David Silva fær styttu af sér fyrir utan heimavöll Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 16:30 David Silva og Joe Hart fagna hér saman fyrsta Englandsmeistaratitli Manchester City í núverandi sigurgöngu en þetta var árið 2012. Getty/Alex Livesey David Silva kvaddi Manchester City um helgina en félagið ætlar að passa það að gestir á heimaleiki félagsins gleymi honum ekki. Manchester City hefur gefið út plön sín að reisa styttu af spænska knattspyrnumanninum David Silva fyrir utan heimavöll Manchester City, Ethiad leikvanginn. David Silva lék sinn síðasta leik með Manchester City um helgina þegar liðið datt út á móti Lyon í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Silva kom inn á sem varamaður á 84. mínútu leiksins og lék síðustu mínúturnar. Að baki eru tíu mögnuð og sigursæl ár hjá félaginu. Man City have announced plans for a David Silva statue at Etihad Stadium. https://t.co/6jgA3F8LWT #MCFC pic.twitter.com/pTlXToKKPK— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2020 David Silva kom til Manchester City frá Valencia árið 2010 en hinn 34 ára gamli miðjumaður lék alls 436 leiki fyrir félagið og vann samtals fjórtán titla. „David var hljóðlátur leiðtogi sem veitti öllum mönnum í kringum sig innblástur. Styttan af David mun minna okkur um allar þær stundirnar sem hann gaf okkur, ekki aðeins sem stórkostlegur fótboltamaður heldur einnig sem frábær sendiherra félagsins sem kom alltaf fram af miklum virðuleika,“ sagði Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City. Styttan verður afhjúpuð á næsta ári en á sama tíma verður reist samskonar stytta af Vincent Kompany, fyrrum fyrirliða Manchester City sem hætti hjá félaginu síðasta sumar. Saman tóku þeir David Silva og Vincent Kompany þátt í Englandsmeistaratitlum Manchester City 2012, 2014, 2018 og 2019. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri Meistardeildarleiki fyrir Manchester City en einmitt David Silva (70) og þá varð hann tvisvar bikarmeistari og fimm sinnum deildabikarmeistari með Manchester City. Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
David Silva kvaddi Manchester City um helgina en félagið ætlar að passa það að gestir á heimaleiki félagsins gleymi honum ekki. Manchester City hefur gefið út plön sín að reisa styttu af spænska knattspyrnumanninum David Silva fyrir utan heimavöll Manchester City, Ethiad leikvanginn. David Silva lék sinn síðasta leik með Manchester City um helgina þegar liðið datt út á móti Lyon í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Silva kom inn á sem varamaður á 84. mínútu leiksins og lék síðustu mínúturnar. Að baki eru tíu mögnuð og sigursæl ár hjá félaginu. Man City have announced plans for a David Silva statue at Etihad Stadium. https://t.co/6jgA3F8LWT #MCFC pic.twitter.com/pTlXToKKPK— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2020 David Silva kom til Manchester City frá Valencia árið 2010 en hinn 34 ára gamli miðjumaður lék alls 436 leiki fyrir félagið og vann samtals fjórtán titla. „David var hljóðlátur leiðtogi sem veitti öllum mönnum í kringum sig innblástur. Styttan af David mun minna okkur um allar þær stundirnar sem hann gaf okkur, ekki aðeins sem stórkostlegur fótboltamaður heldur einnig sem frábær sendiherra félagsins sem kom alltaf fram af miklum virðuleika,“ sagði Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City. Styttan verður afhjúpuð á næsta ári en á sama tíma verður reist samskonar stytta af Vincent Kompany, fyrrum fyrirliða Manchester City sem hætti hjá félaginu síðasta sumar. Saman tóku þeir David Silva og Vincent Kompany þátt í Englandsmeistaratitlum Manchester City 2012, 2014, 2018 og 2019. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri Meistardeildarleiki fyrir Manchester City en einmitt David Silva (70) og þá varð hann tvisvar bikarmeistari og fimm sinnum deildabikarmeistari með Manchester City.
Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira