Heldur einokun Lyon áfram? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2020 07:00 Sara Björk og stöllur hennar fagna sigrinum í gær. vísir/getty Franska knattspyrnufélagið Lyon – sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með – hefur unnið Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár. Átta liða úrslit keppninnar hefjast í vikunni. Líkt og hjá körlunum verður aðeins einn leikur á hlutlausum velli til að skera úr um hvaða lið komast áfram. Leikið er í Bilbao og San Sebastián á Spáni. Átta liða úrslitin hefjast næsta föstudag, þann 21. águst, með tveimur leikjum. Úrslitaleikurinn sjálfur er svo þann 30. ágúst, sama dag og hjá körlunum. Fyrrum lið Söru Bjarkar, Wolfsburg, mætir Glasgow City á föstudaginn. Lauren Wade, fyrrum leikmaður Þróttar Reykjavíkur leikur nú með Glasgow City en hún hjálpaði Þrótti að vinna næst efstu deild hér á landi síðasta sumar. Hinn leikur föstudagsins er viðureign bestu liða Spánar. Þegar spænska úrvalsdeildin var flautuð af vegna kórónufaraldursins eftir 21. umferð voru Börsungar á toppi deildarinnar með 59 stig eftir 19 sigra og tvö jafntefli. Atletico Madrid kom þar á eftir með 50 stig. Á laugardaginn eiga Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon leik gegn Bayern Munich. Sömu lið eigast við í undanúrslitum karlamegin en þar eru Bæjarar mun líklegri til að fara áfram. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti Lyon að fara nokkuð auðveldlega áfram á laugardaginn. Sara Björk þekkir allavega ekki annað en að leggja Bayern af velli eftir að hafa leikið með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg undanfarin ár. Enska félagið Arsenal mætir franska félaginu Paris Saint-Germain eru svo hin tvö liðin í 8-liða úrslitum. Vert er að fylgjast með hinni mögnuðu Vivianne Miedema í liði Arsenal en hún var valin best í ensku deildinni sem var þó aflýst eftir aðeins fimmtán umferðir vegna kórónufaraldursins. Búið er að draga í undanúrslit en þar mæta Glasgow City eða Wolfsburg öðru hvoru Spánarliðinu. Í hinum leiknum verða það svo Arsenal eða PSG gegn Lyon eða Bayern. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira
Franska knattspyrnufélagið Lyon – sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með – hefur unnið Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár. Átta liða úrslit keppninnar hefjast í vikunni. Líkt og hjá körlunum verður aðeins einn leikur á hlutlausum velli til að skera úr um hvaða lið komast áfram. Leikið er í Bilbao og San Sebastián á Spáni. Átta liða úrslitin hefjast næsta föstudag, þann 21. águst, með tveimur leikjum. Úrslitaleikurinn sjálfur er svo þann 30. ágúst, sama dag og hjá körlunum. Fyrrum lið Söru Bjarkar, Wolfsburg, mætir Glasgow City á föstudaginn. Lauren Wade, fyrrum leikmaður Þróttar Reykjavíkur leikur nú með Glasgow City en hún hjálpaði Þrótti að vinna næst efstu deild hér á landi síðasta sumar. Hinn leikur föstudagsins er viðureign bestu liða Spánar. Þegar spænska úrvalsdeildin var flautuð af vegna kórónufaraldursins eftir 21. umferð voru Börsungar á toppi deildarinnar með 59 stig eftir 19 sigra og tvö jafntefli. Atletico Madrid kom þar á eftir með 50 stig. Á laugardaginn eiga Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon leik gegn Bayern Munich. Sömu lið eigast við í undanúrslitum karlamegin en þar eru Bæjarar mun líklegri til að fara áfram. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti Lyon að fara nokkuð auðveldlega áfram á laugardaginn. Sara Björk þekkir allavega ekki annað en að leggja Bayern af velli eftir að hafa leikið með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg undanfarin ár. Enska félagið Arsenal mætir franska félaginu Paris Saint-Germain eru svo hin tvö liðin í 8-liða úrslitum. Vert er að fylgjast með hinni mögnuðu Vivianne Miedema í liði Arsenal en hún var valin best í ensku deildinni sem var þó aflýst eftir aðeins fimmtán umferðir vegna kórónufaraldursins. Búið er að draga í undanúrslit en þar mæta Glasgow City eða Wolfsburg öðru hvoru Spánarliðinu. Í hinum leiknum verða það svo Arsenal eða PSG gegn Lyon eða Bayern.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira