„Þetta er bara látið malla“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 08:42 Halldór Traustason er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sat einnig í síðustu bæjarstjórn. Hann er jafnframt foreldri nemenda við Patreksskóla. Aðsend/Getty Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. Foreldri nemenda í skólanum lýsir áhyggjum af stöðunni en bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, sem einnig starfar við skólann, er meintur gerandi í málinu. Umræddur bæjarfulltrúi, María Ósk Óskarsdóttir, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Fylgjast með málinu í fjölmiðlum Halldór Traustason er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sat einnig í síðustu bæjarstjórn. Hann er jafnframt foreldri nemenda við Patreksskóla og vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar. Þar velti hann upp nokkrum spurningum til bæjar- og skólastjórnenda sem hann vildi gjarnan fá svör við, til dæmis hvers vegna skjólastjórnendur hefðu ekki gripið inni í þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um málið. Margir taka undir áhyggjur Halldórs í athugasemdum við færslu hans. Spurningar Halldórs eru eftirfarandi: 1. Afhverju greip skólastjóri ekki inn í, hann vissi af vandamálinu? 2. Eineltisfulltrúi er í skólanum sem stýrir aðgerðum og ber ábyrgð gagnvart nemendum, foreldrum og starfsfólki eða hvað ? Hvar var eineltisfulltrúinn (eiginkona skólastjóra) þegar þetta gekk yfir? 3. Afhverju brugðust yfirvöld og félagsmálafulltrúi ekki við þegar 5 starfsmenn skólans létu vita af eineltinu? 4. Er eðllegt að meintur gerandi sé verðlaunaður með umsjónarkennarastöðu og taki við bekk meints þolanda? 5. Er eðlilegt að trúnaðarmaður skólans sé eiginkona skólastjóra (hvernig á að gæta hlutleysis)? 6. Er rétt að trúnaðarmaður hafi hvatt starfsfólk Patreksskóla til undirritunar á stuðningsyfirlýsingu við skólastjóra í haust ? og var fólk krafið svara sem neitaði að skrifa undir? Af hverju þarf skólastjóri stuðningsyfirlýsingu ?????? 7. Er rétt að skólastjóri og bæjarstjóri hafi fengið skriflegar kvartanir varðandi eineltið en þeim ekki svarað? Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í morgun. Halldór segir í samtali við blaðið að foreldrar séu margir áhyggjufullir yfir stöðu mála og krefjist þess að haldinn verði íbúafundur. Halldór kvað við sama streng þegar Vísir ræddi við hann í byrjun vikunnar. „Upplýsingagjöf er engin. Þetta er búið að vera vitað ansi lengi en svo kemur þetta í fjölmiðla, og kemur í fjölmiðla vegna aðgerðarleysis. Þetta er bara látið malla. Þá vil ég ítreka beiðni mína og foreldra Patreksskóla að fá íbúafund með stjórn skólans og stjórn bæjarfélagsins um þetta mál,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Mega ekki tjá sig um eineltismál Gústaf Gústafsson skólastjóri Patreksskóla sagðist ekki vilja tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því á þriðjudag. Hann staðfesti þó að María Ósk væri enn starfandi við skólann. Gústaf tjáir sig heldur ekki um málið við Fréttablaðið í morgun. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þá reyndi Vísir ítrekað að ná tali af Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar, í gegnum skrifstofu bæjarins í vikunni en ekki fékkst samband við hana nema í gegnum tölvupóst. Vísir sendi Rebekku skriflega fyrirspurn vegna málsins fyrir hádegi í gær, m.a. varðandi íbúafundinn og viðbragðstíma stjórnenda í málinu. Vesturbyggð sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um eineltismálið á miðvikudag. Í tilkynningunni segir að sveitarfélagið líti eineltismál sem komi upp milli starfsmanna þess alvarlegum augum. Tekið sé á slíkum málum í samræmi við viðbragðsáætlun Vesturbyggðar. Þá sé starfsmönnum sveitarfélagsins ekki heimilt að tjá sig um málefni sem snúa að einelti á vinnustað, þar eð um sé að ræða einstaklingsmálefni sem þeim beri að gæta trúnaðar um. Gagnrýni þess efnis að ekki hafi verið tilkynnt um að María Ósk hefði óskað eftir lausn frá störfum á vefsíðum sveitarfélagsins er einnig svarað í tilkynningunni. Þar segir að beiðnir á borð við þessa sé ávallt bókað um í fundargerð bæjarstjórnar, sem birt er á heimasíðu sveitarfélagsins. Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. Foreldri nemenda í skólanum lýsir áhyggjum af stöðunni en bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, sem einnig starfar við skólann, er meintur gerandi í málinu. Umræddur bæjarfulltrúi, María Ósk Óskarsdóttir, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Fylgjast með málinu í fjölmiðlum Halldór Traustason er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sat einnig í síðustu bæjarstjórn. Hann er jafnframt foreldri nemenda við Patreksskóla og vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar. Þar velti hann upp nokkrum spurningum til bæjar- og skólastjórnenda sem hann vildi gjarnan fá svör við, til dæmis hvers vegna skjólastjórnendur hefðu ekki gripið inni í þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um málið. Margir taka undir áhyggjur Halldórs í athugasemdum við færslu hans. Spurningar Halldórs eru eftirfarandi: 1. Afhverju greip skólastjóri ekki inn í, hann vissi af vandamálinu? 2. Eineltisfulltrúi er í skólanum sem stýrir aðgerðum og ber ábyrgð gagnvart nemendum, foreldrum og starfsfólki eða hvað ? Hvar var eineltisfulltrúinn (eiginkona skólastjóra) þegar þetta gekk yfir? 3. Afhverju brugðust yfirvöld og félagsmálafulltrúi ekki við þegar 5 starfsmenn skólans létu vita af eineltinu? 4. Er eðllegt að meintur gerandi sé verðlaunaður með umsjónarkennarastöðu og taki við bekk meints þolanda? 5. Er eðlilegt að trúnaðarmaður skólans sé eiginkona skólastjóra (hvernig á að gæta hlutleysis)? 6. Er rétt að trúnaðarmaður hafi hvatt starfsfólk Patreksskóla til undirritunar á stuðningsyfirlýsingu við skólastjóra í haust ? og var fólk krafið svara sem neitaði að skrifa undir? Af hverju þarf skólastjóri stuðningsyfirlýsingu ?????? 7. Er rétt að skólastjóri og bæjarstjóri hafi fengið skriflegar kvartanir varðandi eineltið en þeim ekki svarað? Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í morgun. Halldór segir í samtali við blaðið að foreldrar séu margir áhyggjufullir yfir stöðu mála og krefjist þess að haldinn verði íbúafundur. Halldór kvað við sama streng þegar Vísir ræddi við hann í byrjun vikunnar. „Upplýsingagjöf er engin. Þetta er búið að vera vitað ansi lengi en svo kemur þetta í fjölmiðla, og kemur í fjölmiðla vegna aðgerðarleysis. Þetta er bara látið malla. Þá vil ég ítreka beiðni mína og foreldra Patreksskóla að fá íbúafund með stjórn skólans og stjórn bæjarfélagsins um þetta mál,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Mega ekki tjá sig um eineltismál Gústaf Gústafsson skólastjóri Patreksskóla sagðist ekki vilja tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því á þriðjudag. Hann staðfesti þó að María Ósk væri enn starfandi við skólann. Gústaf tjáir sig heldur ekki um málið við Fréttablaðið í morgun. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þá reyndi Vísir ítrekað að ná tali af Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar, í gegnum skrifstofu bæjarins í vikunni en ekki fékkst samband við hana nema í gegnum tölvupóst. Vísir sendi Rebekku skriflega fyrirspurn vegna málsins fyrir hádegi í gær, m.a. varðandi íbúafundinn og viðbragðstíma stjórnenda í málinu. Vesturbyggð sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um eineltismálið á miðvikudag. Í tilkynningunni segir að sveitarfélagið líti eineltismál sem komi upp milli starfsmanna þess alvarlegum augum. Tekið sé á slíkum málum í samræmi við viðbragðsáætlun Vesturbyggðar. Þá sé starfsmönnum sveitarfélagsins ekki heimilt að tjá sig um málefni sem snúa að einelti á vinnustað, þar eð um sé að ræða einstaklingsmálefni sem þeim beri að gæta trúnaðar um. Gagnrýni þess efnis að ekki hafi verið tilkynnt um að María Ósk hefði óskað eftir lausn frá störfum á vefsíðum sveitarfélagsins er einnig svarað í tilkynningunni. Þar segir að beiðnir á borð við þessa sé ávallt bókað um í fundargerð bæjarstjórnar, sem birt er á heimasíðu sveitarfélagsins.
Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23
Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47