Grípum boltann - við erum í dauðafæri! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. janúar 2020 08:00 Í aðdraganda nýrrar menntastefnu hafa m.a. komið út þrjár skýrslur, sem eru fullar af uppbyggilegum hugmyndum um hvernig við gerum menntakerfið okkar betra í þágu barna og ungmenna. Þetta er skýrslan Menntun til framtíðar, aðgerðir og viðbrögð í kjölfar fundaraðar um menntun fyrir alla og mótun menntastefnu til 2030, Skýrsla starfshóps um geðrækt í skólum og Menntun fyrir alla – horft fram á veginn. Allar varpa ljósi á þær aðgerðir og breytingar sem brýnt er að koma í framkvæmd með nýrri menntastefnu. Undirtónninn er skýr: Líðan og velferð er lykill að farsæld, andlegum jafnt sem félagslegum þroska. Lærdómssamfélag, aukin starfsþróun kennara, fjölbreyttari hópur fagfólks, sveigjanleiki í náms- og stundarskrám, snemmtæk íhlutun, fjarþjónusta í hinum dreifðu byggðum landsins og lengi má áfram telja þætti sem skipta máli til að tryggja framúrskarandi námsumhverfi barna og ungmenna. Ítrekað er dregið fram mikilvægi þess að faglegt og gott skólastarf byggi á faglegu samstarfi ólíkra aðila. Látum kerfin tala saman. Allir sem að menntakerfinu koma eru sammála um að samvinna á milli ríkis og sveitarfélaga sé ekki bara æskileg, heldur nauðsynleg, svo menntakerfið geti gert enn betur, hversu ólíkar sem þarfir einstaklinga í fjölbreyttu samfélagi nemenda eru. Samvinna, með sameiginlega ábyrgð á velferð barna og ungmenna, er lykillinn að betra menntakerfi. Þess vegna er lögð áhersla á að kerfin þrjú, sem samfélagið hvílir á, starfi saman, þ.e. mennta-, félags- og heilbrigðiskerfið. Og kominn tími til. En eru þetta nýjar fréttir? Nei, þær eru það sannarlega ekki fyrir starfsfólk allra þessara kerfa, sem hafa gert sér grein fyrir að samstarf er lykillinn að framþróun. Öflugri menntastefnu er ætlað að leggja áherslu á velferð, geðheilbrigði og styðjandi námsumhverfi til að tryggja hæfni til framtíðar fyrir alla. Menntun fyrir alla næst aðeins með samstilltu átaki. Sífellt fleiri átta sig á mikilvægi þessarar samvinnu. Lífið í skólanum er svo langt frá því að vera bara lestrartækni eða endurtekin hraðlestrarpróf. Lífið í skólanum er nefnilega lífið sjálft í svo ótal, ótal myndum með sínum erfiðleikum, gleðistundum, velgengni og mistökum. Lífið í skólanum er líf barna og ungmenna sem er samfélaginu okkar svo dýrmætt og því skiptir máli að allir sem koma að þessu skólalífi séu færir um að grípa boltann. Boltarnir eru mismunandi og til þess að ná þeim þarf alls konar fagfólk til að skapa dauðafærið. Dauðafærið til að ná í mark. Gera betur og efla menntakerfið okkar svo um munar. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýrrar menntastefnu hafa m.a. komið út þrjár skýrslur, sem eru fullar af uppbyggilegum hugmyndum um hvernig við gerum menntakerfið okkar betra í þágu barna og ungmenna. Þetta er skýrslan Menntun til framtíðar, aðgerðir og viðbrögð í kjölfar fundaraðar um menntun fyrir alla og mótun menntastefnu til 2030, Skýrsla starfshóps um geðrækt í skólum og Menntun fyrir alla – horft fram á veginn. Allar varpa ljósi á þær aðgerðir og breytingar sem brýnt er að koma í framkvæmd með nýrri menntastefnu. Undirtónninn er skýr: Líðan og velferð er lykill að farsæld, andlegum jafnt sem félagslegum þroska. Lærdómssamfélag, aukin starfsþróun kennara, fjölbreyttari hópur fagfólks, sveigjanleiki í náms- og stundarskrám, snemmtæk íhlutun, fjarþjónusta í hinum dreifðu byggðum landsins og lengi má áfram telja þætti sem skipta máli til að tryggja framúrskarandi námsumhverfi barna og ungmenna. Ítrekað er dregið fram mikilvægi þess að faglegt og gott skólastarf byggi á faglegu samstarfi ólíkra aðila. Látum kerfin tala saman. Allir sem að menntakerfinu koma eru sammála um að samvinna á milli ríkis og sveitarfélaga sé ekki bara æskileg, heldur nauðsynleg, svo menntakerfið geti gert enn betur, hversu ólíkar sem þarfir einstaklinga í fjölbreyttu samfélagi nemenda eru. Samvinna, með sameiginlega ábyrgð á velferð barna og ungmenna, er lykillinn að betra menntakerfi. Þess vegna er lögð áhersla á að kerfin þrjú, sem samfélagið hvílir á, starfi saman, þ.e. mennta-, félags- og heilbrigðiskerfið. Og kominn tími til. En eru þetta nýjar fréttir? Nei, þær eru það sannarlega ekki fyrir starfsfólk allra þessara kerfa, sem hafa gert sér grein fyrir að samstarf er lykillinn að framþróun. Öflugri menntastefnu er ætlað að leggja áherslu á velferð, geðheilbrigði og styðjandi námsumhverfi til að tryggja hæfni til framtíðar fyrir alla. Menntun fyrir alla næst aðeins með samstilltu átaki. Sífellt fleiri átta sig á mikilvægi þessarar samvinnu. Lífið í skólanum er svo langt frá því að vera bara lestrartækni eða endurtekin hraðlestrarpróf. Lífið í skólanum er nefnilega lífið sjálft í svo ótal, ótal myndum með sínum erfiðleikum, gleðistundum, velgengni og mistökum. Lífið í skólanum er líf barna og ungmenna sem er samfélaginu okkar svo dýrmætt og því skiptir máli að allir sem koma að þessu skólalífi séu færir um að grípa boltann. Boltarnir eru mismunandi og til þess að ná þeim þarf alls konar fagfólk til að skapa dauðafærið. Dauðafærið til að ná í mark. Gera betur og efla menntakerfið okkar svo um munar. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun