„Menn geta ekki fengið allt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2020 19:45 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var nokkuð bjartsýnn á stöðuna í efnahagsmálum, þrátt fyrir að hægst hafi um í hagkerfinu, í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann fagnaði jafnframt afköstum ríkisstjórnarinnar og rifjaði upp orð forseta Alþingis frá því á síðasta þingfundi síðasta árs þar sem fram kom að sögulega mörg mál hafi verið afgreidd á haustþingi. „Meðal þeirra sem að kláraðist á haustþinginu var frumvarp sem ég hafði lagt hér fram um að lækka skatta. Þeir lækkuðu núna fyrir árið 2020 um níu og hálfan milljarð króna. þar vegur þyngst lækkun tryggingagjaldsins og lækkun tekjuskatts einstaklinga,“ sagði Bjarni. Nefndi hann jafnframt niðurfellingu ýmissa gjalda á borð við virðisaukaskatt á umhverfisvæna samgöngumáta og fagnaði samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna. Benti hann jafnframt á að á Íslandi séu lífskjör séu með þeim betri sem þekkist í heiminum. Það sé áskorun, einnig þegar vel gengur, að viðhalda slíkri. „Menn geta ekki fengið allt,“ sagði Bjarni og vísaði meðal annars til umræðu um að hér á landi séu laun ekki nógu há. „Við þurfum að ræða þetta af einhverjum heiðarleika hér, hvort við erum á leiðinni að réttu jafnvægi þegar við erum sífellt að leggja áherslu á að laun hér á landi séu hærri en annars staðar. Vegna þess að það er svo sannarlega eftirsóknarverð staða en hún fæst ekki án fórnarkostnaðar og almennt held ég að við verðum að gangast við því að oft hér í þingsal er verið að horfa fram hjá algildum lögmálum eins og því að í hagfræðinni að við höfum aldrei úr nægum gæðum að spila til þess að leysa hvers manns vanda, að leysa öll vandamál,“ sagði Bjarni. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fundur hófst klukkan 15 en var strax frestað til klukkan 16. 20. janúar 2020 15:30 Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:22 Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. 20. janúar 2020 19:12 Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:45 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var nokkuð bjartsýnn á stöðuna í efnahagsmálum, þrátt fyrir að hægst hafi um í hagkerfinu, í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann fagnaði jafnframt afköstum ríkisstjórnarinnar og rifjaði upp orð forseta Alþingis frá því á síðasta þingfundi síðasta árs þar sem fram kom að sögulega mörg mál hafi verið afgreidd á haustþingi. „Meðal þeirra sem að kláraðist á haustþinginu var frumvarp sem ég hafði lagt hér fram um að lækka skatta. Þeir lækkuðu núna fyrir árið 2020 um níu og hálfan milljarð króna. þar vegur þyngst lækkun tryggingagjaldsins og lækkun tekjuskatts einstaklinga,“ sagði Bjarni. Nefndi hann jafnframt niðurfellingu ýmissa gjalda á borð við virðisaukaskatt á umhverfisvæna samgöngumáta og fagnaði samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna. Benti hann jafnframt á að á Íslandi séu lífskjör séu með þeim betri sem þekkist í heiminum. Það sé áskorun, einnig þegar vel gengur, að viðhalda slíkri. „Menn geta ekki fengið allt,“ sagði Bjarni og vísaði meðal annars til umræðu um að hér á landi séu laun ekki nógu há. „Við þurfum að ræða þetta af einhverjum heiðarleika hér, hvort við erum á leiðinni að réttu jafnvægi þegar við erum sífellt að leggja áherslu á að laun hér á landi séu hærri en annars staðar. Vegna þess að það er svo sannarlega eftirsóknarverð staða en hún fæst ekki án fórnarkostnaðar og almennt held ég að við verðum að gangast við því að oft hér í þingsal er verið að horfa fram hjá algildum lögmálum eins og því að í hagfræðinni að við höfum aldrei úr nægum gæðum að spila til þess að leysa hvers manns vanda, að leysa öll vandamál,“ sagði Bjarni.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fundur hófst klukkan 15 en var strax frestað til klukkan 16. 20. janúar 2020 15:30 Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:22 Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. 20. janúar 2020 19:12 Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:45 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fundur hófst klukkan 15 en var strax frestað til klukkan 16. 20. janúar 2020 15:30
Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:22
Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. 20. janúar 2020 19:12
Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:45