Augnablikið þegar Sara skipti yfir í keppnisgírinn náðist á myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir fyrir og eftir að hún skiptir í keppnisgírinn. Skjámynd/Instagram/sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir er ekki bara ein besta CrossFit kona heims því hún er einnig ein sú allra vinsælasta. Lifandi og glaðleg framkoma hennar heillar flesta upp úr skónum á mótum og annars staðar. Sara gefur nefnilega mikið af sér bæði í keppni og utan hennar og útgeislun hennar er mjög smitandi. Það er ekkert skrýtið að hún eigi sér marga stuðningsmenn í stúkunni á keppnum sínum. Frábær árangur Suðurnesjameyjarinnar að undanförnu lofar góðu fyrir heimsleikana í haust en Sara hefur unnið tvö síðustu mót sína auk þess að gera betur en allar konur í „The Open“ eða opna undanfara heimsleikanna. Það er hins vegar ekki auðvelt að brosa og gleðja alla í kringum sig en vera síðan á tánum þegar keppnin sjálf hefst þar sem CrossFit fólkið þarf bæði á allri einbeitingu og allri orku sinni að halda. Sara er alltaf að ná betri og betri tökum á þessu sem sést á stórkostlegri frammistöðu hennar að undanförnu. Sara gerir sér líka fulla grein fyrir þessu og setti magnað mynd af sér á Instagram sem sýnir vel þessar tvær ólíku hliðar á Söru. Sara skrifar undir myndina. „Þegar niðurtalningin fer í gang og þú skiptir í keppnisgírinn“ Það er magnað að sjá breytinguna á Söru í þessu myndbandi sem er frá Filthy 150 CrossFit mótinu í Dublin á Írlandi. Hún er skælbrosandi þegar hún heyrir niðurtalninguna í að næsta grein byrji og þá er magnað að sjá keppniskonuna birtast á einu augabragði. Keppnissvipurinn er síðan svo svakalegur að hann ætti eiginlega að banna innan sextán. Það fylgir sögunni að Sara vann þetta mót í Dublin enda er erfitt að sjá einhverja eigi roð í svona bardagakonu. Það er heldur ekkert skrýtið þótt að landa hennar, Þuríður Erla Helgadóttir, sem lenti í níunda sæti á síðustu heimsleikum, skrifi bara „hjálp“ í athugasemdum sínum við myndbandið. Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega myndband af umskiptum Söru Sigmundsdóttur. View this post on Instagram When the countdown starts you flip the switch #beastmode #filthy150 A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 6, 2020 at 2:23am PST CrossFit Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er ekki bara ein besta CrossFit kona heims því hún er einnig ein sú allra vinsælasta. Lifandi og glaðleg framkoma hennar heillar flesta upp úr skónum á mótum og annars staðar. Sara gefur nefnilega mikið af sér bæði í keppni og utan hennar og útgeislun hennar er mjög smitandi. Það er ekkert skrýtið að hún eigi sér marga stuðningsmenn í stúkunni á keppnum sínum. Frábær árangur Suðurnesjameyjarinnar að undanförnu lofar góðu fyrir heimsleikana í haust en Sara hefur unnið tvö síðustu mót sína auk þess að gera betur en allar konur í „The Open“ eða opna undanfara heimsleikanna. Það er hins vegar ekki auðvelt að brosa og gleðja alla í kringum sig en vera síðan á tánum þegar keppnin sjálf hefst þar sem CrossFit fólkið þarf bæði á allri einbeitingu og allri orku sinni að halda. Sara er alltaf að ná betri og betri tökum á þessu sem sést á stórkostlegri frammistöðu hennar að undanförnu. Sara gerir sér líka fulla grein fyrir þessu og setti magnað mynd af sér á Instagram sem sýnir vel þessar tvær ólíku hliðar á Söru. Sara skrifar undir myndina. „Þegar niðurtalningin fer í gang og þú skiptir í keppnisgírinn“ Það er magnað að sjá breytinguna á Söru í þessu myndbandi sem er frá Filthy 150 CrossFit mótinu í Dublin á Írlandi. Hún er skælbrosandi þegar hún heyrir niðurtalninguna í að næsta grein byrji og þá er magnað að sjá keppniskonuna birtast á einu augabragði. Keppnissvipurinn er síðan svo svakalegur að hann ætti eiginlega að banna innan sextán. Það fylgir sögunni að Sara vann þetta mót í Dublin enda er erfitt að sjá einhverja eigi roð í svona bardagakonu. Það er heldur ekkert skrýtið þótt að landa hennar, Þuríður Erla Helgadóttir, sem lenti í níunda sæti á síðustu heimsleikum, skrifi bara „hjálp“ í athugasemdum sínum við myndbandið. Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega myndband af umskiptum Söru Sigmundsdóttur. View this post on Instagram When the countdown starts you flip the switch #beastmode #filthy150 A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 6, 2020 at 2:23am PST
CrossFit Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Sjá meira