Vitum að næstu landsleikir verða í júní en vitum ekki hverjum við mætum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 13:30 Strákarnir okkar fagna sigri á Dönum á EM. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki misst af mörgum stórmótum síðasta tvo áratugi og nú styttist í það verkefni að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti. Næstu mótsleikir íslenska landsliðsins í handknattleik karla verða í byrjun júní þegar leiknir verða tveir umspilsleikir um þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi í janúar á næsta ári. Vegna þess að íslenska landsliðið sleppur við þátttöku á fyrsta stigi undankeppni HM, sem fram fer upp úr miðjum apríl, er ekki ljóst hver verður andstæðingur Íslands í júníleikjunum. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ. Eins og áður segir fara leikir á fyrsta stigi undankeppninnar í fram í apríl, um líka leyti og forkeppni Ólympíuleikanna verður háð. Á fyrsta stigi undankeppni HM taka landslið átta þjóða þátt, þ.e. fjögur neðstu liðin á EM2020, Pólland, Rússland, Bosnía og Lettland auk fjögurra sem unnu hver sinn riðil í undankeppni sem háð var frá október á síðasta ári og fram í byrjun janúar. Um er að ræða landslið Litháen, Rúmeníu, Tyrklands og Ísrael. Í morgun var dregið hvaða lið mætast og var niðurstaðan eftirfarandi: Tyrkland - Rússland Rúmenía - Bosnía Pólland - Litháen Ísrael - Lettland Eftir leikina sem fram fara 15. til 19. apríl heima og að heima standa fjögur lið sem bætast í pott með eftirtöldum liðum á frá EM: Slóvenía, Þýskaland, Portúgal, Svíþjóð, Austurríki, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Ísland, Tékkland, Frakkland, Norður-Makedónía, Sviss, Holland, Svartfjallaland, Úkraína og Serbía. Alls landsliðs 16 þjóða auk fjögurra frá undankeppninni í apríl. Þessum 20 liðum verður skipt upp í tvo styrkleikaflokka og dregin saman. Flest bendir til þess að íslenska landsliðið verði áfram í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í vor. Á HM í Egyptalandi verða þátttökuþjóðir 32, átta fleiri en á undanförnum mótum. Evrópa á sæti fyrir 13 keppnislið auk heimsmeistara Dana. Þrjú efstu lið EM2020 hafa þegar tryggt sér farseðilinn á HM2021, Evrópumeistarar Spánar, silfurlið Króata og bronslið Norðmanna. Eftir standa 10 sæti sem bitist verður um í fyrri hluta júní. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki misst af mörgum stórmótum síðasta tvo áratugi og nú styttist í það verkefni að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti. Næstu mótsleikir íslenska landsliðsins í handknattleik karla verða í byrjun júní þegar leiknir verða tveir umspilsleikir um þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi í janúar á næsta ári. Vegna þess að íslenska landsliðið sleppur við þátttöku á fyrsta stigi undankeppni HM, sem fram fer upp úr miðjum apríl, er ekki ljóst hver verður andstæðingur Íslands í júníleikjunum. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ. Eins og áður segir fara leikir á fyrsta stigi undankeppninnar í fram í apríl, um líka leyti og forkeppni Ólympíuleikanna verður háð. Á fyrsta stigi undankeppni HM taka landslið átta þjóða þátt, þ.e. fjögur neðstu liðin á EM2020, Pólland, Rússland, Bosnía og Lettland auk fjögurra sem unnu hver sinn riðil í undankeppni sem háð var frá október á síðasta ári og fram í byrjun janúar. Um er að ræða landslið Litháen, Rúmeníu, Tyrklands og Ísrael. Í morgun var dregið hvaða lið mætast og var niðurstaðan eftirfarandi: Tyrkland - Rússland Rúmenía - Bosnía Pólland - Litháen Ísrael - Lettland Eftir leikina sem fram fara 15. til 19. apríl heima og að heima standa fjögur lið sem bætast í pott með eftirtöldum liðum á frá EM: Slóvenía, Þýskaland, Portúgal, Svíþjóð, Austurríki, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Ísland, Tékkland, Frakkland, Norður-Makedónía, Sviss, Holland, Svartfjallaland, Úkraína og Serbía. Alls landsliðs 16 þjóða auk fjögurra frá undankeppninni í apríl. Þessum 20 liðum verður skipt upp í tvo styrkleikaflokka og dregin saman. Flest bendir til þess að íslenska landsliðið verði áfram í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í vor. Á HM í Egyptalandi verða þátttökuþjóðir 32, átta fleiri en á undanförnum mótum. Evrópa á sæti fyrir 13 keppnislið auk heimsmeistara Dana. Þrjú efstu lið EM2020 hafa þegar tryggt sér farseðilinn á HM2021, Evrópumeistarar Spánar, silfurlið Króata og bronslið Norðmanna. Eftir standa 10 sæti sem bitist verður um í fyrri hluta júní.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira