Ástæðan fyrir því að Klopp er aldrei í jakkafötum á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 10:30 Jürgen Klopp er búinn að setja saman eitt besta fótboltalið heims hjá Liverpool. Getty/John Powell Sky Sports settist niður með Jürgen Klopp á dögunum og fékk að spyrja hann persónulegra og öðruvísi spurninga um knattspyrnustjóraferilinn. Jürgen Klopp er búinn að gera frábæra hluti á Anfield síðan að hann tók við liði Liverpool en undir hans stjórn hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn í sögu félagsins og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Viðtalið hjá Sky Sports er áhugavert fyrir þær sakir að þar fékk Klopp spurningar um sig sjálfan frekar en liðið sitt. Áhorfendur fengu því að vita meira um hvernig þýski knattspyrnustjórinn hugsar og lifir líf sínu. Jürgen Klopp var meðal annars spurður hvað væri best við það að vera knattspyrnustjóri og þar kom vel fram hversu mikið hann elskar fótbolta. Hann segir líka frá byrjun sinni í þjálfun og hvernig hann þróaðist sem knattspyrnustjóri. Klopp talar meðal annars um Arrigo Sacchi, fyrrum þjálfara AC Milan og ítalska landsliðsins en þökk sé Wolfgang Frank, fyrrum stjóra Klopp, þá sá Jürgen mikið af æfingum með AC Milan. Wolfgang Frank hafði tekið upp mjög margar æfingar Arrigo Sacchi. „Ég sá líklega tuttugu, þrjátíu eða jafnvel 500 æfingar með AC Milan af því af fyrrum stjórinn minn tók þær upp og sýndi okkur,“ sagði Klopp. Þegar Klopp var spurður út í hvað hann teldi vera mikilvægasta kost knattspyrnustjóra þá var hann harður á því að hegðun stjóra á hliðarlínunni skipti þar litlu máli. Klopp er mjög lifandi á hliðarlínunni en það er ekki af því að hann trúi á að hann breyti miklu þannig heldur aðeins af því að hann geti ekki setið kyrr. Ein athyglisverðasta spurningin var þó út í klæðnað kappans á hliðarlínunni því Jürgen Klopp er aldrei í jakkafötum á leikjum. Klopp mætir alltaf bara í Liverpool æfingagallanum. „Ég er ekki hrifinn af því að vera í jakkafötum. Ég er sáttur við jakkafötin undir réttum kringumstæðum en ekki á leikjum. Ég ber samt virðingu fyrir þeim stjórum sem vilja klæðast þeim á leikjum því þetta eru sérstakir dagar. Mitt vandamál er að ég hef engan tíma eða pláss í hausnum til að hugsa um það sem ég ætla að klæðast,“ sagði Jürgen Klopp og bætir við: „Ég detta eiginlega bara inn í leikinn. Það gengur ekki upp fyrir mig að vera kominn á kaf inn í leikinn og þurfa þá að fara hafa áhyggjur af bindishnútum eða einhverju slíku. Ég reyndi einu sinni að klæðast gallabuxum og skyrtu en það var þegar ég kom fyrst til Dortmund. Það dugði í nokkrar vikur en svo var ég kominn aftur í æfingagallann,“ sagði Klopp og aðalástæðan. „Félagið sér um að hafa til æfingagallann þegar ég mæti. Gallinn er því tilbúinn fyrir mig í klefanum sem hjálpar mér mikið og það er aðalástæðan fyrir því,“ sagði Klopp. Það má sjá allt þetta skemmtilega viðtal hér fyrir neðan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira
Sky Sports settist niður með Jürgen Klopp á dögunum og fékk að spyrja hann persónulegra og öðruvísi spurninga um knattspyrnustjóraferilinn. Jürgen Klopp er búinn að gera frábæra hluti á Anfield síðan að hann tók við liði Liverpool en undir hans stjórn hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn í sögu félagsins og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Viðtalið hjá Sky Sports er áhugavert fyrir þær sakir að þar fékk Klopp spurningar um sig sjálfan frekar en liðið sitt. Áhorfendur fengu því að vita meira um hvernig þýski knattspyrnustjórinn hugsar og lifir líf sínu. Jürgen Klopp var meðal annars spurður hvað væri best við það að vera knattspyrnustjóri og þar kom vel fram hversu mikið hann elskar fótbolta. Hann segir líka frá byrjun sinni í þjálfun og hvernig hann þróaðist sem knattspyrnustjóri. Klopp talar meðal annars um Arrigo Sacchi, fyrrum þjálfara AC Milan og ítalska landsliðsins en þökk sé Wolfgang Frank, fyrrum stjóra Klopp, þá sá Jürgen mikið af æfingum með AC Milan. Wolfgang Frank hafði tekið upp mjög margar æfingar Arrigo Sacchi. „Ég sá líklega tuttugu, þrjátíu eða jafnvel 500 æfingar með AC Milan af því af fyrrum stjórinn minn tók þær upp og sýndi okkur,“ sagði Klopp. Þegar Klopp var spurður út í hvað hann teldi vera mikilvægasta kost knattspyrnustjóra þá var hann harður á því að hegðun stjóra á hliðarlínunni skipti þar litlu máli. Klopp er mjög lifandi á hliðarlínunni en það er ekki af því að hann trúi á að hann breyti miklu þannig heldur aðeins af því að hann geti ekki setið kyrr. Ein athyglisverðasta spurningin var þó út í klæðnað kappans á hliðarlínunni því Jürgen Klopp er aldrei í jakkafötum á leikjum. Klopp mætir alltaf bara í Liverpool æfingagallanum. „Ég er ekki hrifinn af því að vera í jakkafötum. Ég er sáttur við jakkafötin undir réttum kringumstæðum en ekki á leikjum. Ég ber samt virðingu fyrir þeim stjórum sem vilja klæðast þeim á leikjum því þetta eru sérstakir dagar. Mitt vandamál er að ég hef engan tíma eða pláss í hausnum til að hugsa um það sem ég ætla að klæðast,“ sagði Jürgen Klopp og bætir við: „Ég detta eiginlega bara inn í leikinn. Það gengur ekki upp fyrir mig að vera kominn á kaf inn í leikinn og þurfa þá að fara hafa áhyggjur af bindishnútum eða einhverju slíku. Ég reyndi einu sinni að klæðast gallabuxum og skyrtu en það var þegar ég kom fyrst til Dortmund. Það dugði í nokkrar vikur en svo var ég kominn aftur í æfingagallann,“ sagði Klopp og aðalástæðan. „Félagið sér um að hafa til æfingagallann þegar ég mæti. Gallinn er því tilbúinn fyrir mig í klefanum sem hjálpar mér mikið og það er aðalástæðan fyrir því,“ sagði Klopp. Það má sjá allt þetta skemmtilega viðtal hér fyrir neðan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira