Slátrið og pungarnir Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 22. janúar 2020 11:00 Vísir sagði frá því á mánudag að KR-ingar og velunnarar hafi þjófstartað Þorranum með blóti þar sem gestir hafi hámað í sig slátrið og pungana. ÍR-ingar tóku Þorrann líka snemma og skemmtu Breiðhyltingar sér stórvel um helgina með sínu hefðbundna blóti. Með Þorranum sem hefst nú á bóndadag, koma enn fleiri þorrablót þar sem við komum saman og skemmtum okkur í góðra vina hópi. Í Reykjavík hefur myndast hefð fyrir því að íþróttafélögin standi fyrir þorrablótum, sem lið í fjáröflun sinni. Hvert og eitt félaganna vill leggja metnað í góðan matseðil og flott skemmtiatriði, til að allir geti nú átt hið besta blót. Fyrir nokkrum árum fór að bera á því að matseðill þorrablóta varð fjölbreyttari en áður. Í bland við hinn hefðbundna þorramat; hangikjöt, sviðasultu, súrsað kjöt og hákarl er farið að bjóða upp á nauta- eða lambakjöt í bland. Jafnvel grænmetisrétti. Þorrablótsnefndir kappkosta við að bjóða upp á fjölbreytni og valkosti fyrir þá sem ekki eru spenntir fyrir þessum hefðbundnari þorramat til að allir geti nú farið sáttir heim. Þegar skemmtiatriði blótanna eru skoðuð virðast þau eftir að fara í gegnum viðlíka endurskoðun. Í mörg ár hafa borist kvartanir um því hve fáar konur eru bókaðar til að skemmta á þorrabótum. Skiptir þar engu hvort horft sé til veislustjóra, uppistandara eða tónlistarfólks. Algengt hefur verið að öll skemmtiatriði kvöldsins hafi verið karlar og heldur það áfram þetta árið, sé litið til dagskrár þorrablóta íþróttafélaga í Reykjavík. Fimm íþróttafélög Reykjavíkur hafa auglýst eða haldið þorrablótin sín í ár; ÍR, KR, Fjölnir, Víkingur og Fram. Á auglýsingum þessara íþróttafélaga koma fram 20 skemmtiatriði, ýmist einstaklingar eða hljómsveitir. Af þessum 20 skemmtiatriðum eru 14 karlmenn eða hljómsveitir skipaðar karlmönnum og sex konur. Fjölni tekst mjög vel að sýna hversu lítið mál það er að finna skemmtilegar konur og býður upp á fjórar af þessum sex á sínu blóti. Þar munu Margrét Eir, Sigga Beinteins, Regína Ósk og Ragga Gísla halda stuðinu uppi, ásamt þeim Ingó, Steinda Jr. og Auðunni Blöndal. Víkingur býður upp á jafnt kynjahlutfall með Sögu Garðars og Stuðlabandinu. Fram auglýsir eina konu og þrjá karla. Tvö af stærstu félögunum, fyrrnefnd KR og ÍR auglýstu sjö skemmtiatriði sem einkenndust svolítið af því að boðið hafi bara verið upp á slátur og punga, þar sem einungis karlar voru auglýstir. Kynjamisrétti hefur, því miður, birst í starfi íþróttafélaganna. Þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur fyrir tæpum tíu árum óskaði ég eftir ítarlegri úttekt á jafnréttismálum í íþróttafélögum í Reykjavík. Í þeirri vinnu kom fram að flestum íþróttafélögunum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda hefðu allir klausu um jafnrétti í stefnum sínum. Árið 2018 var í fréttum RÚV fjallað um rannsókn um umgjörð og aðbúnað fótboltaliða í efstu deild karla og kvenna. Niðurstöðurnar voru sláandi, enda birtist misréttið t.d. í aðgengi að þjálfurum, æfingatímum, búningaklefum, æfingasvæðum og útgjöldum í markaðssetningum. Svo er erfitt að ræða um þetta málefni án þess að minnast á alvarlegu brotin sem við lásum um í frásögnum íþróttakvenna í MeToo-byltingunni 2017. Umræðan um kynjamisréttið í íþróttastarfi hefur sem betur fer fengið aukið vægi, sérstaklega þegar kemur að starfi yngri flokka. Í samstarfssamningi Reykjavíkur og Íþróttabandalags Reykjavíkur kemur fram að íþróttafélögin bjóða eigi upp á sambærilega aðstöðu og þjálfun fyrir bæði kyn. Félögin skuli hafa virka jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun til að fylgja henni eftir. Þá verður haldin ráðstefna í Laugardalshöll á morgun, í tengslum við Reykjavík International Games, þar sem rætt verður um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum. En ef mönnum er alvara með að ná jafnrétti, verður það þá ekki að eiga alls staðar við? Það er greinilega auðvelt að detta í gamla gírinn, þar sem gleymt er að hugsa að fjölbreytni og því að bjóða ekki einvörðungu upp á slátur og súrsaða hrútspunga. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Jafnréttismál Reykjavík Þorrablót Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vísir sagði frá því á mánudag að KR-ingar og velunnarar hafi þjófstartað Þorranum með blóti þar sem gestir hafi hámað í sig slátrið og pungana. ÍR-ingar tóku Þorrann líka snemma og skemmtu Breiðhyltingar sér stórvel um helgina með sínu hefðbundna blóti. Með Þorranum sem hefst nú á bóndadag, koma enn fleiri þorrablót þar sem við komum saman og skemmtum okkur í góðra vina hópi. Í Reykjavík hefur myndast hefð fyrir því að íþróttafélögin standi fyrir þorrablótum, sem lið í fjáröflun sinni. Hvert og eitt félaganna vill leggja metnað í góðan matseðil og flott skemmtiatriði, til að allir geti nú átt hið besta blót. Fyrir nokkrum árum fór að bera á því að matseðill þorrablóta varð fjölbreyttari en áður. Í bland við hinn hefðbundna þorramat; hangikjöt, sviðasultu, súrsað kjöt og hákarl er farið að bjóða upp á nauta- eða lambakjöt í bland. Jafnvel grænmetisrétti. Þorrablótsnefndir kappkosta við að bjóða upp á fjölbreytni og valkosti fyrir þá sem ekki eru spenntir fyrir þessum hefðbundnari þorramat til að allir geti nú farið sáttir heim. Þegar skemmtiatriði blótanna eru skoðuð virðast þau eftir að fara í gegnum viðlíka endurskoðun. Í mörg ár hafa borist kvartanir um því hve fáar konur eru bókaðar til að skemmta á þorrabótum. Skiptir þar engu hvort horft sé til veislustjóra, uppistandara eða tónlistarfólks. Algengt hefur verið að öll skemmtiatriði kvöldsins hafi verið karlar og heldur það áfram þetta árið, sé litið til dagskrár þorrablóta íþróttafélaga í Reykjavík. Fimm íþróttafélög Reykjavíkur hafa auglýst eða haldið þorrablótin sín í ár; ÍR, KR, Fjölnir, Víkingur og Fram. Á auglýsingum þessara íþróttafélaga koma fram 20 skemmtiatriði, ýmist einstaklingar eða hljómsveitir. Af þessum 20 skemmtiatriðum eru 14 karlmenn eða hljómsveitir skipaðar karlmönnum og sex konur. Fjölni tekst mjög vel að sýna hversu lítið mál það er að finna skemmtilegar konur og býður upp á fjórar af þessum sex á sínu blóti. Þar munu Margrét Eir, Sigga Beinteins, Regína Ósk og Ragga Gísla halda stuðinu uppi, ásamt þeim Ingó, Steinda Jr. og Auðunni Blöndal. Víkingur býður upp á jafnt kynjahlutfall með Sögu Garðars og Stuðlabandinu. Fram auglýsir eina konu og þrjá karla. Tvö af stærstu félögunum, fyrrnefnd KR og ÍR auglýstu sjö skemmtiatriði sem einkenndust svolítið af því að boðið hafi bara verið upp á slátur og punga, þar sem einungis karlar voru auglýstir. Kynjamisrétti hefur, því miður, birst í starfi íþróttafélaganna. Þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur fyrir tæpum tíu árum óskaði ég eftir ítarlegri úttekt á jafnréttismálum í íþróttafélögum í Reykjavík. Í þeirri vinnu kom fram að flestum íþróttafélögunum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda hefðu allir klausu um jafnrétti í stefnum sínum. Árið 2018 var í fréttum RÚV fjallað um rannsókn um umgjörð og aðbúnað fótboltaliða í efstu deild karla og kvenna. Niðurstöðurnar voru sláandi, enda birtist misréttið t.d. í aðgengi að þjálfurum, æfingatímum, búningaklefum, æfingasvæðum og útgjöldum í markaðssetningum. Svo er erfitt að ræða um þetta málefni án þess að minnast á alvarlegu brotin sem við lásum um í frásögnum íþróttakvenna í MeToo-byltingunni 2017. Umræðan um kynjamisréttið í íþróttastarfi hefur sem betur fer fengið aukið vægi, sérstaklega þegar kemur að starfi yngri flokka. Í samstarfssamningi Reykjavíkur og Íþróttabandalags Reykjavíkur kemur fram að íþróttafélögin bjóða eigi upp á sambærilega aðstöðu og þjálfun fyrir bæði kyn. Félögin skuli hafa virka jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun til að fylgja henni eftir. Þá verður haldin ráðstefna í Laugardalshöll á morgun, í tengslum við Reykjavík International Games, þar sem rætt verður um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum. En ef mönnum er alvara með að ná jafnrétti, verður það þá ekki að eiga alls staðar við? Það er greinilega auðvelt að detta í gamla gírinn, þar sem gleymt er að hugsa að fjölbreytni og því að bjóða ekki einvörðungu upp á slátur og súrsaða hrútspunga. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráði Reykjavíkur.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar