Hefja réttarhöld í einu stærsta barnaníðsmáli Þýskalands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2020 21:56 Þýska lögreglan hefur borið kennsl á 87 grunaða barnaníðinga í tengslum við málið. Vísir/Getty Þýskur kokkur hefur verið dreginn fyrir dóm í einu stærsta barnaníðsmáli Þýskalands síðan eftir seinna stríð. Lögregla segir manninn, sem hefur ekki verið nafngreindur að fullu en er þekktur sem Jörg L í þýskum fjölmiðlum, hafi birt fjölda mynda sem tugir þúsunda skoðuðu á Threema, svissnesku dulkóðuðu samskiptaforriti. Honum er þá gefið að sök að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni allt að 61 sinni. Í október á síðasta ári var gerð húsleit á heimili mannsins í Bergisch Gladbach, skammt frá Köln. Í kjölfar hennar hófst rannsókn á tugum annarra sem grunaðir voru um kynferðisbrot gegn börnum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að eiginkona Jörg L muni bera vitni gegn honum. Stór hluti réttarhaldanna munu fara fram bak við luktar dyr með það fyrir augum að vernda dóttur hans. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir í 11 daga og Jörg L gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi. Alls hafa verið borin kennsl á 87 meinta barnaníðinga í tengslum við málið og 50 börn, á aldrinum þriggja mánaða upp í 15 ára, hafa verið tekin af foreldrum sínum vegna gruns um misnotkun. Samkvæmt frétt BBC vinna 130 rannsakendur enn að því að fara í gegn um myndir og myndbönd sem sýna kynferðislega misnotkun barna. Þrír rannsakendur hafa tekið sér veikindaleyfi eftir að hafa fengið áfall vegna þess sem myndirnar sýna. Talið er að allt að 30 þúsund manns tengist inn í þau spjallsvæði sem til rannsóknar eru. Sum þeirra voru með hátt í 1.800 virka notendur á hverjum tíma. Þýskaland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Þýskur kokkur hefur verið dreginn fyrir dóm í einu stærsta barnaníðsmáli Þýskalands síðan eftir seinna stríð. Lögregla segir manninn, sem hefur ekki verið nafngreindur að fullu en er þekktur sem Jörg L í þýskum fjölmiðlum, hafi birt fjölda mynda sem tugir þúsunda skoðuðu á Threema, svissnesku dulkóðuðu samskiptaforriti. Honum er þá gefið að sök að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni allt að 61 sinni. Í október á síðasta ári var gerð húsleit á heimili mannsins í Bergisch Gladbach, skammt frá Köln. Í kjölfar hennar hófst rannsókn á tugum annarra sem grunaðir voru um kynferðisbrot gegn börnum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að eiginkona Jörg L muni bera vitni gegn honum. Stór hluti réttarhaldanna munu fara fram bak við luktar dyr með það fyrir augum að vernda dóttur hans. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir í 11 daga og Jörg L gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi. Alls hafa verið borin kennsl á 87 meinta barnaníðinga í tengslum við málið og 50 börn, á aldrinum þriggja mánaða upp í 15 ára, hafa verið tekin af foreldrum sínum vegna gruns um misnotkun. Samkvæmt frétt BBC vinna 130 rannsakendur enn að því að fara í gegn um myndir og myndbönd sem sýna kynferðislega misnotkun barna. Þrír rannsakendur hafa tekið sér veikindaleyfi eftir að hafa fengið áfall vegna þess sem myndirnar sýna. Talið er að allt að 30 þúsund manns tengist inn í þau spjallsvæði sem til rannsóknar eru. Sum þeirra voru með hátt í 1.800 virka notendur á hverjum tíma.
Þýskaland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira