Mikil umsvif í kringum höfnina í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2020 08:45 Mikil umsvif eru nú í kringum höfnina í Þorlákshöfn eftir að önnur vöruflutningaferja á vegum Smyril Line hóf að sigla þangað einu sinni í viku. Nýja ferjan heitir Akranes en fyrir er Mykines, sem siglir líka til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Nýja ferjan sem hóf áætlunarsiglingar milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum um áramótin er glæsilegt skip, heitirAkranes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Skipið er 138 metra langt. Komu skipsins til Þorlákshafnar var fagnað í vikunni en það kemur alltaf til Þorlákshafnar á mánudögum, Mykinesið kemur alla föstudaga. „Við keyrum allt inn í skipið, við erum ekki að hífa neitt, engir gámar, það er allt í vögnum og við erum að setja upp siglingaráætlun á milli Danmerkur, Færeyja og Íslands. Mjög hraða, þannig að nú getur þú afhent vörur í Danmörku til klukkan fjögur á föstudögum og þú ert að fá hana seinni partinn á mánudegi. Þetta er alveg nýtt í skipaflutningum til landsins,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Linda Björk og Elliði sem eru alsæl með að Akranes sigli nú einu sinni í viku til Þorlákshafnar eins og Mykines hefur gert í tvö og hálft ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, ræður sér ekki af kæti yfir nýja skipinu og öllum umsvifunum í kringum höfnina í Þorlákshöfn. „Í dag er staðan sú að Þorlákshöfn er orðin ein af helstu inn- og útflutningshöfnum landsins. Á örskömmum tíma hefur þetta þróast þannig að Þorlákshöfn hefur þróast úr því að vera fiskihöfn og inn og útflutningshöfn,“ segir Elliði og bætir við. „Hér erum við með stór og mikil tækifæri og það þarf að grípa þau. Við erum tilbúin til þess, Smyril Line er tilbúin til þess og markaðurinn kallar eftir þessu og ég hef þá trú að ríkið komi til með að taka þátt og örugglega næstu skref í þróun hafnarinnar“. En af hverju heitir skipið Akranes, af hverju ekki Þorlákshöfn? „Við notum Nes fyrir utan Norrænu auðvitað, það er gamla nafnið okkar. Öll skipin sem hafa komið í flotann eftir 2015 hafa heitið eitthvað nes. Við erum með Hvítanes, Eystnes, Hvítanes, Mykines og svo Akranes,“ segir Linda Björk. Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Mikil umsvif eru nú í kringum höfnina í Þorlákshöfn eftir að önnur vöruflutningaferja á vegum Smyril Line hóf að sigla þangað einu sinni í viku. Nýja ferjan heitir Akranes en fyrir er Mykines, sem siglir líka til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Nýja ferjan sem hóf áætlunarsiglingar milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum um áramótin er glæsilegt skip, heitirAkranes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Skipið er 138 metra langt. Komu skipsins til Þorlákshafnar var fagnað í vikunni en það kemur alltaf til Þorlákshafnar á mánudögum, Mykinesið kemur alla föstudaga. „Við keyrum allt inn í skipið, við erum ekki að hífa neitt, engir gámar, það er allt í vögnum og við erum að setja upp siglingaráætlun á milli Danmerkur, Færeyja og Íslands. Mjög hraða, þannig að nú getur þú afhent vörur í Danmörku til klukkan fjögur á föstudögum og þú ert að fá hana seinni partinn á mánudegi. Þetta er alveg nýtt í skipaflutningum til landsins,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Linda Björk og Elliði sem eru alsæl með að Akranes sigli nú einu sinni í viku til Þorlákshafnar eins og Mykines hefur gert í tvö og hálft ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, ræður sér ekki af kæti yfir nýja skipinu og öllum umsvifunum í kringum höfnina í Þorlákshöfn. „Í dag er staðan sú að Þorlákshöfn er orðin ein af helstu inn- og útflutningshöfnum landsins. Á örskömmum tíma hefur þetta þróast þannig að Þorlákshöfn hefur þróast úr því að vera fiskihöfn og inn og útflutningshöfn,“ segir Elliði og bætir við. „Hér erum við með stór og mikil tækifæri og það þarf að grípa þau. Við erum tilbúin til þess, Smyril Line er tilbúin til þess og markaðurinn kallar eftir þessu og ég hef þá trú að ríkið komi til með að taka þátt og örugglega næstu skref í þróun hafnarinnar“. En af hverju heitir skipið Akranes, af hverju ekki Þorlákshöfn? „Við notum Nes fyrir utan Norrænu auðvitað, það er gamla nafnið okkar. Öll skipin sem hafa komið í flotann eftir 2015 hafa heitið eitthvað nes. Við erum með Hvítanes, Eystnes, Hvítanes, Mykines og svo Akranes,“ segir Linda Björk.
Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira