Tónn ríkisstjórnarinnar falskur þótt fagurgalinn heyrist á milli Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2020 20:16 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm „Sjálf hef ég lengi hlustað eftir þessum nýja tón sem slá átti með myndun þessarar ríkisstjórnar. Tón sátta, ábyrgðar og heiðarleika, sem tekur gagnrýni fagnandi og vinnur stöðugt að eflingu trausts með gegnsæjum og vönduðum vinnubrögðum. En þess í stað heyri ég sama gamla tóninn og hljómað hefur í íslenskum stjórnmálum um áraraðir,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata um fyrirheit ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þórhildur rifjaði upp inngangsorð stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og sagði hún tóninn sem hún heyri falskan. „Sá tónn er falskur herra forseti þótt fagurgalinn heyrist inn á milli. Sá tónn felst í því að viðurkenna aldrei mistök. Að axla aldrei ábyrgð á gjörðum sínum. Hann felst í því að endurskrifa söguna eftir eigin hentisemi, sama í hversu hróplegu ósamræmi sú saga er við sannleikann.“ Gagnrýndi Þórhildur þá að ríkisstjórnin segi verra að benda á vandamálin en að skapa þau og beindi orðum sínum helst að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra. „Það er vont að tala um neyðarástand í heilbrigðisþjónustunni segir heilbrigðisráðherra. Það er ósanngjarnt að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir forsætisráðherra. Það er bara pólitík að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir sjávarútvegsráðherra,“ sagði Þórhildur. Þá rifjaði Þórhildur einnig upp skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og sagði að takist stjórnvöldum ekki að gefa almenningi til kynna að stjórnkerfið sé í höndum hæfs fólks geti traust ekki skapast. Spurði Þórhildur því næst hvernig það geti verið að fjármálaráðherra geti notið trausts eftir Panamaskjölin og spurði hvernig Sigríður Andersen hafi geta notið trausts sem dómsmálaráðherra. „Ég get ekki séð að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi unnið af heilum hug við að efla traust almennings á stjórnmálum. En ég hlusta enn, forseti, með opin eyru og opin augu með von í hjarta um að brátt heyri ég nýjan tón hljóma í þessum sal,“ voru lokaorð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Sjálf hef ég lengi hlustað eftir þessum nýja tón sem slá átti með myndun þessarar ríkisstjórnar. Tón sátta, ábyrgðar og heiðarleika, sem tekur gagnrýni fagnandi og vinnur stöðugt að eflingu trausts með gegnsæjum og vönduðum vinnubrögðum. En þess í stað heyri ég sama gamla tóninn og hljómað hefur í íslenskum stjórnmálum um áraraðir,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata um fyrirheit ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þórhildur rifjaði upp inngangsorð stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og sagði hún tóninn sem hún heyri falskan. „Sá tónn er falskur herra forseti þótt fagurgalinn heyrist inn á milli. Sá tónn felst í því að viðurkenna aldrei mistök. Að axla aldrei ábyrgð á gjörðum sínum. Hann felst í því að endurskrifa söguna eftir eigin hentisemi, sama í hversu hróplegu ósamræmi sú saga er við sannleikann.“ Gagnrýndi Þórhildur þá að ríkisstjórnin segi verra að benda á vandamálin en að skapa þau og beindi orðum sínum helst að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra. „Það er vont að tala um neyðarástand í heilbrigðisþjónustunni segir heilbrigðisráðherra. Það er ósanngjarnt að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir forsætisráðherra. Það er bara pólitík að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir sjávarútvegsráðherra,“ sagði Þórhildur. Þá rifjaði Þórhildur einnig upp skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og sagði að takist stjórnvöldum ekki að gefa almenningi til kynna að stjórnkerfið sé í höndum hæfs fólks geti traust ekki skapast. Spurði Þórhildur því næst hvernig það geti verið að fjármálaráðherra geti notið trausts eftir Panamaskjölin og spurði hvernig Sigríður Andersen hafi geta notið trausts sem dómsmálaráðherra. „Ég get ekki séð að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi unnið af heilum hug við að efla traust almennings á stjórnmálum. En ég hlusta enn, forseti, með opin eyru og opin augu með von í hjarta um að brátt heyri ég nýjan tón hljóma í þessum sal,“ voru lokaorð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira