Innlent

Fluttur á bráðamóttöku eftir fjórhjólaslys

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ekkert kemur fram um líðan farþegans í tilkynningunni.
Ekkert kemur fram um líðan farþegans í tilkynningunni. Vísir/vilhelm

Farþegi á fjórhjóli sem valt í fjórhjólaferð á Hópsnesi á Reykjanesi á laugardag var fluttur slasaður með sjúkrabíl á Landspítala í Fossvogi. Farþeginn var á fjórhjólinu með maka sínum, sem stýrði hjólinu, en sá síðarnefndi slapp ómeiddur, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum. Ekkert kemur fram um líðan farþegans í tilkynningunni.

Slysið varð með þeim hætti að parið var aftast í röðinni og hafði dregist aftur úr ferðafélögunum. Ökumaðurinn greip þá til þess ráðs að stytta sér leið en ók á grjót með þeim afleiðingum að hjólið valt.

Þá varð bílvelta á Reykjanesbraut sama dag þegar ökumaður skipti um akrein og bifreiðin lenti í hálku. Tvennt var í bifreiðinni og sluppu þau ómeidd. Fleiri óhöpp urðu þennan dag en enginn slasaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×