Svona segjast Hafnfirðingar ætla að gera höfnina sína skemmtilega Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2020 20:45 Horft til norðurs yfir höfnina frá gatnamótum Hvaleyrarbrautar og Strandgötu. Neðst til hægri kemur biðstöð borgarlínu. Mynd/Hafnarfjarðarbær. Miklar breytingar verða í kringum smábátahöfnina í Hafnarfirði, og íbúðarhúsum blandað inn í atvinnuhverfi, samkvæmt nýju rammaskipulagi sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði. Myndir af nýrri ásýnd hafnarinnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Svæðið í kringum smábátahöfnina, sem farið er að kalla Flensborgarhöfn, er núna einkum atvinnusvæði í kringum hafnarstarfsemina en með nýja rammaskipulaginu er mörkuð sú stefna að byggja þar einnig upp íbúðahverfi. Kynningarmyndband frá Hafnarfjarðarbæ sýnir fyrst nýja skemmtibátahöfn neðan íþróttahússins við Strandgötu sem kölluð er Hamarshöfn og verður nær miðbænum. Síðan fylgja hjóla- og göngustígar, siglingaklúbbur og í kringum gamla Drafnarslippinn er gert ráð fyrir heitum pottum og aðstöðu til sjóbaða og einnig vistgötu. Horft frá bryggjupalli við Fornubúðir í átt að Flensborgarhöfn.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Hafnartorg á að koma við Íshúsið með útiveitingastöðum og kaffihúsum og þar eiga bryggjupallar að mynda samfellda gönguleið, að því er fram kemur í kynningu bæjarins. Bæjarstjórnin segist þó leggja áherslu á að rekstur fyrirtækja á hafnarsvæðinu verði tryggður og að þar verði gott rými fyrir fiskiskip og smábáta. Einhver mesta breytingin verður á Óseyrarsvæðinu en á svokölluðum Fornubúðum kemur blönduð byggð með fjölbreyttu íbúðarhúsnæði og görðum inn á milli húsanna. Svona verður hið nýja Óseyrarhverfi. Íbúðarhúsin eru 3-5 hæðir. Á hverjum reit er gert ráð fyrir sameiginlegum inngarði fyrir íbúa og leiksvæðum.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir segir rammaskipulagið marka tímamót. Þarna muni rísa skapandi og skemmtilegt hverfi með sterka tengingu við sögu, sjóinn og miðbæinn. Núna tekur við aðalskipulagsferli og síðan deiliskipulagsvinna fyrir einstaka reiti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Borgarlína Hafnarfjörður Sjávarútvegur Skipulag Tengdar fréttir Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn. Byggingin þykir framúrstefnuleg og sögð verða eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. 6. júní 2019 21:44 Sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn í Hafnarfirði Aðlaðandi göngu- og hjólastígar, aðstaða fyrir sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn eru á meðal þess sem vænta má í Hafnarfjarðarhöfn í framtíðinni. 7. febrúar 2020 13:16 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Miklar breytingar verða í kringum smábátahöfnina í Hafnarfirði, og íbúðarhúsum blandað inn í atvinnuhverfi, samkvæmt nýju rammaskipulagi sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði. Myndir af nýrri ásýnd hafnarinnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Svæðið í kringum smábátahöfnina, sem farið er að kalla Flensborgarhöfn, er núna einkum atvinnusvæði í kringum hafnarstarfsemina en með nýja rammaskipulaginu er mörkuð sú stefna að byggja þar einnig upp íbúðahverfi. Kynningarmyndband frá Hafnarfjarðarbæ sýnir fyrst nýja skemmtibátahöfn neðan íþróttahússins við Strandgötu sem kölluð er Hamarshöfn og verður nær miðbænum. Síðan fylgja hjóla- og göngustígar, siglingaklúbbur og í kringum gamla Drafnarslippinn er gert ráð fyrir heitum pottum og aðstöðu til sjóbaða og einnig vistgötu. Horft frá bryggjupalli við Fornubúðir í átt að Flensborgarhöfn.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Hafnartorg á að koma við Íshúsið með útiveitingastöðum og kaffihúsum og þar eiga bryggjupallar að mynda samfellda gönguleið, að því er fram kemur í kynningu bæjarins. Bæjarstjórnin segist þó leggja áherslu á að rekstur fyrirtækja á hafnarsvæðinu verði tryggður og að þar verði gott rými fyrir fiskiskip og smábáta. Einhver mesta breytingin verður á Óseyrarsvæðinu en á svokölluðum Fornubúðum kemur blönduð byggð með fjölbreyttu íbúðarhúsnæði og görðum inn á milli húsanna. Svona verður hið nýja Óseyrarhverfi. Íbúðarhúsin eru 3-5 hæðir. Á hverjum reit er gert ráð fyrir sameiginlegum inngarði fyrir íbúa og leiksvæðum.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir segir rammaskipulagið marka tímamót. Þarna muni rísa skapandi og skemmtilegt hverfi með sterka tengingu við sögu, sjóinn og miðbæinn. Núna tekur við aðalskipulagsferli og síðan deiliskipulagsvinna fyrir einstaka reiti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Borgarlína Hafnarfjörður Sjávarútvegur Skipulag Tengdar fréttir Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn. Byggingin þykir framúrstefnuleg og sögð verða eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. 6. júní 2019 21:44 Sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn í Hafnarfirði Aðlaðandi göngu- og hjólastígar, aðstaða fyrir sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn eru á meðal þess sem vænta má í Hafnarfjarðarhöfn í framtíðinni. 7. febrúar 2020 13:16 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn. Byggingin þykir framúrstefnuleg og sögð verða eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. 6. júní 2019 21:44
Sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn í Hafnarfirði Aðlaðandi göngu- og hjólastígar, aðstaða fyrir sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn eru á meðal þess sem vænta má í Hafnarfjarðarhöfn í framtíðinni. 7. febrúar 2020 13:16
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00