Sportpakkinn: Keppendur koma nú frá 40 löndum á Reykjavíkurleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 16:28 Gústaf Adolf Hjaltason hefur komið að skipulagningu Reykjavíkurleikanna frá upphafi. Vísir/Sigurjón Þrettándu Reykjavíkurleikarnir í íþróttum hófust í dag. Um eitt þúsund erlendir keppendur koma til landsins en keppt verður í 23 greinum. Gústaf Adolf Hjaltason fer fyrir framkvæmdanefndinni en hann lagði grunninn að þessum leikum fyrir 15 árum. Arnar Björnsson ræddi við hann í dag. „Ég byrjaði á þessu með sundmóti þegar nýja Laugardalslaugin opnaði í janúar árið 2005. Þá ákváðum við það að byrja með stórt og mikið alþjóðasundmót. Árið 2008 þá hófum við síðan þessa vegferð og frá því að vera sjö greinar þá þá erum við komin upp í 23 greinar núna,“ sagði Gústaf Adolf Hjaltason. Á fyrstu Reykjavíkurleikunum var keppt í sjö greinum en keppnisgreinum hefur fjölgað ört. Nú koma um þúsund erlendir keppendur frá 40 löndum. Gústaf segir að núna komi íþróttamenn frá Indónesíu, Nýja Sjálandi og Jamaíka. Hversu mikil skipulagning er þetta og hvað koma margir að þessu móti. „Það eru hundruð einstaklinga sem koma að þessum mótshelgum. Einkunnarorð þessara leikja eru sjálfboðaliðinn því annar væri þetta ekki hægt. Við hefðum ekkert efni á því að borga öllu þessu fólki laun fyrir allt það sem þau eru að gera,“ sagði Gústaf Adolf. „Við erum með undirbúningsnefnd þar sem koma fulltrúar frá öllum greinum. Svo erum við með framkvæmdaráð sem hittist allt árið. Ég hef leitt þá vinnu alla tíð og vinn svo mikið með Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Það er hellings vinna sem fer fram allt árið þar. Við fundum reglulega og svo meira þegar nær dregur,“ sagði Gústaf Adolf. Gústaf Adolf veit um einn keppenda sem hefur tekið þátt í öllum þessum tólf Reykjavíkurleikjum til þessa. „Dóttir mín, Eygló Ósk Gústafsdóttir, byrjaði árið 2005 að keppa á sundmótinu hjá okkur og tók þar þátt fyrstu þrjú árin. Hún hefur síðan tekið þátt allar götur síðan og stefnir á það að taka þátt um helgin,“ sagði Gústaf Adolf. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keppendur koma nú frá 40 löndum á Reykjavíkurleikana Íþróttir Sportpakkinn Sund Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Þrettándu Reykjavíkurleikarnir í íþróttum hófust í dag. Um eitt þúsund erlendir keppendur koma til landsins en keppt verður í 23 greinum. Gústaf Adolf Hjaltason fer fyrir framkvæmdanefndinni en hann lagði grunninn að þessum leikum fyrir 15 árum. Arnar Björnsson ræddi við hann í dag. „Ég byrjaði á þessu með sundmóti þegar nýja Laugardalslaugin opnaði í janúar árið 2005. Þá ákváðum við það að byrja með stórt og mikið alþjóðasundmót. Árið 2008 þá hófum við síðan þessa vegferð og frá því að vera sjö greinar þá þá erum við komin upp í 23 greinar núna,“ sagði Gústaf Adolf Hjaltason. Á fyrstu Reykjavíkurleikunum var keppt í sjö greinum en keppnisgreinum hefur fjölgað ört. Nú koma um þúsund erlendir keppendur frá 40 löndum. Gústaf segir að núna komi íþróttamenn frá Indónesíu, Nýja Sjálandi og Jamaíka. Hversu mikil skipulagning er þetta og hvað koma margir að þessu móti. „Það eru hundruð einstaklinga sem koma að þessum mótshelgum. Einkunnarorð þessara leikja eru sjálfboðaliðinn því annar væri þetta ekki hægt. Við hefðum ekkert efni á því að borga öllu þessu fólki laun fyrir allt það sem þau eru að gera,“ sagði Gústaf Adolf. „Við erum með undirbúningsnefnd þar sem koma fulltrúar frá öllum greinum. Svo erum við með framkvæmdaráð sem hittist allt árið. Ég hef leitt þá vinnu alla tíð og vinn svo mikið með Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Það er hellings vinna sem fer fram allt árið þar. Við fundum reglulega og svo meira þegar nær dregur,“ sagði Gústaf Adolf. Gústaf Adolf veit um einn keppenda sem hefur tekið þátt í öllum þessum tólf Reykjavíkurleikjum til þessa. „Dóttir mín, Eygló Ósk Gústafsdóttir, byrjaði árið 2005 að keppa á sundmótinu hjá okkur og tók þar þátt fyrstu þrjú árin. Hún hefur síðan tekið þátt allar götur síðan og stefnir á það að taka þátt um helgin,“ sagði Gústaf Adolf. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keppendur koma nú frá 40 löndum á Reykjavíkurleikana
Íþróttir Sportpakkinn Sund Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira