Hákarlinn sagður bestur með harðfiski fyrir austan Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2020 23:00 Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði eystra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hann er hluti af þorramatnum og sumir telja hann svo vondan að það þurfi ekkert minna en íslenskt brennivín til að skola honum niður. Þetta er hákarlinn en hákarlaframleiðandi sem við fundum á Austfjörðum segir verkun hans afar vandasama, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Einn af heimabátunum á Borgarfirði eystra veiddi fimm hákarla á línu á síðasta ári en annars koma þeir flestir sem fiskverkun Kalla Sveins fær til verkunar af togurum sem meðafli. Frá höfninni á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við erum bara töluvert í hákarli, - búin að vera í 20-30 ár eða meira, og sendum á svona flest þorrablótin hér fyrir austan. Og víðar reyndar,“ sagði Karl Sveinsson fiskverkandi, um leið og hann sýndi okkur skorinn hákarl í dósum sem fara í verslanir, meðal annars á Akureyri. Harðfiskurinn þykir líka ómissandi á þorrablótum. Helga Björg Eiríksdóttir er i harðfiskinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er náttúrlega sá besti, sko,“ sagði Helga Björg Eiríksdóttir, sem var að verka harðfisk. Þau vinna harðfisk mest úr þorski og ýsu en einnig úr steinbít og keilu. „Keilan kemur mjög skemmtilega út í harðfiski,“ sagði Karl. Það er hins vegar kúnst að verka hákarl. Hákarlinn skorinn í bita á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það er mjög vandasamt. Það versta við það, alveg sama hvað maður er mörg ár, maður virðist ekkert læra á því. Við erum alltaf að eyðileggja hann annað slagið.“ En hér þarf ekkert brennivín. Hér er það harðfiskur með hákarli. Boðið upp á hákarl með harðfiski.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er áskorun, gjörðu svo vel,“ sagði Helga um leið og hún rétti okkur hákarlsbita með harðfiski. „Aðalkúnstin í því að vera alltaf með góðan hákarl er að henda því sem eyðileggst; að vera ekki að plata það oní saklaust fólk. Þannig að það eru alltaf heilmikil afföll í þessu. Maður eiginlega þakkar fyrir ef maður nær bara 60-70 prósent nýtingu af hákarli,“ sagði Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Sjávarréttir Sjávarútvegur Þorrablót Þorramatur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Hann er hluti af þorramatnum og sumir telja hann svo vondan að það þurfi ekkert minna en íslenskt brennivín til að skola honum niður. Þetta er hákarlinn en hákarlaframleiðandi sem við fundum á Austfjörðum segir verkun hans afar vandasama, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Einn af heimabátunum á Borgarfirði eystra veiddi fimm hákarla á línu á síðasta ári en annars koma þeir flestir sem fiskverkun Kalla Sveins fær til verkunar af togurum sem meðafli. Frá höfninni á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við erum bara töluvert í hákarli, - búin að vera í 20-30 ár eða meira, og sendum á svona flest þorrablótin hér fyrir austan. Og víðar reyndar,“ sagði Karl Sveinsson fiskverkandi, um leið og hann sýndi okkur skorinn hákarl í dósum sem fara í verslanir, meðal annars á Akureyri. Harðfiskurinn þykir líka ómissandi á þorrablótum. Helga Björg Eiríksdóttir er i harðfiskinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er náttúrlega sá besti, sko,“ sagði Helga Björg Eiríksdóttir, sem var að verka harðfisk. Þau vinna harðfisk mest úr þorski og ýsu en einnig úr steinbít og keilu. „Keilan kemur mjög skemmtilega út í harðfiski,“ sagði Karl. Það er hins vegar kúnst að verka hákarl. Hákarlinn skorinn í bita á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það er mjög vandasamt. Það versta við það, alveg sama hvað maður er mörg ár, maður virðist ekkert læra á því. Við erum alltaf að eyðileggja hann annað slagið.“ En hér þarf ekkert brennivín. Hér er það harðfiskur með hákarli. Boðið upp á hákarl með harðfiski.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er áskorun, gjörðu svo vel,“ sagði Helga um leið og hún rétti okkur hákarlsbita með harðfiski. „Aðalkúnstin í því að vera alltaf með góðan hákarl er að henda því sem eyðileggst; að vera ekki að plata það oní saklaust fólk. Þannig að það eru alltaf heilmikil afföll í þessu. Maður eiginlega þakkar fyrir ef maður nær bara 60-70 prósent nýtingu af hákarli,“ sagði Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Sjávarréttir Sjávarútvegur Þorrablót Þorramatur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17
Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40