitt eftirför.
Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00
Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54