Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 14:46 Þórólfur Guðnason segir Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög. Vísir/Vilhelm - aðsend Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. Það vakti athygli að ráðherrann og vinkonur hennar birtu myndir frá kvöldinu, sem einhverjir segja hafa verið vinkonudjamm, þar sem þær viðhéldu ekki tveggja metra reglunni. „Ég held hún hafi ekki verið að brjóta lögin eins og þau segja nákvæmlega fyrir um en vissulega hefði mátt passa betur tveggja metra regluna þarna,“ sagði Þórólfur aðspurður um málið á upplýsingafundi dagsins vegna kórónuveirunnar. Hann sagði síðustu auglýsingu yfirvalda um sóttvarnareglur ekki segja til um að tveir einstaklingar sem ekki deildu sama heimili þyrftu að viðhalda tveggja metra fjarlægð heldur þyrftu rekstraraðilar að tryggja að fólk gæti fengið sína tvo metra. „Þetta sýnir bara að fólk verður að bera ábyrgð á sínum athöfnum og tveggja metra reglan á náttúrulega aðallega við umgengni við einstaklinga sem maður þekkir engin deili á og að passa sig í fjölmenni en það getur vissulega þurft að taka tillit til þeirra í annarri umgengni líka,“ bætti Þórólfur við. „Ég held að það hefði verið heppilegra að passa upp á tveggja metra regluna en þetta sýnir bara það að við þurfum kannski að vera dálítið sveigjanleg og umburðarlynd.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði aðspurður um hvort að ráðherra þurfi ekki að sýna betra fordæmi að almennt stöndum við öll frammi fyrir sömu áskorunum. „Við þurfum öll að standa okkur og auðvitað þurfum við sem erum í framlínunni að vera fyrirmyndir. Ég er alveg sammála því. Við viljum öll hitta fólkið okkar og við viljum öll geta umgengist vini okkar og við þurfum að gæta okkar í þessu öllu saman.“ „Á sama tíma, líka, vera tilbúin að taka gagnrýninni og bæta okkur. Við þurfum þá líka að setja fram okkar gagnrýni á hóflegan og – hvað á maður að segja – hæfilegan hátt, en ekki með miklum upphrópunum,“ bætti Víðir við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. Það vakti athygli að ráðherrann og vinkonur hennar birtu myndir frá kvöldinu, sem einhverjir segja hafa verið vinkonudjamm, þar sem þær viðhéldu ekki tveggja metra reglunni. „Ég held hún hafi ekki verið að brjóta lögin eins og þau segja nákvæmlega fyrir um en vissulega hefði mátt passa betur tveggja metra regluna þarna,“ sagði Þórólfur aðspurður um málið á upplýsingafundi dagsins vegna kórónuveirunnar. Hann sagði síðustu auglýsingu yfirvalda um sóttvarnareglur ekki segja til um að tveir einstaklingar sem ekki deildu sama heimili þyrftu að viðhalda tveggja metra fjarlægð heldur þyrftu rekstraraðilar að tryggja að fólk gæti fengið sína tvo metra. „Þetta sýnir bara að fólk verður að bera ábyrgð á sínum athöfnum og tveggja metra reglan á náttúrulega aðallega við umgengni við einstaklinga sem maður þekkir engin deili á og að passa sig í fjölmenni en það getur vissulega þurft að taka tillit til þeirra í annarri umgengni líka,“ bætti Þórólfur við. „Ég held að það hefði verið heppilegra að passa upp á tveggja metra regluna en þetta sýnir bara það að við þurfum kannski að vera dálítið sveigjanleg og umburðarlynd.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði aðspurður um hvort að ráðherra þurfi ekki að sýna betra fordæmi að almennt stöndum við öll frammi fyrir sömu áskorunum. „Við þurfum öll að standa okkur og auðvitað þurfum við sem erum í framlínunni að vera fyrirmyndir. Ég er alveg sammála því. Við viljum öll hitta fólkið okkar og við viljum öll geta umgengist vini okkar og við þurfum að gæta okkar í þessu öllu saman.“ „Á sama tíma, líka, vera tilbúin að taka gagnrýninni og bæta okkur. Við þurfum þá líka að setja fram okkar gagnrýni á hóflegan og – hvað á maður að segja – hæfilegan hátt, en ekki með miklum upphrópunum,“ bætti Víðir við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira