Argentínumaðurinn Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu.
Þessu greinir fjölmiðlamaðurinn Marcelo Bechler frá en hann var fyrstur til að greina frá því að Neymdar væri að fara til Paris Saint-Germain frá Barcelona á sínum tíma.
Marcelo Bechler, the man who broke the story of Neymar going to PSG in 2017, is now reporting that Lionel Messi wants to leave Barcelona IMMEDIATELY. He is fed up with the administration and their failure to plan. He has told the club he would like to move, Bechler reports. https://t.co/4d9RDNzDKj
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) August 16, 2020
Messi er ósáttur við yfirmenn sína, allt frá þjálfara til stjórnarmanna. Þá er hann óánægður með það hvernig félagið höndlaði launalækkun leikmanna í kjölfar kórónufaraldursins.
Frammistaða liðsins í spænsku úrvalsdeildinni eftir að hlé var gert á henni vegna kórónufaraldursins hefur spilað sinn þátt í ákvörðun Messi. Þá var 8-2 afhroð liðsins gegn Bayern Munich í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðasta stráið.
Hinn 33 ára gamli Messi hefur leikið með Barcelona allan sinn feril og unnið fjöldan allan af verðlaunum ásamt því að vera talinn einn allra besti knattspyrnumaður frá upphafi. Þó hann sé orðinn þetta gamall er ljóst að mörg félög myndu gefa mikið til þess að fá Messi í sínar raðir.