Rannsaka starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis með áherslu einelti og áreitni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2020 11:41 Könnunin er þáttur í því ferli að kortleggja umfang ofbeldishegðunar, svo sem eineltis, kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni, á þjóðþingum Evrópu. vísir/hanna Alþingi stendur nú fyrir rannsókn á vinnustaðamenningu og starfsumhverfi þingsins með sérstakri áherslu á einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni. Frá þessu er greint á vef Alþingis en það er Félagsvísindastofnun sem hefur umsjón með rannsókninni. „Um er að ræða netkönnun með spurningum bæði til þingmanna og starfsmanna sem tekur mið af rannsókn Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) og Evrópuráðsþingsins (PACE) á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á evrópskum þjóðþingum og verða niðurstöður því að hluta til samanburðarhæfar. Einnig verður nýleg rannsókn sem Félagsvísindastofnun vann fyrir velferðarráðuneytið á íslenskum vinnumarkaði, Valdbeiting á vinnustað, höfð til hliðsjónar og samanburðar,“ segir á vef þingsins. Könnunin sé þannig þáttur í því ferli að kortleggja umfang ofbeldishegðunar, svo sem eineltis, kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni, á þjóðþingum Evrópu. Þá er könnunin einnig liður í því að afla almennra upplýsinga um Alþingi sem vinnustað og sameiginlegt starfsumhverfi þingmanna og starfsmanna. „Starfsmenn og þingmenn hafa fengið bréf frá forseta Alþingis með hvatningu til að taka þátt í könnuninni, þar sem bent er á að góð svörun auki verulega gæði könnunarinnar og gagnsemi. Þá er áréttað að netföng verði ekki tengd svörum þátttakenda og engar aðrar persónugreinanlegar upplýsingar verði nýttar í rannsókninni, hvorki við greiningu gagna né framsetningu niðurstaðna í lokaskýrslu,“ segir á vef Alþingis. Þing kemur saman klukkan 15 í dag eftir jólahlé. Tilhögun fundarins verður þannig að fyrst mun forsætisráðherra lesa forsetabréf um framhaldsfundi Alþingis. Síðan mun forseti þingsins fresta þingfundi til klukkan 16. Þegar þingfundur hefst að nýju verður Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrverandi þingmanns, minnst. Þá les forseti tilkynningar og síðan hefst umræða um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs og þau verkefni sem eru fram undan. Alþingi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gefur orðum Klausturdólganna nýja vídd Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. 18. október 2019 20:30 Meiri hluti Alþingismanna í yfirstétt Í gær kom út ný bók dr. Hauks Arnþórssonar. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunni Alþingis yfir 27 ára tímabil ásamt könnun sem lögð var fyrir konur á Alþingi. Niðurstöðurnar sýna meðal annars tengsl stéttarstöðu þingmanna og framgöngu þeirra í starfi. 19. október 2019 09:30 Segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé enn að mörgu leyti undir körlum kominn Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. 18. október 2019 13:23 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Alþingi stendur nú fyrir rannsókn á vinnustaðamenningu og starfsumhverfi þingsins með sérstakri áherslu á einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni. Frá þessu er greint á vef Alþingis en það er Félagsvísindastofnun sem hefur umsjón með rannsókninni. „Um er að ræða netkönnun með spurningum bæði til þingmanna og starfsmanna sem tekur mið af rannsókn Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) og Evrópuráðsþingsins (PACE) á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á evrópskum þjóðþingum og verða niðurstöður því að hluta til samanburðarhæfar. Einnig verður nýleg rannsókn sem Félagsvísindastofnun vann fyrir velferðarráðuneytið á íslenskum vinnumarkaði, Valdbeiting á vinnustað, höfð til hliðsjónar og samanburðar,“ segir á vef þingsins. Könnunin sé þannig þáttur í því ferli að kortleggja umfang ofbeldishegðunar, svo sem eineltis, kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni, á þjóðþingum Evrópu. Þá er könnunin einnig liður í því að afla almennra upplýsinga um Alþingi sem vinnustað og sameiginlegt starfsumhverfi þingmanna og starfsmanna. „Starfsmenn og þingmenn hafa fengið bréf frá forseta Alþingis með hvatningu til að taka þátt í könnuninni, þar sem bent er á að góð svörun auki verulega gæði könnunarinnar og gagnsemi. Þá er áréttað að netföng verði ekki tengd svörum þátttakenda og engar aðrar persónugreinanlegar upplýsingar verði nýttar í rannsókninni, hvorki við greiningu gagna né framsetningu niðurstaðna í lokaskýrslu,“ segir á vef Alþingis. Þing kemur saman klukkan 15 í dag eftir jólahlé. Tilhögun fundarins verður þannig að fyrst mun forsætisráðherra lesa forsetabréf um framhaldsfundi Alþingis. Síðan mun forseti þingsins fresta þingfundi til klukkan 16. Þegar þingfundur hefst að nýju verður Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrverandi þingmanns, minnst. Þá les forseti tilkynningar og síðan hefst umræða um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs og þau verkefni sem eru fram undan.
Alþingi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gefur orðum Klausturdólganna nýja vídd Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. 18. október 2019 20:30 Meiri hluti Alþingismanna í yfirstétt Í gær kom út ný bók dr. Hauks Arnþórssonar. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunni Alþingis yfir 27 ára tímabil ásamt könnun sem lögð var fyrir konur á Alþingi. Niðurstöðurnar sýna meðal annars tengsl stéttarstöðu þingmanna og framgöngu þeirra í starfi. 19. október 2019 09:30 Segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé enn að mörgu leyti undir körlum kominn Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. 18. október 2019 13:23 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Gefur orðum Klausturdólganna nýja vídd Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. 18. október 2019 20:30
Meiri hluti Alþingismanna í yfirstétt Í gær kom út ný bók dr. Hauks Arnþórssonar. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunni Alþingis yfir 27 ára tímabil ásamt könnun sem lögð var fyrir konur á Alþingi. Niðurstöðurnar sýna meðal annars tengsl stéttarstöðu þingmanna og framgöngu þeirra í starfi. 19. október 2019 09:30
Segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé enn að mörgu leyti undir körlum kominn Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. 18. október 2019 13:23