Látið reyna á málsmeðferð flóttafólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 20:00 Börnin eru á aldrinum tveggja til tólf ára og hafa búið hér á landi í eitt og hálft ár. Vísir/Egill Ár geta liðið frá því að fólki er synjað um dvalarleyfi þar til því er vísað úr landi. Lögmaður telur að líta eigi til þess þegar réttindi flóttafólks eru metin. Ómannúðlegt sé að vísa burt fjölskyldum sem hafi verið hér svo lengi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi sem sótti um vernd á Íslandi í ágúst 2018. Þeim var synjað í júlí í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvörðunina í nóvember. Börnin fjögur sem eru í fjölskyldunni ganga í skóla og leikskóla á Ásbrú, hafa aðlagast vel og tala íslensku. Frétt Vísis: Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Málsmeðferðartíminn í þeirra máli, sem skilgreindur frá umsókn til synjunar kærunefndar, tók 15 mánuði og sjö daga. Eftir nýlega breytingu á reglugerð er hámarkstími málsmeðferðar sextán mánuðir. Munar því þremur vikum á því að fjölskyldan eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þau hafa þó verið hér í átján mánuði og enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þeim verður vísað úr landi. Lögmaður telur að miða eigi seinni tímamörk málsmeðferðartíma við framkvæmd brottvísunar. Réttindi flóttafólks séu túlkuð of þröngt með gildandi framkvæmd. Magnú Norðdahl, lögmaður. „Auðvitað er það svo að aðlögun barna sem hér eru heldur áfram. Það er kveðinn upp einhver úrskurður og síðan kannski líður hálft ár, átta mánuðir, eða eitt ár þangað til þessi brottvísun er framkvæmd og allan þann tíma eru þessi börn og þetta fólk að aðlagast. Þannig að þessi mannúðarsjónarmið eiga þá auðvitað við," segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Langur tími getur liðið frá úrskurði og þar til fólki er tilkynnt hvenær því verði vísað úr landi. „Ég hef verið með mál þar sem niðurstaða var fengin innan átján mánaða en fólkið var hérna ennþá eftir tvö og hálft ár frá komu. Þannig þetta getur verið mjög langur tími," segir Magnús. Magnús hyggst láta reyna á túlkun stjórnvalda. Eftir helgi mun hann leggja fram endurupptökubeiðni í máli fjölskyldunnar á grundvelli mannúðarsjóðarmiða með vísan till þess að hún hafi verið hér á landi fram yfir hámarkstímann. Verði málið ekki endurupptekið ætlar hann með það fyrir dóm. „Það eru líka önnur mál sem við erum með þar sem þessi sjónarmið sem eru undir. Þannig það er alveg ljóst að á næstu misserum mun reyna á þetta með einhverjum hætti fyrir dómi, hvort sem það verður í þessu máli eða öðru," segir Magnús. Hælisleitendur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Ár geta liðið frá því að fólki er synjað um dvalarleyfi þar til því er vísað úr landi. Lögmaður telur að líta eigi til þess þegar réttindi flóttafólks eru metin. Ómannúðlegt sé að vísa burt fjölskyldum sem hafi verið hér svo lengi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi sem sótti um vernd á Íslandi í ágúst 2018. Þeim var synjað í júlí í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvörðunina í nóvember. Börnin fjögur sem eru í fjölskyldunni ganga í skóla og leikskóla á Ásbrú, hafa aðlagast vel og tala íslensku. Frétt Vísis: Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Málsmeðferðartíminn í þeirra máli, sem skilgreindur frá umsókn til synjunar kærunefndar, tók 15 mánuði og sjö daga. Eftir nýlega breytingu á reglugerð er hámarkstími málsmeðferðar sextán mánuðir. Munar því þremur vikum á því að fjölskyldan eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þau hafa þó verið hér í átján mánuði og enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þeim verður vísað úr landi. Lögmaður telur að miða eigi seinni tímamörk málsmeðferðartíma við framkvæmd brottvísunar. Réttindi flóttafólks séu túlkuð of þröngt með gildandi framkvæmd. Magnú Norðdahl, lögmaður. „Auðvitað er það svo að aðlögun barna sem hér eru heldur áfram. Það er kveðinn upp einhver úrskurður og síðan kannski líður hálft ár, átta mánuðir, eða eitt ár þangað til þessi brottvísun er framkvæmd og allan þann tíma eru þessi börn og þetta fólk að aðlagast. Þannig að þessi mannúðarsjónarmið eiga þá auðvitað við," segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Langur tími getur liðið frá úrskurði og þar til fólki er tilkynnt hvenær því verði vísað úr landi. „Ég hef verið með mál þar sem niðurstaða var fengin innan átján mánaða en fólkið var hérna ennþá eftir tvö og hálft ár frá komu. Þannig þetta getur verið mjög langur tími," segir Magnús. Magnús hyggst láta reyna á túlkun stjórnvalda. Eftir helgi mun hann leggja fram endurupptökubeiðni í máli fjölskyldunnar á grundvelli mannúðarsjóðarmiða með vísan till þess að hún hafi verið hér á landi fram yfir hámarkstímann. Verði málið ekki endurupptekið ætlar hann með það fyrir dóm. „Það eru líka önnur mál sem við erum með þar sem þessi sjónarmið sem eru undir. Þannig það er alveg ljóst að á næstu misserum mun reyna á þetta með einhverjum hætti fyrir dómi, hvort sem það verður í þessu máli eða öðru," segir Magnús.
Hælisleitendur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira