Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. febrúar 2020 19:00 Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. Doaa Mohamed Eibdeib og Ibrahim Mahrous Khedr, komu til Íslands í byrjun árs 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi þar sem Ibrahim hafi talað opinberlega gegn stefnu yfirvalda. „Þegar við fórum til Óman frá Egyptalandi varð hann einnig fyrir ofsóknum þar og við vildum fara annað þar sem við yrðum örugg og mannréttindi eru virt,“ segir Doaa. Verður vísað úr landi á næstunni Því hafi þau komið til Íslands. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd þann í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum eftir að þau sóttu um vernd, eða í nóvember. Það þýðir að fjölskyldan mun ekki njóta góðs af þeirri reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja en samkvæmt henni verður unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en 16 mánuði. Breytingarnar voru gerðar eftir fjölmiðlar fjölluðu um mál pakistanskrar fjölskyldu sem vísa átti úr landi. Ef Doaa og Ibrahim hefðu fengið synjun þremur vikum seinna hefði breytingin átt við um þau. Til stendur að senda fjölskylduna til Egyptalands á næstunni. „Hann yrði handtekinn og kannski drepinn. Ef eitthvað gerist fyrir hann væri það hræðilegt fyrir fjölskylduna,“ segir Doaa. Dreymir um að verða náttúrufræðikennari Börnin hafa aðlagast samfélaginu vel á því eina og hálfa ári sem þau hafa búið hér. Þau búa á Ásbrú þar sem Hamza er á leikskóla og þau Rewida og Abdalla í grunnskóla. Ég elska að gera náttúrufræði og stærðfræði og ég elska að læra að skrifa Íslensku,“ segir hin tólf ára gamla Rewida Khedr. „Ég er í fjórða H.S.í Háaleitisskóla og mér finnst gaman að læra stærðfræði og íslensku og líka náttúrufræði,“segir hinn níu ára gamli Abdalla. Hann langi til að verða flugmaður í framtíðinni og Rewidu langar að verða náttúrufræðikennari. Börnin hafa eignast vini og tala góða íslensku Þau eiga slæmar minningar um kennarana sína í Egyptalandi. „Ef þu segir eitthvað sem er ekki rétt í skólanum í Egyptalandi þá lemja kennararnir þig hérna og hérna,“ segja þau og benda á puttana sína. Þegar málsmeðferðartíminn er metinn miða íslensk stjórnvöld við þann tíma sem líður frá umsókn og þar til kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun. Útlendingastofnunar. Rauði krossinn hefur sagt að eðlilegra væri að miða síðari tímamörkin við dagsetningu brottvísunar en undirbúningur og framkvæmd brottflutnings getur tekið langan tíma. Ef málsmeðferðartíminn væri skilgreindur með þessum hætti myndi fjölskyldan uppfylla skilyrði þess að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, hvort heldur sem litið er til núgildandi laga eða reglugerðarinnar sem dómsmálaráðherra hyggst setja. Doaa er menntaður hjúkrunarfræðingur og vann á heilbrigðisstofnunum í Egyptalandi og í Óman. Hennar draumur er að geta starfað sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Ibrahim er verkfræðimenntaður. Þá segjast börnin vera búin að eignast mikið af vinum á Íslandi. Hælisleitendur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Sjá meira
Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. Doaa Mohamed Eibdeib og Ibrahim Mahrous Khedr, komu til Íslands í byrjun árs 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi þar sem Ibrahim hafi talað opinberlega gegn stefnu yfirvalda. „Þegar við fórum til Óman frá Egyptalandi varð hann einnig fyrir ofsóknum þar og við vildum fara annað þar sem við yrðum örugg og mannréttindi eru virt,“ segir Doaa. Verður vísað úr landi á næstunni Því hafi þau komið til Íslands. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd þann í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum eftir að þau sóttu um vernd, eða í nóvember. Það þýðir að fjölskyldan mun ekki njóta góðs af þeirri reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja en samkvæmt henni verður unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en 16 mánuði. Breytingarnar voru gerðar eftir fjölmiðlar fjölluðu um mál pakistanskrar fjölskyldu sem vísa átti úr landi. Ef Doaa og Ibrahim hefðu fengið synjun þremur vikum seinna hefði breytingin átt við um þau. Til stendur að senda fjölskylduna til Egyptalands á næstunni. „Hann yrði handtekinn og kannski drepinn. Ef eitthvað gerist fyrir hann væri það hræðilegt fyrir fjölskylduna,“ segir Doaa. Dreymir um að verða náttúrufræðikennari Börnin hafa aðlagast samfélaginu vel á því eina og hálfa ári sem þau hafa búið hér. Þau búa á Ásbrú þar sem Hamza er á leikskóla og þau Rewida og Abdalla í grunnskóla. Ég elska að gera náttúrufræði og stærðfræði og ég elska að læra að skrifa Íslensku,“ segir hin tólf ára gamla Rewida Khedr. „Ég er í fjórða H.S.í Háaleitisskóla og mér finnst gaman að læra stærðfræði og íslensku og líka náttúrufræði,“segir hinn níu ára gamli Abdalla. Hann langi til að verða flugmaður í framtíðinni og Rewidu langar að verða náttúrufræðikennari. Börnin hafa eignast vini og tala góða íslensku Þau eiga slæmar minningar um kennarana sína í Egyptalandi. „Ef þu segir eitthvað sem er ekki rétt í skólanum í Egyptalandi þá lemja kennararnir þig hérna og hérna,“ segja þau og benda á puttana sína. Þegar málsmeðferðartíminn er metinn miða íslensk stjórnvöld við þann tíma sem líður frá umsókn og þar til kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun. Útlendingastofnunar. Rauði krossinn hefur sagt að eðlilegra væri að miða síðari tímamörkin við dagsetningu brottvísunar en undirbúningur og framkvæmd brottflutnings getur tekið langan tíma. Ef málsmeðferðartíminn væri skilgreindur með þessum hætti myndi fjölskyldan uppfylla skilyrði þess að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, hvort heldur sem litið er til núgildandi laga eða reglugerðarinnar sem dómsmálaráðherra hyggst setja. Doaa er menntaður hjúkrunarfræðingur og vann á heilbrigðisstofnunum í Egyptalandi og í Óman. Hennar draumur er að geta starfað sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Ibrahim er verkfræðimenntaður. Þá segjast börnin vera búin að eignast mikið af vinum á Íslandi.
Hælisleitendur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Sjá meira