Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 14:46 Þórólfur Guðnason segir Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög. Vísir/Vilhelm - aðsend Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. Það vakti athygli að ráðherrann og vinkonur hennar birtu myndir frá kvöldinu, sem einhverjir segja hafa verið vinkonudjamm, þar sem þær viðhéldu ekki tveggja metra reglunni. „Ég held hún hafi ekki verið að brjóta lögin eins og þau segja nákvæmlega fyrir um en vissulega hefði mátt passa betur tveggja metra regluna þarna,“ sagði Þórólfur aðspurður um málið á upplýsingafundi dagsins vegna kórónuveirunnar. Hann sagði síðustu auglýsingu yfirvalda um sóttvarnareglur ekki segja til um að tveir einstaklingar sem ekki deildu sama heimili þyrftu að viðhalda tveggja metra fjarlægð heldur þyrftu rekstraraðilar að tryggja að fólk gæti fengið sína tvo metra. „Þetta sýnir bara að fólk verður að bera ábyrgð á sínum athöfnum og tveggja metra reglan á náttúrulega aðallega við umgengni við einstaklinga sem maður þekkir engin deili á og að passa sig í fjölmenni en það getur vissulega þurft að taka tillit til þeirra í annarri umgengni líka,“ bætti Þórólfur við. „Ég held að það hefði verið heppilegra að passa upp á tveggja metra regluna en þetta sýnir bara það að við þurfum kannski að vera dálítið sveigjanleg og umburðarlynd.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði aðspurður um hvort að ráðherra þurfi ekki að sýna betra fordæmi að almennt stöndum við öll frammi fyrir sömu áskorunum. „Við þurfum öll að standa okkur og auðvitað þurfum við sem erum í framlínunni að vera fyrirmyndir. Ég er alveg sammála því. Við viljum öll hitta fólkið okkar og við viljum öll geta umgengist vini okkar og við þurfum að gæta okkar í þessu öllu saman.“ „Á sama tíma, líka, vera tilbúin að taka gagnrýninni og bæta okkur. Við þurfum þá líka að setja fram okkar gagnrýni á hóflegan og – hvað á maður að segja – hæfilegan hátt, en ekki með miklum upphrópunum,“ bætti Víðir við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. Það vakti athygli að ráðherrann og vinkonur hennar birtu myndir frá kvöldinu, sem einhverjir segja hafa verið vinkonudjamm, þar sem þær viðhéldu ekki tveggja metra reglunni. „Ég held hún hafi ekki verið að brjóta lögin eins og þau segja nákvæmlega fyrir um en vissulega hefði mátt passa betur tveggja metra regluna þarna,“ sagði Þórólfur aðspurður um málið á upplýsingafundi dagsins vegna kórónuveirunnar. Hann sagði síðustu auglýsingu yfirvalda um sóttvarnareglur ekki segja til um að tveir einstaklingar sem ekki deildu sama heimili þyrftu að viðhalda tveggja metra fjarlægð heldur þyrftu rekstraraðilar að tryggja að fólk gæti fengið sína tvo metra. „Þetta sýnir bara að fólk verður að bera ábyrgð á sínum athöfnum og tveggja metra reglan á náttúrulega aðallega við umgengni við einstaklinga sem maður þekkir engin deili á og að passa sig í fjölmenni en það getur vissulega þurft að taka tillit til þeirra í annarri umgengni líka,“ bætti Þórólfur við. „Ég held að það hefði verið heppilegra að passa upp á tveggja metra regluna en þetta sýnir bara það að við þurfum kannski að vera dálítið sveigjanleg og umburðarlynd.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði aðspurður um hvort að ráðherra þurfi ekki að sýna betra fordæmi að almennt stöndum við öll frammi fyrir sömu áskorunum. „Við þurfum öll að standa okkur og auðvitað þurfum við sem erum í framlínunni að vera fyrirmyndir. Ég er alveg sammála því. Við viljum öll hitta fólkið okkar og við viljum öll geta umgengist vini okkar og við þurfum að gæta okkar í þessu öllu saman.“ „Á sama tíma, líka, vera tilbúin að taka gagnrýninni og bæta okkur. Við þurfum þá líka að setja fram okkar gagnrýni á hóflegan og – hvað á maður að segja – hæfilegan hátt, en ekki með miklum upphrópunum,“ bætti Víðir við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira