Af verðmyndun auðlinda - er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 23. janúar 2020 13:00 Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. Ég held að það sé alveg ljóst að mikið vantraust ríkir á milli almennings í landinu og þeirra sem nýta fiskveiðiauðlindina okkar. Á árinu 2019 gaf Verðlagsstofa skiptasverðs út skýrslu þar sem fjallað var um mun á verði á makríl frá Íslandi annarsvegar og Noregi hinsvegar. Tölurnar náðu yfir árin 2012-2018 og voru sláandi. Munaði allt að 300% á því verði sem Norðmenn gefa upp sem meðalverð og því verði sem íslenskir útgerðarmenn gefa upp. Það urðu eðlilega læti í samfélaginu í kringum þessa skýrslu, talsmaður útgerðarmanna kom fram í fjölmiðlum og sagði að þessi munur væri eðlilegur, Norðmenn seldu sinn makríl á dýrari markaði en við Íslendingar og því væri þetta moldviðri. Gott og vel, góð rök segja sumir. Norðmenn hafa unnið baráttuna um betri markaði á unnum makríl. En hvað um makríl til bræðslu? Árið 2018 fékkst 43% hærra verð fyrir makríl til bræðslu í Noregi en á Íslandi samkvæmt skýrslu Verðlagsstofu. Ég er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna en í því félagi eru meðal annars vélstjórar á fiskiskipum. Á síðustu áratugum hefur verið vaxandi orðrómur um það að útgerðarmenn gefi ekki upp rétt verð á sjávarfangi. Ef rétt reynist er það grafalvarlegt, enda svindla þeir þá ekki bara á launum sjómanna heldur á samfélaginu öllu. Samfélagið allt verður af tekjum ef verð á sjávarafurðum úr okkar sameiginlegri fiskveiðiauðlind er ekki rétt upp gefin. Hafnarsjóðir bæjarfélaganna verða af tekjum, bæjarsjóðir verða af útsvari og ríkissjóður af auðlindagjöldum og tekjuskatti. Kjarasamningar vélstjóra á fiskiskipum hafa verið lausir síðan 1. október síðastliðinn. Um jól og áramót fórum við hjá VM hringinn í kringum landið til þess að hitta félagsmenn okkar og spurðum þá meðal annars hvað félagið eigi að leggja áherslu á í samningaviðræðum við útgerðarmenn. Allir svöruðu þeir á sömu leið; „Við viljum að fiskverð sé gagnsætt og að við fáum greidd rétt laun“. Eðlileg krafa segja flestir. Þegar borið er upp á útgerðarmenn að þeir greiði ekki rétt verð fyrir fiskinn í sjónum til sjómanna og almennings er stutt í hneykslisgírinn og þeir skilja bara ekki hvaðan þessar sögusagnir koma. Í mars árið 2019 lönduðu þrjú skip á Íslandi kolmunna sama dag, hjá sama fyrirtæki, fiski úr sömu torfunni. Tvö þessara skipa voru íslensk og eitt var norskt. Íslensku skipin fengu 25,17 krónur á kíló fyrir sinn farm, en norska skipið fékk 36,07 krónur á kíló fyrir sinn kolmunna. Munurinn er rúmlega 43%. Það er sami verðmunur og var á makríl til bræðslu sumarið áður, er það tilviljun? Af hverju er hægt að borga Norðmönnum svona miklu betur en Íslendingum? Þessu þurfa útgerðarmenn að svara. Sögur af misbresti eru bara svo margar, að almenningur getur ekki lengur setið hjá. Hvað þá stjórnmálamenn. Útlit er fyrir að sameiginlegir sjóðir okkar verði af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Er því nema vona að við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna spyrjum: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Sjávarútvegur Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. Ég held að það sé alveg ljóst að mikið vantraust ríkir á milli almennings í landinu og þeirra sem nýta fiskveiðiauðlindina okkar. Á árinu 2019 gaf Verðlagsstofa skiptasverðs út skýrslu þar sem fjallað var um mun á verði á makríl frá Íslandi annarsvegar og Noregi hinsvegar. Tölurnar náðu yfir árin 2012-2018 og voru sláandi. Munaði allt að 300% á því verði sem Norðmenn gefa upp sem meðalverð og því verði sem íslenskir útgerðarmenn gefa upp. Það urðu eðlilega læti í samfélaginu í kringum þessa skýrslu, talsmaður útgerðarmanna kom fram í fjölmiðlum og sagði að þessi munur væri eðlilegur, Norðmenn seldu sinn makríl á dýrari markaði en við Íslendingar og því væri þetta moldviðri. Gott og vel, góð rök segja sumir. Norðmenn hafa unnið baráttuna um betri markaði á unnum makríl. En hvað um makríl til bræðslu? Árið 2018 fékkst 43% hærra verð fyrir makríl til bræðslu í Noregi en á Íslandi samkvæmt skýrslu Verðlagsstofu. Ég er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna en í því félagi eru meðal annars vélstjórar á fiskiskipum. Á síðustu áratugum hefur verið vaxandi orðrómur um það að útgerðarmenn gefi ekki upp rétt verð á sjávarfangi. Ef rétt reynist er það grafalvarlegt, enda svindla þeir þá ekki bara á launum sjómanna heldur á samfélaginu öllu. Samfélagið allt verður af tekjum ef verð á sjávarafurðum úr okkar sameiginlegri fiskveiðiauðlind er ekki rétt upp gefin. Hafnarsjóðir bæjarfélaganna verða af tekjum, bæjarsjóðir verða af útsvari og ríkissjóður af auðlindagjöldum og tekjuskatti. Kjarasamningar vélstjóra á fiskiskipum hafa verið lausir síðan 1. október síðastliðinn. Um jól og áramót fórum við hjá VM hringinn í kringum landið til þess að hitta félagsmenn okkar og spurðum þá meðal annars hvað félagið eigi að leggja áherslu á í samningaviðræðum við útgerðarmenn. Allir svöruðu þeir á sömu leið; „Við viljum að fiskverð sé gagnsætt og að við fáum greidd rétt laun“. Eðlileg krafa segja flestir. Þegar borið er upp á útgerðarmenn að þeir greiði ekki rétt verð fyrir fiskinn í sjónum til sjómanna og almennings er stutt í hneykslisgírinn og þeir skilja bara ekki hvaðan þessar sögusagnir koma. Í mars árið 2019 lönduðu þrjú skip á Íslandi kolmunna sama dag, hjá sama fyrirtæki, fiski úr sömu torfunni. Tvö þessara skipa voru íslensk og eitt var norskt. Íslensku skipin fengu 25,17 krónur á kíló fyrir sinn farm, en norska skipið fékk 36,07 krónur á kíló fyrir sinn kolmunna. Munurinn er rúmlega 43%. Það er sami verðmunur og var á makríl til bræðslu sumarið áður, er það tilviljun? Af hverju er hægt að borga Norðmönnum svona miklu betur en Íslendingum? Þessu þurfa útgerðarmenn að svara. Sögur af misbresti eru bara svo margar, að almenningur getur ekki lengur setið hjá. Hvað þá stjórnmálamenn. Útlit er fyrir að sameiginlegir sjóðir okkar verði af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Er því nema vona að við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna spyrjum: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun