Búið að reka þjálfara Börsunga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 22:34 Setién mun ekki stýra liði Barcelona í fleiri leikjum. EPA-EFE/Rafael Marchante Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. Þetta staðfesti Josep Bartomeu forseti félagsins nú í kvöld. Talið er að Ronald Koeman, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi landsliðsþjálfari Hollands sé líklegastur til að taka við. Quique Setien is OUT as Barcelona coach, according to club president Josep Bartomeu. pic.twitter.com/af0VaVQaPd— FOX Soccer (@FOXSoccer) August 16, 2020 Setien var ráðinn í janúar á þessu ári þegar Ernesto Valverde var látinn fara. Sá hafði skilað liðinu spænska meistaratitlinum tvö ár í röð og var liðið í efsta sæti deildarinnar þegar Setién tók við. Síðan hinn 61 árs gamli Setién tók við liðinu hefur allt gengið á afturfótunum. Lionel Messi – argentíski snillingurinn í röðum Börsunga – ku hafa fengið nóg af vanhæfni stjórnarmanna félagsins og vill yfirgefa félagið. Messi hefur allan sinn feril leikið fyrir Barcelona og slegið hvert metið á fætur öðru. Liðinu tókst að glutra niður forystu sinni á Spáni og leyfði erkifjendum sínum í Real Madrid að landa titlinum. Þá tapaði liðið 8-2 fyrir Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Eitthvað sem á ekki að geta komið fyrir félag af þeirri stærðargráðu og Barcelona er. Mögulega tekur Koeman við á morgun en það er ljóst að hann þarf að hafa hraðar hendur þar sem undirbúningstímabil Börsunga hefst eftir aðeins tvær vikur og það er deginum ljósara að það þarf að taka til hendinni í leikmannahóp liðsins. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. Þetta staðfesti Josep Bartomeu forseti félagsins nú í kvöld. Talið er að Ronald Koeman, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi landsliðsþjálfari Hollands sé líklegastur til að taka við. Quique Setien is OUT as Barcelona coach, according to club president Josep Bartomeu. pic.twitter.com/af0VaVQaPd— FOX Soccer (@FOXSoccer) August 16, 2020 Setien var ráðinn í janúar á þessu ári þegar Ernesto Valverde var látinn fara. Sá hafði skilað liðinu spænska meistaratitlinum tvö ár í röð og var liðið í efsta sæti deildarinnar þegar Setién tók við. Síðan hinn 61 árs gamli Setién tók við liðinu hefur allt gengið á afturfótunum. Lionel Messi – argentíski snillingurinn í röðum Börsunga – ku hafa fengið nóg af vanhæfni stjórnarmanna félagsins og vill yfirgefa félagið. Messi hefur allan sinn feril leikið fyrir Barcelona og slegið hvert metið á fætur öðru. Liðinu tókst að glutra niður forystu sinni á Spáni og leyfði erkifjendum sínum í Real Madrid að landa titlinum. Þá tapaði liðið 8-2 fyrir Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Eitthvað sem á ekki að geta komið fyrir félag af þeirri stærðargráðu og Barcelona er. Mögulega tekur Koeman við á morgun en það er ljóst að hann þarf að hafa hraðar hendur þar sem undirbúningstímabil Börsunga hefst eftir aðeins tvær vikur og það er deginum ljósara að það þarf að taka til hendinni í leikmannahóp liðsins.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15
Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15