Segir peninga ráða leiknum og hvetur knattspyrnusamböndin til að hugsa um leikmennina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 08:00 De Bruyne átti góðan leik í gærkvöld en það dugði ekki til. EPA-EFE/Miguel A. Lopes Kevin De Bruyne skoraði eina mark Manchester City er liðið tapaði 3-1 fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Hann mætti í viðtal að leik loknum þar sem hann var vægast sagt hreinskilinn sem og einlægur. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Andlega þreyttur. Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, þetta var of hægt og við fundum engar lausnir. Við spiluðum mjög vel í síðari hálfleik að mínu mati, við komum til baka í 1-1 og sköpuðum fullt af færum. Svo gefum við þeim tvö auðveld mörk og leikurinn er búinn. Þetta er sama sagan og venjulega að mínu mati ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Belginn aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. „Við ætlum okkur alltaf að vinna keppnina en við höfum aldrei unnið hana. Við erum með frábært lið en gerum alltof mörg mistök. Við höfum verið að því allt tímabilið, ég held að við þurfum að horfast í augu við það og skoða hvað við getum gert betur. Þetta lið er ótrúlegt, besta lið sem ég hef spilað í en við gerum of mörg mistök og það er ástæðan fyrir mér [að City datt út],“ sagði De Bruyne um möguleika City á að vinna Meistaradeildina í ár. „Á þessu getustigi þá ertu látinn borga, sama hversu lítil mistökin eru. Ef Raheem Sterling skorar – ég er samt ekki að kenna honum um því hann átti frábæra leiktíð – þá er staðan 2-2 en í staðinn fara þeir í sókn, Ederson missir boltann og þeir skora. Við þurfum að læra af þessu og þroskast því svona töpuðum við úrvalsdeildinni, FA-bikarnum og Meistaradeildinni.“ „Þetta lið verður að setja sér það markmið að vera það besta og við vorum ekki bestir í ár. Ég held að allir þurfi að taka sér smá frí, horfa í spegilinn og koma betri til baka,“ sagði hreinskilinn De Bruyne. Að lokum var belgíski miðjumaðurinn spurður út í áhrif kórónufaraldursins á fótboltann. „Ég tel að kórónufaraldurinn muni hafa gífurleg áhrif á næstu leiktíð því við fáum ekkert frí. Ég held að FIFA, UEFA og FIFA þurfi að hugsa sinn gang því eftir tvo mánuði verðum við í fínum málum. Eftir sex mánuði verðum við leikmennirnir búnir á því andlega og líkamlega en peningar ráða leiknum svo við fylgjum bara straumnum.“ Klippa: Viðtal við De Bruyne Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
Kevin De Bruyne skoraði eina mark Manchester City er liðið tapaði 3-1 fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Hann mætti í viðtal að leik loknum þar sem hann var vægast sagt hreinskilinn sem og einlægur. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Andlega þreyttur. Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, þetta var of hægt og við fundum engar lausnir. Við spiluðum mjög vel í síðari hálfleik að mínu mati, við komum til baka í 1-1 og sköpuðum fullt af færum. Svo gefum við þeim tvö auðveld mörk og leikurinn er búinn. Þetta er sama sagan og venjulega að mínu mati ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Belginn aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. „Við ætlum okkur alltaf að vinna keppnina en við höfum aldrei unnið hana. Við erum með frábært lið en gerum alltof mörg mistök. Við höfum verið að því allt tímabilið, ég held að við þurfum að horfast í augu við það og skoða hvað við getum gert betur. Þetta lið er ótrúlegt, besta lið sem ég hef spilað í en við gerum of mörg mistök og það er ástæðan fyrir mér [að City datt út],“ sagði De Bruyne um möguleika City á að vinna Meistaradeildina í ár. „Á þessu getustigi þá ertu látinn borga, sama hversu lítil mistökin eru. Ef Raheem Sterling skorar – ég er samt ekki að kenna honum um því hann átti frábæra leiktíð – þá er staðan 2-2 en í staðinn fara þeir í sókn, Ederson missir boltann og þeir skora. Við þurfum að læra af þessu og þroskast því svona töpuðum við úrvalsdeildinni, FA-bikarnum og Meistaradeildinni.“ „Þetta lið verður að setja sér það markmið að vera það besta og við vorum ekki bestir í ár. Ég held að allir þurfi að taka sér smá frí, horfa í spegilinn og koma betri til baka,“ sagði hreinskilinn De Bruyne. Að lokum var belgíski miðjumaðurinn spurður út í áhrif kórónufaraldursins á fótboltann. „Ég tel að kórónufaraldurinn muni hafa gífurleg áhrif á næstu leiktíð því við fáum ekkert frí. Ég held að FIFA, UEFA og FIFA þurfi að hugsa sinn gang því eftir tvo mánuði verðum við í fínum málum. Eftir sex mánuði verðum við leikmennirnir búnir á því andlega og líkamlega en peningar ráða leiknum svo við fylgjum bara straumnum.“ Klippa: Viðtal við De Bruyne
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira