Er Suðurland ekki hluti af landsbyggðinni? 8. febrúar 2020 12:30 Eva Björk Harðardóttir, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi gefa ekki mikið fyrir nýja skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um „Eflingu starfsemi stofnana sjávarútvegs og landbúnaðar á landsbyggðinni fram til ársins 2025“, því þar er ekki minnst á Suðurland í einu orði. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga tók skýrsluna fyrir á fundi um miðjan janúar og varð fyrir vonbrigðum. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um fjölgun starfa á landsbyggðinni fram til ársins 2025 en þar er hvergi talað um fjölgun starfa á Suðurlandi. Á svæðinu eru 15 sveitarfélag og íbúarnir eru um 30 þúsund. Eva Björk Harðardóttir er formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Mig grunar að ríkið telji það að Suðurland sé að tikka í einhver box og því sé hægt að setja það svolítið til hliðar en við erum að glíma við sömu vandamál og allt landið. Það eru sömu vandamálin í sjávarútvegi á Suðurlandi eins og annars staðar. Landbúnaðurinn er að glíma við sömu vandamál og ferðaþjónustan er að glíma við mjög mikil vandamál en á sama tíma erum við að horfa á innviðina hjá okkur að sligast. Íslendingunum fjölgar ekki að sama skapi og útlendingum. Við erum svolítið í varnarbaráttu og það er komin þreyta í okkar helstu innviði“, segir Eva. Eva Björk er oddviti Skaftárhrepps, ásamt því að vera formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn Eva Björk heldur að sveitarfélögin á Suðurlandi líði fyrir það að vera eins nálægt höfuðborgarsvæðinu og raun ber vitni. „Já, ég er svolítið hrædd um það, við köllum á samtal því það er ekki svo. Suðurlandið er stærra heldur en Hveragerði, Árborg og Ölfus, við erum að tala um fimmtán sveitarfélög og 375 kílómetra loftlínu austur, þannig að þetta er ekki, þarna er verið að bera saman epli og appelsínur“. Eva Björk segir að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafi skrifað bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og óskað eftir formlegum skýringum á því af hverju Suðurland er hvergi nefnt á nafn í nýju skýrslu ráðuneytisins. Í því sambandi áréttar Eva Björk að landshlutinn sé hluti af landsbyggðinni og þar þurfi nauðsynlega að fjölga opinberum störfum líkt og í öðrum landshlutum. Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi gefa ekki mikið fyrir nýja skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um „Eflingu starfsemi stofnana sjávarútvegs og landbúnaðar á landsbyggðinni fram til ársins 2025“, því þar er ekki minnst á Suðurland í einu orði. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga tók skýrsluna fyrir á fundi um miðjan janúar og varð fyrir vonbrigðum. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um fjölgun starfa á landsbyggðinni fram til ársins 2025 en þar er hvergi talað um fjölgun starfa á Suðurlandi. Á svæðinu eru 15 sveitarfélag og íbúarnir eru um 30 þúsund. Eva Björk Harðardóttir er formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Mig grunar að ríkið telji það að Suðurland sé að tikka í einhver box og því sé hægt að setja það svolítið til hliðar en við erum að glíma við sömu vandamál og allt landið. Það eru sömu vandamálin í sjávarútvegi á Suðurlandi eins og annars staðar. Landbúnaðurinn er að glíma við sömu vandamál og ferðaþjónustan er að glíma við mjög mikil vandamál en á sama tíma erum við að horfa á innviðina hjá okkur að sligast. Íslendingunum fjölgar ekki að sama skapi og útlendingum. Við erum svolítið í varnarbaráttu og það er komin þreyta í okkar helstu innviði“, segir Eva. Eva Björk er oddviti Skaftárhrepps, ásamt því að vera formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn Eva Björk heldur að sveitarfélögin á Suðurlandi líði fyrir það að vera eins nálægt höfuðborgarsvæðinu og raun ber vitni. „Já, ég er svolítið hrædd um það, við köllum á samtal því það er ekki svo. Suðurlandið er stærra heldur en Hveragerði, Árborg og Ölfus, við erum að tala um fimmtán sveitarfélög og 375 kílómetra loftlínu austur, þannig að þetta er ekki, þarna er verið að bera saman epli og appelsínur“. Eva Björk segir að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafi skrifað bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og óskað eftir formlegum skýringum á því af hverju Suðurland er hvergi nefnt á nafn í nýju skýrslu ráðuneytisins. Í því sambandi áréttar Eva Björk að landshlutinn sé hluti af landsbyggðinni og þar þurfi nauðsynlega að fjölga opinberum störfum líkt og í öðrum landshlutum.
Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira