Þetta er leikskólinn Hagaborg Ólafur Brynjar Bjarkason skrifar 23. janúar 2020 14:00 Þetta er leikskólinn Hagaborg. Hér starfa ég dags daglega við að stýra leikskólastarfi fyrir Reykjavíkurborg. Starfið er skemmtilegt og ég vil gjarnan halda því áfram. Mér rennur blóð til skyldunnar að sinna þessu starfi vel, hafandi verið tengdur Hagaborg í bráðum 20 ár. Ég hef sinnt flestum störfum innan leikskólans, tvö af börnunum mínum voru þar, konan mín hefur starfað þar og margir núverandi og fyrrverandi Hagaborgarar eru vinir mínir. Mér finnst því mikilvægt að vel sé staðið að starfinu í Hagaborg. Ég veit ekki hvort að fólk átti sig á því hvernig er að vera leikskólakennari í dag. Það er að vissu leyti eins og að standa upp á dekki á risastóru skipi sem siglir rétt fyrir utan höfnina og allt samfélagið stendur á bryggjunni og horfir á. Og við erum hægt og rólega að sökkva. En fáir kippa sér upp við það. Ég veit að starfið í Hagaborg er gott, einfaldlega vegna þess að ég er með frábæran hóp af starfsfólki og stjórnendum sem eru hluti af sterkum kjarna sem hafa starfað í Hagaborg í mörg ár og ætla flestir að gera svo áfram. Síðar á árinu verður Hagaborgin 60 ára og munum við fagna því eins og vera ber. En ég velti því stundum fyrir mér hvernig staðan verður í Hagaborg þegar hún verður 70 ára eða 80 ára. Þá verða flestir úr þessum sterka kjarna farnir á eftirlaun og í dag eru ekki margir sem standa í röð til að fylla í skarðið. Þeir eru reyndar örfáir. Staðan er eitthvað á þessa leið. Álagið við að starfa í leikskóla er töluvert og t.a.m. hafa margir leikskólakennara farið til starfa á öðrum vettvangi. Sumir eftir að hafa verið í veikindaleyfi frá leikskólastarfinu. Álagið stafar meðal annars út af því að það eru of mörg börn, í of litlu rými, í of langan tíma á dag. Allt of margir leikskólar eru í húsnæði sem hentar ekki starfseminni – deildir eru litlar, lítil sem engin aðstaða er fyrir starfsfólk og lóðir eru úr sér gengnar. Svo eru fáir að fara í námið, sem þýðir að hópurinn sem ætti að koma til að taka við keflinu er ekki til staðar. Hagaborg.Hagaborg. En! En! En! Málið er! Að í leikskólum þar sem starfar góður kjarni af starfsfólki og leikskólakennarar eru faglegir leiðtogar. Þar er ekki endilega svo mikið álag. Þar er starfið í föstum skorðum. Börnin og starfsfólkið finna fyrir öryggi og allir vita til hvers er ætlast = Öllum líður vel. Ég vil líka taka fram að Reykjavíkurborg (ég þekki ekki jafnvel önnur sveitarfélög) hefur tekið mörg góð skref í áttina að því að bæta vinnuaðstæður í leikskólum. Það má ekki gleyma því. Það er markvisst verið að fækka börnum á deildum, aukið fjármagn er að fara í húsnæði og lóðir og nú er nýtt og spennandi verkefni að fara af stað í Breiðholti sem ég held að gæti haft jákvæð áhrif fyrir leikskólastarf. Bær í borg. Þannig að það er verið að laga sökkvandi skipið og við erum rétt svo á floti. Það sem ég er að reyna að segja hérna er að ef heldur fram sem horfir verður starf í leikskóla mikið álagsstarf. Mikil starfsmannavelta og fáir fagaðilar að störfum = mikið álag = fáir haldast í starfinu = ekkert gæðastarf = engum líður vel. Ég veit að þetta er hættan vegna þess að þetta er þegar að gerast. Því miður. Ég vona bara að þegar mín kæra Hagaborg verður 80 ára verði leikskólastarf í gangi í leikskólanum sem hún á skilið. Höfundur er leikskólastjóri Hagaborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er leikskólinn Hagaborg. Hér starfa ég dags daglega við að stýra leikskólastarfi fyrir Reykjavíkurborg. Starfið er skemmtilegt og ég vil gjarnan halda því áfram. Mér rennur blóð til skyldunnar að sinna þessu starfi vel, hafandi verið tengdur Hagaborg í bráðum 20 ár. Ég hef sinnt flestum störfum innan leikskólans, tvö af börnunum mínum voru þar, konan mín hefur starfað þar og margir núverandi og fyrrverandi Hagaborgarar eru vinir mínir. Mér finnst því mikilvægt að vel sé staðið að starfinu í Hagaborg. Ég veit ekki hvort að fólk átti sig á því hvernig er að vera leikskólakennari í dag. Það er að vissu leyti eins og að standa upp á dekki á risastóru skipi sem siglir rétt fyrir utan höfnina og allt samfélagið stendur á bryggjunni og horfir á. Og við erum hægt og rólega að sökkva. En fáir kippa sér upp við það. Ég veit að starfið í Hagaborg er gott, einfaldlega vegna þess að ég er með frábæran hóp af starfsfólki og stjórnendum sem eru hluti af sterkum kjarna sem hafa starfað í Hagaborg í mörg ár og ætla flestir að gera svo áfram. Síðar á árinu verður Hagaborgin 60 ára og munum við fagna því eins og vera ber. En ég velti því stundum fyrir mér hvernig staðan verður í Hagaborg þegar hún verður 70 ára eða 80 ára. Þá verða flestir úr þessum sterka kjarna farnir á eftirlaun og í dag eru ekki margir sem standa í röð til að fylla í skarðið. Þeir eru reyndar örfáir. Staðan er eitthvað á þessa leið. Álagið við að starfa í leikskóla er töluvert og t.a.m. hafa margir leikskólakennara farið til starfa á öðrum vettvangi. Sumir eftir að hafa verið í veikindaleyfi frá leikskólastarfinu. Álagið stafar meðal annars út af því að það eru of mörg börn, í of litlu rými, í of langan tíma á dag. Allt of margir leikskólar eru í húsnæði sem hentar ekki starfseminni – deildir eru litlar, lítil sem engin aðstaða er fyrir starfsfólk og lóðir eru úr sér gengnar. Svo eru fáir að fara í námið, sem þýðir að hópurinn sem ætti að koma til að taka við keflinu er ekki til staðar. Hagaborg.Hagaborg. En! En! En! Málið er! Að í leikskólum þar sem starfar góður kjarni af starfsfólki og leikskólakennarar eru faglegir leiðtogar. Þar er ekki endilega svo mikið álag. Þar er starfið í föstum skorðum. Börnin og starfsfólkið finna fyrir öryggi og allir vita til hvers er ætlast = Öllum líður vel. Ég vil líka taka fram að Reykjavíkurborg (ég þekki ekki jafnvel önnur sveitarfélög) hefur tekið mörg góð skref í áttina að því að bæta vinnuaðstæður í leikskólum. Það má ekki gleyma því. Það er markvisst verið að fækka börnum á deildum, aukið fjármagn er að fara í húsnæði og lóðir og nú er nýtt og spennandi verkefni að fara af stað í Breiðholti sem ég held að gæti haft jákvæð áhrif fyrir leikskólastarf. Bær í borg. Þannig að það er verið að laga sökkvandi skipið og við erum rétt svo á floti. Það sem ég er að reyna að segja hérna er að ef heldur fram sem horfir verður starf í leikskóla mikið álagsstarf. Mikil starfsmannavelta og fáir fagaðilar að störfum = mikið álag = fáir haldast í starfinu = ekkert gæðastarf = engum líður vel. Ég veit að þetta er hættan vegna þess að þetta er þegar að gerast. Því miður. Ég vona bara að þegar mín kæra Hagaborg verður 80 ára verði leikskólastarf í gangi í leikskólanum sem hún á skilið. Höfundur er leikskólastjóri Hagaborgar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun