Kristján útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu í framtíðinni Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 22. janúar 2020 13:00 Kristján Andrésson. Kristján Andrésson mun stýra sænska landsliðinu í síðasta skipti í kvöld og það er vel við hæfi að kveðjuleikur hans með landsliðinu sé gegn Íslandi. Þetta hefur ekki verið auðvelt mót því liðið hefur ekki staðið undir væntingum og svo hjálpaði ekki agabrot leikmanna sem laumuðust út á lífið. „Við höfum klúðrað of mikið og vorum lakari aðilinn í þeim leikjum sem við töpuðum. Það er lítið við því að segja. Við erum svekktir að hafa ekki gert betur á heimavelli,“ sagði Kristján í Malmö Arena í gær. Þessi geðþekki drengur verður hálfmeyr er talið berst að því að hann spili síðasta leikinn gegn Íslandi. „Það er hörkuskemmtilegt og einhver skrifaði þetta handrit vel. Ég hefði reyndar frekar viljað spila gegn Íslandi í Stokkhólmi um næstu helgi,“ segir Kristján sposkur á svip en hann mun ekki gefa löndum sínum neinn afslátt í kvöld. „Ísland þarf þess ekkert enda með hörkugott lið. Við erum á heimavelli og við viljum sýna okkar áhorfendum að við erum betri en við höfum sýnt í þessu móti til þessa.“ Kristján hefur þjálfað sænska liðið frá 2016 og náði undraverðum árangri með liðið strax í upphafi þegar ekki var búist við neinu af liðinu. Í fyrra tók hann svo við þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen og hættir með sænska liðið til að einbeita sér að Löwen. „Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma. Það verður góð tilfinning í janúar á næsta ári að vera heima þegar elsti sonur minn á afmæli. Það verður líka gott að fá smá pásu enda er þetta búin að vera hörkumikil vinna. Það er leiðinlegt að enda svona en ferillinn með landsliðinu hefur annars verið frábær og skilaði mér þessu starfi í Þýskalandi meðal annars,“ segir Kristján en hann útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu síðar meir. „Auðvitað hefði ég áhuga á því. Mér finnst frábært að vera landsliðsþjálfari og vinna með svona góðum leikmönnum. Við sjáum hvað setur í framtíðinni en það eru margir góðir þjálfarar heima á Íslandi og Gummi er að vinna frábært starf með þessa ungu leikmenn núna. Ég er með nokkurra ára samning við Löwen. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni en ég ætla ekki að útiloka neitt.“ Klippa: Kristján kveður gegn Íslandi EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Svíþjóðar á stórmótum í handbolta. 22. janúar 2020 08:00 Haukur: Auðvitað vill maður spila Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld. 22. janúar 2020 11:30 Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. 22. janúar 2020 07:00 Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. 22. janúar 2020 09:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Kristján Andrésson mun stýra sænska landsliðinu í síðasta skipti í kvöld og það er vel við hæfi að kveðjuleikur hans með landsliðinu sé gegn Íslandi. Þetta hefur ekki verið auðvelt mót því liðið hefur ekki staðið undir væntingum og svo hjálpaði ekki agabrot leikmanna sem laumuðust út á lífið. „Við höfum klúðrað of mikið og vorum lakari aðilinn í þeim leikjum sem við töpuðum. Það er lítið við því að segja. Við erum svekktir að hafa ekki gert betur á heimavelli,“ sagði Kristján í Malmö Arena í gær. Þessi geðþekki drengur verður hálfmeyr er talið berst að því að hann spili síðasta leikinn gegn Íslandi. „Það er hörkuskemmtilegt og einhver skrifaði þetta handrit vel. Ég hefði reyndar frekar viljað spila gegn Íslandi í Stokkhólmi um næstu helgi,“ segir Kristján sposkur á svip en hann mun ekki gefa löndum sínum neinn afslátt í kvöld. „Ísland þarf þess ekkert enda með hörkugott lið. Við erum á heimavelli og við viljum sýna okkar áhorfendum að við erum betri en við höfum sýnt í þessu móti til þessa.“ Kristján hefur þjálfað sænska liðið frá 2016 og náði undraverðum árangri með liðið strax í upphafi þegar ekki var búist við neinu af liðinu. Í fyrra tók hann svo við þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen og hættir með sænska liðið til að einbeita sér að Löwen. „Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma. Það verður góð tilfinning í janúar á næsta ári að vera heima þegar elsti sonur minn á afmæli. Það verður líka gott að fá smá pásu enda er þetta búin að vera hörkumikil vinna. Það er leiðinlegt að enda svona en ferillinn með landsliðinu hefur annars verið frábær og skilaði mér þessu starfi í Þýskalandi meðal annars,“ segir Kristján en hann útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu síðar meir. „Auðvitað hefði ég áhuga á því. Mér finnst frábært að vera landsliðsþjálfari og vinna með svona góðum leikmönnum. Við sjáum hvað setur í framtíðinni en það eru margir góðir þjálfarar heima á Íslandi og Gummi er að vinna frábært starf með þessa ungu leikmenn núna. Ég er með nokkurra ára samning við Löwen. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni en ég ætla ekki að útiloka neitt.“ Klippa: Kristján kveður gegn Íslandi
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Svíþjóðar á stórmótum í handbolta. 22. janúar 2020 08:00 Haukur: Auðvitað vill maður spila Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld. 22. janúar 2020 11:30 Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. 22. janúar 2020 07:00 Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. 22. janúar 2020 09:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Svíþjóðar á stórmótum í handbolta. 22. janúar 2020 08:00
Haukur: Auðvitað vill maður spila Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld. 22. janúar 2020 11:30
Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. 22. janúar 2020 07:00
Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. 22. janúar 2020 09:30